Fálkinn - 24.10.1962, Side 8
Síminn hringir, einu sinni, tvisvar,
þrisvar, og maðurinn byltir sér í rúm-
inu, teygir úr sér í svefnrofunum, heyr-
ir hringingarnar halda áfram með
reglubundnum hætti, skreiðist fram úr
rúminu, staulast syfjulega að símanum
og svarar svefndrukkinni röddu: Halló!
Allt í einu er hann glaðvaknaður og
hann spyr kannski: Er það alvarlegt?
Allt í lagi, ég kem.
Ef þú, lesandi góður, værir á ferð
nærri flugvellinum um það bil tuttugu
mínútum síðar, mundir þú sjá nokkra
bíla á fleygiferð eftir Flugvallarvegi í
átt að Miklatorgi, og þú gætir kannski
lesið stóra gula stafi á svörtum grunni
á hlið bílanna: FLUGBJÖRGUNAR-
SVEITIN, og þá getur þú þér til um
erindið. Það er hafin leit. Skipulögð
leit sérþjálfaðra manna, ekki endilega
að flugvél. Það getur eins verið maður
eða menn, sem einhverra hluta vegna
er óttast um. Það gæti eins verið þú
sjálfur.
Það kom berlega í Ijós á árinu 1950,
að þörf var sveit vaskra séi'þjálfaðra
manna til leitar björgunar og aðstoðar,
ef flugslys bæri að höndum. Og ekki að-
eins flugslys, því þessi sérþjálfun gat
við ýmis atvik komið að miklu gagni.
Það var til að bæta úr þessari þörf,
að um tuttugu menn komu saman hér
í Reykjavík og ákváðu að stofna félag,
sem heita skyldi Flugbjörgunarsveitin.
Þetta var 20. nóvember 1950. Tilgang
sveitarinnar getur að líta í annarri
grein félagslaganna, en hún er svo
hljóðandi: „Markmið félagsins er fyrst
og fremst að aðstoða við björgun manna
úr flugslysum og að leita að flugvélum,
er týnzt hafa. í öðru lagi að hjálpa, þeg-
ar aðstoðar er beðið og talið er, að sér-
þekking og tækni félagsins geti komið
að gagni.“
Langa myndin hér til hliðar sýnir okkur klifuræfingu hjá Flugbjörgunarsveit-
inni og hér að neðan er einn flokkur sveitarinnar á leið á æfingu. Stóra mynd-
in á síðunni hér á móti: Æfingaganga á Eyjafjallajöldi.