Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Síða 62

Fálkinn - 13.12.1961, Síða 62
í ljós viS augnakrókana og við gagn- augun. Hún tók nú einnig að fitna og varð vel holdug. Sú tíð var liðin, þegar herrarnir gátu spannað hana og lyft henni 'hátt á loft í dansinum. . . . já, sú tíð var liðin. Nú sátu heldur ekki fleiri biðlar á skrifstofu föður hennar og biðu eftir svari. Hann, sem hafði kvatt svo stuttlega í vor, skyldi hann verða sá síðasti? Hún lét sér það í léttu rúmi liggja. Fyrst hún fékk ekki þann, sem hún eitt sinn hafði heitbundizt, þá mátti það einu gilda. Það voru svo margir, sem máttu lifa einir og deyja einir í þessum heimi, og það var vafa- mál, hvort þeir voru ekki allt eins ham- ingjusamir og hinir, sem áttu bæði maka og börn. Og dagarnir liðu---------liðu------- — liðu-----------. ★ Kvöld eitt, síðla hausts, kom Preutz liðsforingi með haglabyssu og hund nið- ur að húsunum. Hann var í óvenju- iega slæmu skapi. Allan daginn hafði hann gengið suður heiðar í leit að fugli, og hann hafði síður en svo haft heppn- ina með sér. Nokkrar byssulengdir frá gripahúsinu tók hundurinn að gelta og vildi slíta sig lausan. Og þar sem liðsforinginn var gramur, sleppti hann hundinum lausum. Hann tók þegar að ólmast eitt- hvað niðri við fjárhúsvegginn og þar hóf maður að slá frá sér með stafpriki. — Hættu þessu! Hver er þar, kallaði Preutz. Maðurinn þarna niðri var allt of önn- um kafinn við að halda hinu óða dýri frá sér til þess að geta svarað strax. Þá sá Preutz, að maðurinn var með skjóðu á bakinu. Jafnskjótt og Preutz iiðsforingi tók eftir þessu, varð hann frávita af reiði, lagði byssuna við kinn sér og skaut. Maðurinn féll, og hundur- inn kastaði sér yfir hann og tók að rífa jakka hans í tætlur. Skot liðsforingjans gerði það að verk- um, að fólkið á bænum kom á vett- vang, sló hundinn frá og reisti hinn meðvitundarlausa mann upp við vegg- inn. Meðal fólksins var Soffía. Hún hljóp til, starði beint inn í andlit mannsins og hrópaði: —- Bergsveinn! — Hvað? sagði liðsforinginn, — var ég virkilega svona heppinn? Síðan gekk hann inn, hengdi byssuna upp í forstofunni, kastaði töskunni út í horn og settist þunglega á bekk og fól andlitið í höndum sér. Hræðsla og angist heltók hann. Nú var mæl- irinn fullur. Áralöng gremja átti sem sagt að verða að ógæfu, sem gat haft erfiðar afleiðingar. . .. Hann, Preutz liðsforingi, sem svo oft hafði hætt lífi sínu fyrir fólk sitt og föðurland, varð kannski að lokum að verða böðlinum að bráð. Og sú, sem hafði leitt þessa óhamingju og leiðindi yfir hann var enginn önnur en hans elskaða barn, Soffía. Hann féll saman, — áralöng byrði fékk nú loks bugað hinn sterka og stolta mann. Preutz liðsforingi fékk nægan tíma til þess að yfirvega synd sína og sök um nóttina. Enginn hugsaði um hann, sem sat þarna á bekknum í myrkrinu, því að þessu sinni var það Bergsveinn Bille, sem naut allrar þeirrar þjónustu og umhyggju, sem fólkið á bænum gat látið í té. Drengur þaut af stað á sjálf- um reiðhesti liðsforingjans eftir lækni, og Soffía og tveir vinnumenn báru Berg- svein inn í brugghúsið. Hann var ekki látinn, og þegar hann lauk upp aug- unum og sá Soffíu, þá brosti hann, — en hann var náfölur og fann sárt til í hryggnum. Skottulæknirinn kom í morgunsárið, móður og másandi eftir þeysireið alla nóttina. Hann þuklaði Billann og fann nokkur högl í síðu hans, sem höfðu rif- ið upp nokkrar æðar, — hversu langt höglin höfðu farið í lungu hans og þarma var ekki hægt að segja með vissu. Eftir þrjá daga mundi það koma í Ijós. -—- En við skulum vona, sagði hann við jómfrú Soffíu, •—- að svona hraust- ur hermaður láti ekki skjóta sig með refahöglum! Hið fíngerða háð læknisins gerði það að verkum, að yfir andlit Soffíu færðist ljómandi bros. Aftur sá hún í hinum fagra spegli minninganna Bergsvein sem hermann, berfættan, sólbrenndan og með byssuna um öxl sér, ganga fast í takt við hina, — það var hann sem lá nú hér, — dálítið eldri, andlitsdrætt- irnir fastmótaðri og karlmannlegri var hann um brjóst og axlir. En læknirinn, sem einnig hafði verið í hernum, pakkaði niður hnífum sínum og töngum, sem voru til þess að taka kúlur úr sárum, og kom síðan auga á skjóðu Billans, sem einn af vinnumönn- unum hafði hengt upp. Hann tók upp hina þungu skjóðu, og horfði lengi á !hana, — hún var fleytifull af höglum. — Ef þú hefðir fengið öll þessi í skrokkinn á þér, værir þú ekki fimm aura virði, Bergsveinn Bille, sagði hann og lét skjóðuna falla á gólfið. — Þú getur svo sem vel haft rétt fyrir þér í því, svaraði Billinn. Honum fannst sem líðan sín væri ekki sem verst nú. — Þegiðu, asninn þinn, sagði lækn- irinn. — Ég banna þér að segja eitt einasta orð fyrr en þrír dagar eru liðnir og þú verður að liggja grafkyrr. Ef þú hefur innvortis sár, getur þér hæglega blætt út, skepnan þín. Hann notaði ennþá hið óheflaða orð- bragð frá vígvöllunum — og fólk mis- virti það ekki við hann. Hann hafði orð á sér fyrir að vera bæði duglegur og reyndur í list sinni og átti þess utan hjarta úr gulli. Það var aðeins 1 munn- inum, sem hann var slíkur ruddi. Bergsveini fannst heilsan fara batn- andi með hverjum tímanum, sem leið og hann gleymdi alveg að halda skipun læknisins um að þegja og liggja graf- kyrr, — ekki svo að skilja, að Soffía fengi hann til að tala of mikið. Þegar hún fór inn í brugghúsið til þess að heimsækja hann, stóð hún kyrr, hélt í hönd hans og starði á hann. Á þann hátt komst hún næst honum, — jafn- skjótt, sem þau reyndu að tala saman, opnaðist slíkt hyldýpi milli þeirra, að hrollur fór um hana og hún dró sig í hlé. Þá var ekki þarna sá Bergsveinn, sem hún hafði heitbundizt á skógarstígn- um sumarkveldið góða, heldur allt ann- ar og framandi maður. Orðin, sem hann sagði, voru orð framandi manns og hönd hans var einnig annars manns hönd. Hún sat tímum saman í herbergi sínu 60 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.