Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 16
ÞaS fór hrollur um bókarann. Hann stóð upp og hélt áfram að skálma fram og aftur um gólfið. Ef hann játar ekki, verður ekkert sannað, hugsaði hann. Hann sá skrifstofustjórann ljós- lifandi fyrir sér: Hann gefur spil. Hann er með vindling í öðru munnvikinu og hitt aftur vegna reyksins. Á hægn hendi hans ljómar stór hrmgur. Hræðsla greip bókarann. Hann hafði tekið við peningunum af fyllsta kæruleysi. Hann hafði ekki einu sinni talið þá, -— í hvorugt skiptið. Þess vegna kvaldi samvizkubitið hann. Þess vegna gat hann ekki fynrgefið sjálfum sér . . . Á heimili Tijunelis bókara ríkti kvíði og óvissa. Fyrir nokkrum klukkustund- um hafði borizt þangað ógnþrungin fregn: Það hafði kviknað í skrifstof- unni, sem Tiljunelis vann á. Þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði eld- urinn eyðilagt mikið af bókum og skjöl- um. Að sögn sjónarvotta kom eldurinn upp í stórum sal, þar sem skjöl og bæk- ur lágu í hrúgu. Hin fyrsta sem tilkynnti fjölskyld- unni brunann var nágrannakonan, frú Sugintine. Svo illa vildi til, að bók- arinn var ekki við. Frúin og móðir hennar, sem voru heima urðu orðlaus- ar af undrun. Þegar nágrannakonan hafði sagt fréttina og endurtekið hana nokkrum sinnum athugaði hún með illa dulinni forvitni og tvíræðu augnaráði nýju húsgögnin í íbúðinni. Augu henn- ar staðnæmdust við nýtízkulegan skáp og af svip hennar mátti ráða: Aha, nú skil ég allt. Síðan kvaddi hún og fór. í augum frúarinnar og móður hennar speglaðist kvíði og órói. Þær sátu hreyfingarlausar og horfðu hvor á aðra. Þær voru ekki enn farnar að gera sér grein fyrir ýmsum hliðum þessarar fréttar. Eitt atvik gerði þær sérstaklega órólegar: Fyrir nokkrum vikum hafði Tjiunelis lagt í kjöltu konu sinnar þrjátíu þúsundir, sem hann hældi sér af að hafa unnið í happdrætti. Allt kvöldið léku þær báðar, hún og móðir hennar á als oddi og gerðu sér gullnar vonir um framtíðina. En Adam var ekki lengi í Paradís. Síð- ar um kvöldið upplýsi Tijunelis hlæj- andi, að hann hefði verið að gera að 16 FÁLKINN gamni sínu. Þetta voru peningar fyrir- tækisins og hann ætti að láta þá í kass ann strax morguninn eftir. Á þessum tíma gegndi Tijunels störfum skrifstofu- stjórans, sem var í sumarleyfi, og hafði því aðgang að kassanum. En nokkrum dögum fyrir brunann kom skrifstofu- stjórinn, Klupsas, aftur að borði sínu. Bókarinn, sem allt árið kom reglu- lega heim ekki seinna en klukkan tíu, lét nú allt í einu ekki sjá sig. Konurnar, sem biðu eftir honum með óþreyju, höfðu fyrir löngu gleymt kvöldmatnum og hannyrðunum. Þær sátu andvarandi og hlustuðu gegnum regnið eftir kunnuglegu fótataki í stig- anum. Þær andvörpuðu þungt og lengi og ímynduðu sér stöðugt hræðilegri at- burði: Þeim fór að finnast sem allt sem þær handléku væri keypt fyrir stolna peninga. Þegar þær voru orðnar úrkula vonar um, að Tijunelis kæmi heim, og þar sem þær reiknuðu nú fastlega með, að eitthvað illt hefði hent hann, tóku þær að bjarga því sem bjargað varð. Fyrst drösluðu þær upp á háaloftið útvarps- tæki, nýrri ryksugu og ýmsum öðrum hlutum er þau höfðu eignast upp á síð- kastið. Með tárin í augunum endurtóku þær í sífellu: — Nei, hann hefur ekki gert það.....Ó, guð, hvað það er hræðilegt. Þannig voru þær farnar að bisa við hægindastólinn, þegar bókarinn birtist í dyrunum. Hann kom ekki inn eins og venjulega, heldur staðnæmdist fyrir innan þröskuldinn. Andlit hans, sem orðið var fölt og horað, lýsti miklum áhyggjum og þreytu. — Hvað gengur eiginlega hér á, spurði Tijunelis með lágri og skipandi rödd heimilisharðstjórans án þess að taka hendur úr gegnblautum vösum frakkans. Tengdamóðirin og konan horfðu ringl- aðar hver á aðra. — Við héldum, að þú hefðir verið tekinn fastur. Hefurðu ekki heyrt, hvað hefur komið fyrir, spurði konan veikri og skelfdri röddu og féll aftur á bak í hægindastólinn. Kinnar bókarans féllu saman og enn- ið hrukkaðist. Hann dró hendurnar úr vösunum, pataði út í loftið og æpti: — Vitfirringar. Fyrir hvað átti að taka mig? Eruð þið gengnar af vitinu? hrópaði Tijunelis og kom inn í herberg- ið og litaðist um: ■— Hvar er útvarpið? Tengdamóðirin gekk aftur á bak inn í annað herbergið. Þessi ómenntaða kona, sem lifði á náðarbrauði tengda- sonarins, hafði enga þá eiginleika til að bera, sem gera tengdamæður fræg- ar í gamansögum. Meðan á rifrildinu stóð, fór hún niðurlút inn í hornið sitt eins og vandalaus manneskja. — Við ætluðum .... ef þeir gerðu rannsókn hjá þér, útskýrði konan og fór að gráta. — Hvaða rannsókn? Hver hefur rétt til að framkvæma rannsókn? Er ég þjófur eða hvern fjandann á þetta að þýða? Hendur Tijunelis voru á sífelldri hreyfingu í vasana og úr þeim. Hnút- urinn í bindinu hans var kominn niður

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.