Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Page 63

Fálkinn - 13.12.1961, Page 63
bak við læstar dyrnar og hugleiddi þetta. Árin og ólík skilyrði höfðu hægt og markvisst fært þau fjær hvort öðru. Hún var sannfærð um það. Hin taum- lausa ástríða æskuástarinnar hafði horf- ið við endurfundina, þá þoldi 'hún ekki, — svo grunnt hafði hún rist og svo óraunveruleg hafði hún sem sagt ver- ið. Hefðu þau aldrei hitzt aftur, hefði hún orðið eilíf. Verra var þetta, já, þús- und sinnum verra en sú stund, er Berg- sveinn hafði kastað skjóðu á bak sér og haldið af stað til þess að strita og stríða fyrir hamingju þeirra. Þann dag grét hún einnig, en það var grátur, sem sótti tár í uppsprettulindir gleðinnar. . . . Og síðan hafði þessi góði drengur eytt svo mörgum beztu árum ævi sinn- ar til þess að eignast hana einhvern tíma, og með hverju árinu sem leið eignaðist 'hann hana minna og minna. Svo grátt höfðu örlögin leikið þau. Hún spratt á fætur. Nú kviknaði stjarna, fjarlæg en morgunbjört og fög- ur. í skini hennár sá hún stíg, bratt- an, grýttan og erfiðan yfirferðar, — en hann lá til Bergsveins. Hún vildi og varð að fara þangað, — tækist henni það, fyndi hún hann aftur. Hún varð að fara úr þeim klæðum, sem heyrðu stöðu henn- ar og stétt til, — þau dugðu ekki á þess- ari ferð — og fara í klæði skilnings- ríkrar og sannrar manneskju. Þau voru einflöd og gróf, glöddu ekki augað, en voru ósvikin og hrein og þoldu sól og regn og hvers konar veður. Og jómfrú Soffía gekk föstum og ákveðnum skrefum út úr herbergi sínu og inn í brugghúsið. Hugur hennar fyllt- ist kyrrð og öryggi, og hún þakkaði guði fyrir, að hann hafði vísað henni rétt- an veg. — Þekkirðu mig aftur, Bergsveinn? Þekkirðu mig í raun og veru aftur? sagði hún, þegar hún hafði sezt á rúm- stokkinn og tekið í hönd hans. Hann lá um stund og hugsaði sig um, áður en hann svaraði. — Þú veizt, að það er langt síðan síðast, sagði hann. Hún var hamingjusöm yfir þessu svari, jómfrú Soffía, þetta var ósvikið, hyggið svar. — Það er rétt hjá þér, sagði hún hægt. — Heldurðu ekki, að við komum til með að . . . Hún þagnaði og leitaði að orðunum . . . þekkjast vel, eins og áð- ur? — Við getum reynt það. En það verð- ur kannske erfiðast fyrir þig, Soffía. — Nei, það skaltu ekki segja. Hún strauk honum um kinnina, stóð á fætur og gekk aftur út. Ef til vill var leiðin ekki eins erfið yfirferðar og ekki eins löng og hún hafði haldið. Þeg- ar allt kom til alls, var ekki svo langt frá einni manneskju til annarrar, þar sem áður var lítill stígur á milli . . . Henni fannst hún þegar vera komin vel á veg. í lok þiáðja dags brá til hins verra með heilsu Billans. Hann var með óráði og tautaði eitthvað, sem ekkert vit var í. . . . Það var um silfur og stóra jörð, konungshöll með stórum sölum og mörg- um hestum og kúm. Læknirinn var kallaður, en hann gat ekkert sagt, nema að sterkur karl eins og Bersveinn Bille mundi komast yfir þetta. Soffía sat hjá Bergsveini dag og nótt, vék ekki frá rúmi hans, . . . og fyrst hún gerði það, þá elskaði hún hann enn, eða hvað? Já, hún spurði sjálfa sig þessarar spurningar oftar en einu sinni, hinn langa tíma þarna í brugghúsinu með gisnu veggjunum og ískalda steingólf- inu. Og sömu spurningar spurði þjón- ustufólkið hvert annað. Preutz liðsforingi sást ekki á bænum. Hann hafði sézt snemma um morgun- inn, daginn eftir hinn ógæfulega at- burð, rjúka af stað til skógar með byssu sína og hund. Trúlega hélt hann til í einliverjum af veiðikofum sínum og leitaði að fugli. Hinn eini, sem Soffía leyfði að koma inn til Bergsveins, var Jón Bönstu. Þess- ir tveir gömlu félagar úr hernum tók- ust í hendmur, og á hverjum degi sagði Jón: — Þú ert að hressast, Bergsveinn. Og hinn sjúki svaraði alltaf á sama hátt: — Þú veizt, að illgresið deyr ekki. Annars töluðu þeir ekki saman. Það var jómfrú Soffía, sem Jón talaði við, en alltaf þannig, að það gat verið til trausts og uppörfunar fyrir Bergsvein, sem hlustaði á. Kvöld nokkurt sagði Bergsveinn við • Jón: — Ætli það sé ekki bezt, að þú kaup- ir jörðina fyrir mig, Jón? — Hvað? sagði Soffía, — viltu, að Jón kaupi jörð fyrir þig? — Ég verð að hætta að flakka, og þá getur verið ágætt að eiga þak yfir höfuðið . . . því að það verður of kalt að vera úti árið um kring, sagði Berg- sveinn drýgindalega. — Hvaða jörð er það? Soffía var spennt. — Við vorum að hugsa um gamla sýslumannssetrið, sagði Jón Bönstu. — Nei, hvað segirðu? Það er stærsta jörðin í byggðarlaginu. Hefurðu efni á því? Gömlu vinirnir litu hvor á annan og þeir brostu, — það var bros sigurveg- arans, ekki þóttafullt og ekki hégóm- legt heldur, en dálítið birturt var það nú, — bros, sem var árangur af mæðu og erfiðleikum margra ára. Á heimleiðinni þetta kvöld mætti Jón Bönstu Preutz liðsforingja á túninu. Liðsforinginn leit út eins og fuglahræða, eftir margra daga dvöl í skóginum. — Getum við bráðum flutt hann héð- an, sagði liðsforinginn grimmdarlega og benti á brugghúsið. — Hann flytur sig bráðum sjálfur, býst ég við, svaraði Jón. — Og hvað ætlar hann svo að gera Sjá næstu blaðsíðu. NÆLON PR3ÓNASILKI

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.