Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 61

Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 61
— Nei, það skil ég svo sannarlega ekki, jómfrú Soffía, sagði Jón alvarleg- ur í bragði, stóð á fætur, kastaði mosan- um langt í burtu og var sýnilega reiður. — Við erum vanir að standa við það sem við segjum hér í byggðarlaginu og liðsforinginn ætti ekki að vera minni en við hinir í því sem öðru. — Þetta var sagt í reiði, því megum við ekki gleyma, Jón Bönstu. — Eru menn ekki jafn ábyrgir fyrir því sem þeir segja, hvort sem það er sagt í góðu eða illu? — Jú, ef til vill... Hún lagði hönd- ina á arm Jóns, eins og hún vildi styðja sig við hann. — Þú hefur á réttu að standa. Vissulega hefur þú rétt fyrir þér. Og skömmu síðar sagði hún svo lágt, að Jón heyrði það naumast: — Nú situr einn heima og bíður eftir svari enn einu sinni. .. Hann er liðs- foringi eins og pabbi. Hvað á ég að gera? — Þú gerir það sem samvizkan segir þér, sagði Jón Bönstu. Og þar með skildu þau. Soffía gekk hægt eftir skógarstígnum heim á leið, en Jón hvarf aftur til plóghestanna. Uppi á ásnum stanzaði hún, stóð lengi og starði heim að Bönstu. Þarna niðri bisaðist Jón við hestana og plægði, svo að torfið valt undan plógnum. Af því sá hún, að hann var reiður. Jón var maður, sem vissi hvað var rétt og hvað rangt og það bar henni að vita líka. Hún var ekki lengur í vafa um hvaða svar hún átti að veita þeim, sem heima beið. Já, hún skammaðist sín fyrir sjálfa sig. Það var næstum eins og hún hafði svik- ið Bergsvein Bille með því að hugsa ekki um það sem henni bar að gera. í sjö löng ár hafði hún beðið eftir Bergsveini Bille. Draumsýnir og brjálæði! Það voru einmitt þessir draumar sem hún hafði nærzt á öll þessi ár. Vitfirring! Vitfirr- ing! sagði hennar innri rödd. Hann er enginn maður fryir þig, þessi Bergsveinn Bille, fávís, ættlaus og auðvirðilegur farandsali. Jómfrú Soffía féll á kné, þar sem hún gekk á skógarstígnum, drúpti höfði og bað guð að veita sér styrk til þess að sýna djörfung og dug, svo að henni mætti auðnast að halda það loforð, sem hún hafði eitt sinn gefið! Liðsforinginn sem heima beið hafði ekki erindi sem erfiði frekar en svo margir aðrir liðsforingjar og hefðar- menn höfðu mátt þola á undan honum. Hann beit á jaxlinn, sté á bak hesti sín- um og faðir Soffíu bauð hann velkom- inn, ef hann vildi koma öðru sinni. Hann þakkaði kurteislega fyrir boðið, en í hljóði sór hann þess heit, að ótrúlega mikið vatn mætti renna til sjávar áður en hann skriði aftur inn í þetta bæli. Hann reið niður þjóðveginn á þeystings- spretti og jómfrú Soffía stóð á hlaðinu full iðrunar og horfði á skeifurnar á hesti liðsforingjans blika í kvöldsólinni. Hún vissi, að sá sem þarna fór var bæði sárgramur og sneyptur. Eftir þetta kvöld var ekki auðvelt að umgangast Preutz liðsforingja, hvorki fyrir þjónustufólkið né jómfrú Soffíu. Hann skellti aftur hurðum svo að rúð- urnar titruðu og þrammaði eins og óð- ur maður fram og aftur um gólfið á þungu reiðstígvélunum sínum. Hann var nú fullkomlega sannfærður um, að Sof- fía væri ekki með öllum mjalla, og hat- ur 'hans á Billanum, sem eitt sinn hafði sett svo fáránlegar flugur í höfuðið á stúlkubarninu, var ákafara en nokkru sinni fyrr. Ef farandsali kom á bæinn, greip hann þegar í stað svipu sína og lét hana dynja miskunnarlaust á hon- um ásamt flaum af blóðugum skamm- aryrðum. Farandsalarnir voru orðnir í hans augum eins og rauður klútur mann- ýgu nauti. Hann varð ólmur, ef hann sá bregða fyrir poka á baki. Soffía bar harm sinn og þrá í brjósti með fyllstu hugarró. Æðisköst föður 'hennar höfðu ekki lengur áhrif á hana. Þau voru orðin henni daglegt brauð og stundum fannst henni þau hálft í hvoru brosleg. í hvert skipti sem farandsali kom á bæinn og faðir hennar var ekki viðlát- inn, var það komið fram á varir henn- ar að spyrja þá, hvort þeir þekktu ekki einn starfsfélaga sinn, sem gengi und- ir nafninu Billinn. En hún lét aldrei verða af því. Ske kynni, að þeir hefðu heyrt alla söguna um hana og Berg- svein, og þá mundu þeir 'hlæja að henni eða ljúga hana fulla. Hún var of stolt til þess að eiga slíka lítillækkun á hættu. Vorið leið og einnig sumarið, án þess nokkuð spyrðist til Bergsveins. Senni- legast var nú, að hann hefði farið svo langt, að hann mundi ef til vill aldrei framar láta sjá sig í heimbyggð sinni. Soffía virtist vera ein af þeim kon- um, sem verða snemma gamlar, — það var að minnsta kosti álit fólksins í byggðarlaginu. Gráu hárunum hennar hafði fjölgað og fyrstu hrukkurnar komu Skáld ástarinnar Endurminningar, Ijóð og leikrit hins mikla indverska skálds, sem hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels. Séra Sveinn Víkingur hef- ur valið og þýtt efni bókar- innar. Hann ritar jafnframt aldarminningu skáldsins. Bókin er 312 blaðsíður í vönduðu bandi, prýdd 9 lieilsíðu- myndum. Verð kr. 193.00, (+ sölusk.) Skáld ástarinnar er glæsilegasta bókin á jólamarkaðinum í ár. Skáld ástarinnar er smekkvísleg gjöf og vönduð eign. Skáld ástarinnar er mannbætandi lestrarefni. BÖKAÚTGÁFAN FROÐI FÁLKINN 59 TAGORE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.