Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 15

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 15
tagi starfa. Við heimsóttum formanr Maríumanna, Þorstein Magnússon. Þar voru einnig saman komnir nokkrir fleiri félagar, sem sögðu okkur frá öll- um þeim ferðum, sem farnar hafa ver- ið og ýmsu öðru varðandi starfsemina. Tildrögin að stofnun þessa klúbbs voru þau að um hvítasunnuna 1958 fór tólf manna hópur vestur á Snæfellsnes. Ætlunin var að ganga á jökulinn en þar sem rigning og þoka hömluðu uppgöngu allan tímann varð ekki að þeirri fyrir- ætlan. En þrátt fyrir leiðinlegt veður heppnaðist ferðin það vel að ákveðið var að fara aðra síðar. Sú ferð var farin í Landmannalaugar í júlí sama ár, en þá voru þátttakendur orðnir 24. Um verzl- unarmannahelgina fóru 36 með klúbbn- um í Þórsmörk. Næsta ár fóru 44 á Snæfellsnes um hvítasunnuna og nú hamlaði veður ekki uppgöngu. Allur hópurinn, fjörutíu og fjórir, gengu upp. Nú var hafizt handa að skipu- leggja sumarleyfisferð norður Sprengi- ' sand, farartæki fengið og ferðin undir- búin í smáatriðum. En áður en sú ferð væri farin var farið í aðra í Þórsmörk um verzlunarmannahelgina og voru þátttakendur um sjötíu. Fimmtudaginn 9. ágúst 1959 var svo lagt af stað í Sprengisandsferðina. Far- kostur var sem áður er sagt gamall Bedfordbíll rauður að lit er í skírninni hafði hlotið nafnið Soffía. Fyrsti áfanga- staðurinn var Landmannalaugar. Þar var dvalizt til sunnudags, en þá haldið í Veiðivötn. Guðmundur Jónasson, hinn kunni fjallabílstjóri, hafði daginn áður komið með hóp fjörutíu Dana, sem einnig ætlaði norður Sprengisand, svo það var ákveðið að verða samferða. Frá Veiðivötnum var svo farið á mánudags- morgun og skyldi haldið í Jökuldali undir Túnafellsjökli, en þegar komið var að Köldukvísl reyndist hún ófær. Tjöldunum var nú slegið þarna upp á grastónni. Sextán manna topptjaldi og tveim öðrum minni, sem notuð voru undir farangur. Matur var eldaður og etinn í bílnum, en þar hafði v'erið útbú- ið sérstakt borð í því augnamiði og kom- ið upp kósangastækjum. Þar sem ekki var mjög áliðið dags og ekkert að gera nema bíða eftir að sjatnaði í ánni, var tekið það ráð að skora á Danina í knatt- spyrnukeppni. Ruddur var völlur og grjót sett upp sem horn og marksteng- ur. Þar sem Maríumenn höfðu ekki á að skipa fleiri en níu karlmönnum og eng- in kvenmanna reyndist fáanleg til að spila, var samþykkt að hafa ekki fleiri í liði en níu. Sjálfsagt hefur, verið háð- ► ur glæsilegri knattspyrnuleikur á landi hér, en þar sem það er siður að afsaka sig með einhverju er rétt að taka það fram, að leikurinn var háður við mjög erfið skilyrði. Maríumenn unnu með 5 mörkum gegn 1. Þeir skoruðu öll mörkin. Það var gengið snemma til náða því fótaferðatími var ákveðinn kl. sjö morguninn eftir. Morguninn eftir hafði lítið sjatnað í ánni, en spakir menn töldu, að enn Framhald á bls. 31. Maríumenn við Geysi. Týrólahattar voru einkenni beirra í þessari ferð. 15 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.