Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Side 66

Fálkinn - 13.12.1961, Side 66
Hrútsmerkiö (21. marz—20. apríl). Þetta verður hagstæð vika. Yður verður hampað mik- ið á vinnustað, hrósað fyrir skerf yðar til fyrirtækis- ins, og ef þér kunnið að notfæra yður þetta tækifæri, getið þér fest. yður í sessi til langframa. Ungt fólk mun eiga hátíðlega og ánægjulega helgi. Nautsmerkið (21. apríl—20. maí). Þér hafið eflaust veitt því eftirtekt, að eitthvað lá i loftinu, og í þessari viku rennur upp fyrir yður, hvað það var. Þér fáið verðskulduð laun fyrir starf, sem þér hafið innt vel og samvizkusamlega af hendi. Tvíburamerkið (21. maí—20. júní). í þessari viku gerist dálítið, sem leggur grundvöll að nýju tímabili í ævi yðar. Það kemur ró og regla á sitt- hvað, sem áður var á ringulreið og í öryggisleysi. — Minniháttar stríð við fjölskylduna leiðir gott af sér. Krabbamcrkið (21. júní—20. júlí). í þessari viku auðnast yður að taka yður hvíld frá störfum og hugsa um sjálfan yður og hugðarefni yðar. Sumir fæddir undir þessu merki fá heimsókn vinar úr öðru héraði eða jafnvel öðru landi. Þér fáið skemmti- legt bréf með póstinum. Ljónsmerkið (21. júlí—21. ágúst). Vikan verður sérstaklega góð og hamingjurík. Marg- ir foreldrar fá ástæðu til að vera stoltir af börnum sín- um og magt ungt fólk finnur hvort. annað eftir stutt kynni. Skapið verður sérlega gott af þessum sökum. Jómfrúarmerkið (22. ágúst—22. september). Vikan verður erfið fyrstu dagana og þér megið reikna með skakkaföllum bæði í einkalífi og á vinnu- stað. Milli elskenda hleypur snurða á þráðinn, en í viku- lokin verður það allt löngu gleymt og fyrirgefið. Vogarskálarmerkið (23. sept.—22. okt.). Vikan verður kyrrlát og ekki sérstaklega spennandi. Það ríður á að vinna starf sitt vel af hendi og færa sér í nyt þau tækifæri, sem bjóðast. Það verður mikið um að vera hjá ungu fólki, ný og glæsileg tíðindi á sviði ástamálanna. Sporðdrekamerkið (23. okt.—22. nóv.). Þér hafið haft. þungar áhyggjur og stórar að undan- förnu, en þér skuluð hætta að fárast yfir því, sem ekki verður breytt. Leitið heldur félagsskapar vina og kunn- ingja og þá munu áhyggjurnar hverfa af sjálfu sér. Bogmannsmerkið (23. nóóv.—20. des.). Það reynir á taugarnar í þessari viku, en ef þér takið því sem að höndum ber með rósemi og stillingu, þá mun allt fara vel að lokum. Látið ekki gagnrýni annarra gera yður gramt í geði. Það er fróðlegt að heyra álit. annarra, en það þarf ekki að vera einhlítt. Steingeitarmerlcið (21. des.—19. jan.). Nokkur vandamál steðja að yður í þessari viku og þér þurfið að leita yður aðstoðar hjá öðrum til þess að leysa sum þeirra. Verið sérstaklega varkár í peninga- málum. Þessi vika er ekki heppileg til þess að hætta á neitt. Vatnsbera merkið (20. janúar—18. febrúar). Reyniö að taka lífinu á léttan og skemmtilegan hátt, en ekki einblína stöðugt á dökku hliðarnar. Það er eng- in ást-æða til að óttast stöðugt það sem gæti gerzt. Bezt að bíða rólegur og sjá til að njóta lífsins á meðan. Fiskamerkið (19. febr.—20. marz). í þessari viku neyðist þér til að taka mjög mikilvæga ákvörðun og þér hafið sáralítinn tíma til þess að hugsa yður um. En eftir stjörnunum að dæma munuð þér gera rétt. Vinur yðar vill stofna með yður nýtt fyrir- tæki. Varizt að gera það. FÁLKINN MODEL LIDO * NÝ TASKA ÚR NÝJU EFNI: SCION EINNIG LAKK LEÐURVÖRUR Kaupmenn Kaupfélög — Iðnrekendur PRENTUM: Frumbækur, nótur, reikninga, bréfsefni, vinnu- lista, klukkukort, merkimiða, umbúðir allsk., vísitkort, þakk- arkort, umslög, kvittanir, auglýsingar, vinnureikninga, fundar- boð, pöntunarlista, beiðnir, spjaldskrár, kaupsamninga, happ- drættismiða, afsöl, skírteini, boðskort, aðgöngumiða, hlutabréf, skuldabréf og fjölmargt fleira eftir óskum yðar og þörfum. — Erum vel birgir af pappír og umslögum af öllum stærðum og gerðum. Öllum fyrirspurnum fúslega svarað. Komið, símið eða skrifið. 64 Sími 19443. Ingólfsstræti 9.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.