Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Síða 64

Fálkinn - 13.12.1961, Síða 64
NYTSAMAR KAilLMANNASKÓR KYENSKÓR BARNASKÓR KULDASTÍGVÉL INIMISKÓR LARUS G. LUÐVIOSSOH SKÓVERZLUN — PÓSTHÓLF 1384. JÚLAGJAFIR af sér. Hann ætlar kannski að leggjast í flakk áfram? — Tja, sagði Jón og strauk yfirvarar- skeggið,. — Hann hefur víst ekki um margt annað að velja, Billinn. — Þarna geturðu séð, númer 108, sagði liðsforinginn, sem skyndilega mundi númer Jóns úr hernum. — Hafði ég ekki rétt fyrir mér — hvað — hvað? — Hm, ja, þér skuluð bara sjá til, sagði Jón, lagði þrjá fingur á húfuder- ið, kvaddi og gekk leiðar sinnar. í nokkra daga var liðsforinginn í öng- um sínum. Eitthvað hafði borizt hon- um til eyrna, sennilega tómur heila- spuni, en þetta barst manna á meðal. Billinn átti að hafa keypt sýslumnans- setrið. Sýslumannssetrið! Sýslumanns- setrið! Hann, umrenningurinn! Aldeilis ó'hugsandi! Kallað var á Soffíu og þessi nýju tíðindi borin undir hana með þrumandi raust. Hafði hún heyrt aðra eins ósvífni? —- Hvað? Hvað? Svaraðu, manneskja! — Þér verðið að spyrjast fyrir hjá sýfeluskrifaranum, faðir sæll. — Vitleysa! sagði Preutz. — Auðvit- að er þetta eintóm vitleysa. Klukkutíma síðar gaf liðsforinginn skipun um, að láta söðla hest sinn. Hann fékk. enga ró í sínum beinum, fyrr en hann hefði fengið þetta á hreinu, og það var bezt að vera ekki að fara neinar krókaleiðir til þess að fá fulla vitneskju um þetta. Hann var ekki lengi í burtu í þetta sinn, liðsforinginn. Orðrómurinn var staðfestur. Bergsveinn Bille hafði lagt peningana á borðið! ★ Rétt fyrir jólin, um sama leyti og Bíllinn var vanur að koma að Bönstu til þess að halda jólin hátíðleg með vini sínum, flutti jómfrú Soffía sem húsmóð- ir inn í gamla sýslumannssetrið. Preutz liðsforingi hafði sagt Billanum að fara til fjandans, þegar hann fyrir siðasakir bað um hönd dóttur hans. 62 FÁLKIN N Nánari afskipti af giftingunni hafði liðsforinginn ekki, og svo voru þau Sof- fía og Bergsveinn vígð í kyrrþey, til þess að skaprauna föður 'hennar ekki meir en nauðsynlegt var, fjórða sunnu- dag í aðventu eftir guðsþjónustu. Jón Bönstu og nokkrir aðrir, sem höfðu verið með brúðgumanum á víg- vellinum, voru svaramenn, — þeir voru í gömlu einkennisbúningunum sínum, en búningur Bergsveins var of ræfils- legur til þess að hann gæti verið í hon- um sem brúðgumi. Soffía og Bergsveinn bjuggu góðan mannsaldur sem húsbændur í sýslu- mannsbústaðnum, — þau lifðu hinu friðsæla lífi bóndans. Með árunum samdi Soffía sig æ meir að siðum þeirrar stétt- ar, sem hún hafði gifzt í, og hún þakk- aði guði fyrir það hlutskipti, sem 'henni hafði verið ætlað í þessu jarðlífi. Það var áreiðanlega það bezta, sem gat hent- að henni. Bergsveinn Bille fékk smátt og smátt nafninu sínu breytt úr Billinn og í Bill í sýslumannsbústaðnum. Það var mikill heiður fyrir mann, sem árum saman hafði flakkað bæ frá bæ. Hann var kyrrlátur maður, sem vann sín daglegu störf og sóttist ekki eftir hrósi. Hann hafði sett sér takmark, og því hafði hann náð. Stórt var það í hans vitund. Og takmarkið var að eignast Soffíu. Preutz liðsforingi átti erfitt með að sætta sig við, að einkadóttir hans skyldi hafa tekið niður fyrir sig. Hulunni varð aldrei svipt frá augum hans . . . (Lauslega þýtt). Erfiðustu jólin Frh. af bls. 27 börnum mínum og ástvinum. Það þakka ég vitanlega forsjóninni, sem hefur gef- ið mínum nánustu góða heilsu öll jólin, sem ég hef lifað. En góð heilsa er undir- staða allrar jólagleði. Þá var mér það gleðiefni, þegar ég var þulur, að flytja allar hinar hlýju jólakveðjur á aðfanga- dagskvöld, þessar kveðjur til vina og vandamanna frá ástvinum í fjarlægð. Þá flutti ég einnig jólaóskir til Grænlands frá ástvinum í Danmörku, en þá voru kveðjurnar fluttar yfir íslenzka ríkis- útvarpið til vandamanna í Grænlandi. -— Mér finnst hryggilegt, að jólin eru orðin hjá mörgum einn vöruskiptamark- aður, en það er alls ekki hinn uppruna- legi tilgangur með jólunum. Ég minnist í því sambandi þessarar vísu: Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta kerti og spil. En því skyldu ekki kerti og spil og smá vinargjafir til þess að minnast vina og ættingja vera nægileg og eftirminnileg gjöf, því að er nokkuð elskulegra, en að kunningjarnir sýni það í verki að hugurinn leitar til þeirra, sem þeim eru kærir? Og ættu því „kerti og spil“ að ná þar sama tilgangi og dýr- indisgjafir, sem fólk er mjög lengi að greiða. Að mínum dómi gefur fólk sér ekki nægilegan tíma til þess að hlýða á jólaguðspjallið, en á því byggjast jól- in og skýrir það tilgang hátíðarinnar. — Við þökkuðum frú Ragnheiði fyrir frásögnina og væntum þess um leið og við héldum á braut, að hér eftir eigi all- ir gleðileg jól í vændum. Jólainnkaup Bara hringja svo kemur það Wismdi,

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.