Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 31

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 31
boðavinna er rekstur hennar kostnað- arsamur. Sveitin nýtur styrks frá ríki og bæ og flugfélögin hafa veitt henni margvíslega aðstoð á mörgum sviðum. Þá hefur björgunardeild hersins á Kefla- víkurflugvelli veitt margháttaða að- stoð, gefið tæki og útbúnað og styrkt hana á ýmsa lund. Það hefur á undanförnum árum ver- ið föst venja að fara eina ferð á ári austur á Fimmvörðuháls til æfinga. í sumar, laugardag fyrir hvítasunnu, þegar sveitin var að fara austur, kom sérkennilegt atvik fyrir. Þegar bílarn- ir komu upp á Sandskeið voru þeir stöðvaðir og sagt að sviffluga hefði ver- ið að hverfa vestan til við Vífilfell og óttast væri, að eitthvað hefði komið fyrir. Sveitin brá þegar skjótt við, fór út af þjóðveginum og ók sem skjótast á þann stað, sem vélin var. Það stóð heima, að þegar flugmaðurinn var að stíga út úr vélinni var flugbjörgunar- sveitin komin á vettvang. Ekkert alvar- legt hafði komið fyrir og allt var í lagi, menn brostu og sveitin hélt áfram aust- ur. Þarna höfðu ekki liðið tuttugu mín- útur frá því að sveitinni var gert við- vart og þar til hún var komin á stað- inn! Or. MaríiBinenn Framhald af bls. 15. mundi lækka. og um hádegi mundi hún verða fær. Það fór nú svo, að yfir kom- umst við ekki fyrr en klukkan sex og skyldi nú haldið rakleiðis í Jökuldali. Veður var ekki sem hagstæðast, mjög kalt og snjókoma af og til. Þegar komið var í áningarstað snemma nætur var hvít jörð og heldur kaldranalegt að tjalda. Daginn eftir var gengið á Túna- fellsjökul. Fimmtudagsmorgun var svo gengið Vonarskarð og bílarnir óku yfir jökulinn. Þá næstu nótt var tjaldað við rætur Dyngjujökuls á vikursandi eftir að ökladjúpum snjó hafði verið rutt til. Þaðan var haldið næsta morgun að Öskju. Veður var heldur vásamt, snjó- koma og frost en engu að síður gengið að Öskjuvatni þótt lítið væri hægt að sjá þar sem skyggni var afar lélegt. Voru menn heldur hraktir eftir þessa göngu og fegnir að komast úr vosbúð- inni. Köld var nóttin og lítið um svefn en haldið í bíti næsta morgun í Herðu- breiðarlindir og höfð þær tveggja nátta viðstaða. Úr Lindum var haldið í Vagla- skóg og gist eina nótt. Þar var málað á stórt spjald Maríumenn sem síðan var fest framan á bílinn og ekið til höfuð- staðar Norðurlands sem þá var aðeins 97 ára gamall. Þar var höfð smá við- staða en síðan haldið í Varmahlíð, er var síðasti náttstaður áður en ekið var í bæinn. Eftir þessa ferð var svo Skemmti- og ferðaklúbburinn Maríumenn formlega stofnaður með tilheyrandi stjórn og nefndum. Stofnendur voru um sextíu og talsverðu félagsstarfi haldið uppi, skemmtikvöld einu sinni í mánuði og Góugleði og eitt blað var gefið út. Þá var talsvert um skíðaferðir og íþrótta- hús leigt einn tíma í viku og þá iðkuð knattspyrna. Næsta ár var mikið um ferðalög og aðra starfsemi. Páskaferð í Borgar- fjörð og þá m. a. gengið á Baulu. Hvita- sunnuferðin var austur undir Eyjafjöll og skyldi Eyjafjallajökull sigraður, en það tókst því miður ekki þar sem þoka hamlaði uppgöngu. Sumarleyfisferðin þetta ár var ákveð- in norður Kjöl og farin í júlí með um tuttugu þátttakendum. Fyrsti áfanginn var að Geysi og þar gist eina nótt en næsta dag haldið að Hagavatni. Þar voru fyrir fjórir Englendingar og þeir matarlausir að mestu. Voru þeir teknir Kæri Astró. Mig langar mikið til að vita framtíð mína. Er fædd kl. 3 að nóttu (fæðingardegi og ári sleppt samkv. ósk). Eg er mikið hneigð fyrir flestar tegundir lista, einkum þó tón- list og málaralist. Einnig er ég gefin fyirr ferðalög og yfir- leitt alla tilbreytingu, er dá- lítið laus í rásinni og hef mörg áhugamál í einu. Skapstór er ég, en reyni að dylja það sem bezt, svo á ég til að fá þung- lyndisköst, en er þó yfirleitt mjög bjartsýn á lífið og til- veruna. Ég hef aldrei orðið alvar- lega ástfangin og hef ekki fundið þann „eina rétta“ enn- þá. Segðu mér eitthvað um ástamálin, hvað ég á mörg böi’n (ég hef mikið yndi af börnum) og hvort ég verði hamingjusöm í hjónabandi. Og hvernig verður heilsan, hefur verið allgóð hingað til. Ég hef áhuga fyrir öllu dul- rænu. Ég treysti þér til að svara bréfi mínu. Eygló G. Svar til Eyglóar: Þú fæddist þegar sól var 8° í merki bogmannsins. Máninn var 3° í merki Steingeitarinn- ar. Bæði eru í þriðja húsi. Hið rísandi merki er 10° Vog eða það merki, sem var á aust- urhimni þegar þú fæddist. Staða Sólar og Mána í þriðja húsi gefa þér einkenni Tví- buramerkisins að nokkru leyti. Þú hefur því gaman af bókalestri, námi, stuttum ferðalögum, vel fallin til sölustarfa.....Hins vegar er helzti Ijóður merkisins sá að þú átt nokkuð erfitt með að taka ákvarðanir, sérstaklega þegar um tvennt er að velja, því þú átt erfitt með að átta þig á hvað er mestum kostum búið. Hins vegar ættirðu að vera talsvert fljót að skilja hlutina. Máninn í Steingeit- inni veldur því venjulega að fólk giftist seint, sakir þess að það hefur svo mikla metn- aðargirni til að skapa sér nafn í umheiminum og skapa sér álit. Aðstaðan til ástamálanna er því nokkuð köld og þrátt fyrir að fólk með þessa af- stöðu giftist einhverntíma, þá slítur það sig ekki frá ævi- starfinu og starfar áfram út á við. í þessu tilliti er nauð- synlegt að varast of mikinn kulda í hjónabandinu og ást- arlífinu, þegar erfiðlega geng- ur í starfinu, því svo ein- kennilega vill til að geðsmun- irnir eru mjög háðir því hvernig gengur í því hjá þér. Ég mundi álíta að hjónaband væri líklegast þegar þú ert 25 ára að aldri þar eð Máni og Sól verða þá í sam- stöðu í stjörnukorti þínu. Að öllum líkur verður það maður, sem fæddur er undir merki Hrútsins, eða á tímabilinu 21. marz til 20. apríl. Merki Sporðdrekans á geisla annars húss bendir til að þér sé kleyft að vinna sérstaklega lengi og stíft til að afla þér fjár, og með talsverðri við- leitni bendir allt til að þú get- ir orðið vel efnum búin, hvort sem þú vinnur fyrir sjálfa þig eða í þágu annarra. Þér er einnig nauðsynlegt að hafa gætur á eyðslu og útgjöldum því þú hefur tilhneigingu til eyðslusemi og ef þú hefur ekki stjórn á þessu muntu alltaf hafa tilhneigingu til að taka á þig greiðsluskilmála í sambandi við kaup á ýmsu því, sem hugurinn girnist, en það gæti hins vegar valdið þér vandræðum begar illa stæði á. Bezta tímabilið á ári hverju í fjármálunum er 24. okt. til 22. nóv. Þá er einna hentug- ast fyrir þig að hefja þau verkefni, eða fjárfestingar, sem hugur þinn stendur mest til. Ástamálin eru hins vegar undir beztum afstöðum frá 14. febr. til 11. marz ár hvert því þá gengur sól í gegn um fimmta geira stjörnukorts þíns. ☆ ★ * FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.