Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 4
Fernandel, hinn franski, á hér eins og annars staðar marga aðdá- endur. En nú hefur hann fengið skæðan keppinaut, sem er enginn annar en sonur hans. Sá er rúmlega tvítugur og heitir Frank. Munu þeir feðgar leika saman með pompi og pragt í kvikmynd, sem tekin var á ítalíu. Mynd þessi á að verða í gömlum stíl og til að hressa upp á hana, verður Gino Cervi einn leikarinn. En eins og kunnugt er, var það hann sem lék á móti Fernandel í gömlu, góðu Don Camillo myndunum. Auðvitað verður í þessari mynd ung og falleg stúlka, sem leikur sér að feðgunum. Hún ber nafnið, Serena Vergano. legum Nú þegar farið er að skyggja verður rómantíkin meiri og elskhugar taka sínar ástmeyjar á hné sér og kyssa og kjassa. Karlmannshné er algengt meyj- arsæti hér, en því er ekki þannig farið víða erlendis. í Nýja Englandi í Bandaríkjunum eru í gildi lög, þar sem segir að refsa megi konu fyrir að sitja á svo syndsamlegum stað. í Massachusettes er meira að segja giftum konum bannað að sitja í kjöltu manns síns, ef þær gera það utan heimilis eða á sunnudögum. Á þetta mál er litið mjög alvar- augum þar vestra og ef ungur maður verður uppvís að því að stúlka situr á hnjám hans, má sekta hann um 500 kr. í fyrsta skipti, sem það kemur fyrir, 1000 kr. í annað skipti og ef það kemur fyrir í þriðja skipti, eru bæði pilturinn og stúlkan sett í fangelsi. Bandarískur dómari gaf ungum manni það ráð, að í næsta skipti, sem hann færi út með stúlkunni sinni, skyldi hann hafa með sér púða og leggja hann á hné sér, þegar hún vildi setjast á hnén a honum. Þá mundi hún örugglega verða svo móðguð, að hún þakkaði fyrir gott boð, og þá hefði hanr. staðizt freistinguna. Eyðimerkurbúar eru oft þyrstir og tíðum er langt í vin, þar sem hægt er að ná í vatn. En á eyðimörkunum sjálfum lifa nokkur skordýr, sem geta sogað í sig vatn rétt eins og kaktusar og geymt það. Á eyðimörkum Ástralíu lifir skordýr eitt, sem nefnt er Chiroleptes. Ef það er lagt í vatnsglas, verður það alveg eins og lítill bolti. Dýrið sýgur vatnið nefnilega í gegnum húðina, og geymir í lítilli blöðru. Frumbyggjar Ástralíu þekkja vel leyndardóm þessa dýrs og þeir hika ekki við að kreista úr því vatnið, ef þeir eru þyrstir. 4 Saga þessi verður- ef til vill til hugg- unar þeim, sem hafa fengizt við leiklist en hingað til mis • tekizt. Sir Alec Guiness brást líka bogalistin, þegar hann kom fyrst fram á leiksviðið, en þá var hann ekki nema 10 ára gamall og átti þá að leika í leikriti í skólanum. Alec var ekki sam- ur maður eftir þetta áfall og hann lét ekki sjá sig á leik- sviði í heilt ár á eftir. Þegar hann hafði lokið skólagöngu, reyndi hann að vinna á auglýs- ingaskrifstofu, þar sem hann reit slagorð fyrir engiferöli, um hatta og meðul. En hann dreymdi enn að vera leikari og heimsótti því John Gielgud og það leiddi til þess, að hann varð nemandi í leikskóla. Fyrsta hlutverkið sem hann lék var í melodramatísku stykki; hann lék kínverskan þjón í fyrsta þætti, franskan sjóræningja í öðrum, og enskan sjó- mann í þriðja þaétti. — Sir Alec Guiness var lengi að verða frægur, en frægð hans stendur á föstum fótum. Núna nýlega var lokið við 22. mynd hans, A majority of one. Þar leikur hann japanskan verzlunarmann, sem lendir á ferðalagi með „Brooklyn-ekkjunni“ Rosalind Russell. Bíða menn nú í ofvæni eftir að sjá myndina. ★ Þó þér kannizt ekki við manninn á myndinni, er það áreiðanlegt, að móð- ir yðar eða amma hafa dáð þennan mann. Hann heitir Charles Boyer og lék oftast í þöglu myndunum. Hann hefur nú ákveðið að halda vinnunni við kvikmyndirnar áfram — að þessu sinni á bak við tjöld in. Hann hefur ný- lega keypt stærsta hlutann í brezk- bandarísku kvikmyndafélagi, sem ætlar að gera 30 stuttar kvikmyndir fyrir sjónvarpið. Boyer hefur alveg hætt að leika og myndin hér er tekin af honum, þegar verið var að taka upp mynd á frönsku Miðjarðarhafs- ströndinni. ★ Kona nokkur réðist eitt sinn á Dr. Johnson hinn fræga orðabókarhöfund og sagði: „Þér setjið klúryrði í orðabók yðar“. „Frú mín góð,“ svaraði Dr. Johnson, „voruð þér að fletta þeim upp?“ FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.