Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 13

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 13
mm skyldi ætla, að einstaka sinnum hafi hún neyðst til að hafa samband við aðra. Jeppesen greip símann. — Við ætt- um að ganga úr skugga um, hvort frú Poulsen hefur átt nokkur viðskipti við Bovense, sagði hann. Svarið var nei. Gullsmiðurinn kvaðst ekki muna til að hann hafi nokkru sinni átt viðskipti við frú Ingeline Poul- sen, að minnsta kosti kannaðist hann hvorki við nafnið né heimilisfangið. Jeppesen skellti á. — Þú sagðir, að frú Poulsen hefði látizt skyndilega af vöidum byltu. Hvernig vildi það til? — Húseigandinn vissi ekkert um það, annað en að hún fannst látin í eldhúsinu. Hún virtist hafa fallið niður af eldhús- borðinu. Sennilegasta skýringin var talin, að hún hefði klifrað upp á borðið til að laga gluggatjöldin, en eldhús- glugginn er fremur hár. Þar sem hún bjó ein og þekkti fáa, liðu nokkrir dag- ar áður en hún fannst. — Það hefur ekki verið leitað til lög- reglunnar viðvíkjandi dauða hennar? Flindt hristi höfuðið. — Því miður fannst engum nauðsyn bera til þess. Ef til vill hefðum við þá getað séð ein- hver verksummerki um þjófnaðinn. — Það er nú mergurinn málsins, sagði Jeppesen og kinkaði kolli. — Við erum fimm árum of seint á ferðinni, og búið að rífa húsið. Málinu miðaði ekkert áfram. Nokkr- um dögum síðar áttu Flindt og Jeppe- sen tal saman. — Gömlu skýrslurnar um málið eru þýðingarlausar, sagði Flindt. — Þó var allt þrautrannsakað þá. Það eina sem við vitum núna, er hvar og hjá hverjum þýfið var geymt. En það skal enginn fá mig til að trúa því, að frú Poulsen gamla hafi verið innbrots- þjófur. Jeppesen hristi höfuðið. — Ég trúi því heldur ekki, að innbrotið hafi ver- ið framið af gamalli og heilsuveilli konu. Okkur vantar hlekki í keðjuna. Við höfum aðeins upphafið og endir- inn, það er að segja Bovense gullsmið og frú Poulsen . . . — Já, og allt þetta heiðarlega fólk, svaraði Flindt og brosti. — En svona er það alltaf, allt þetta fólk, sem við höfum ekki minnsta á- huga á, þyrpist að okkur, meðan sá eini, sem við verðum að finna, lætur bíða eftir sér. —• Já, í þessu er starf okkar fólgið. Við skulum enn einu sinni reifa málið: Fyrir fimm árum, tilkynnti Karl Bov- ense gullsmiður, að brotizt hefði ver- ið inn í verzlun sína. Hann samdi skrá yfir þá hluti, er stolið var. Við fund- um aldrei þjófinn, og tryggingarfélagið bætti honum skaðann. Við niðurrif gamals og virðulegs húss, finnst þýfið loksins. Samkvæmt skrá gullsmiðsins var þarna hver einasti hlutur, sem stol- ið var. Eftir því, sem bezt verður séð, hefur þýfið verið flutt að Vinarvegi 85, strax eftir innbrotið og ekki snert á því síðan. Gömul og heilsuveil kona er eitthvað við málið riðin . . . Flindt kinkaði kolli. — Og spurning- in er, vissi frú Poulsen að þýfið var geymt hjá henni? Hver flutti það þang- að? Það er kjarni málsins, okkur vant- ar alltaf einn hlekk . . . — Einmitt, og ég vildi óska, að við þyrftum ekki á þeim hlekk að halda. Flindt varð undrandi á svipinn. — Hvernig í ósköpunum ættum við að komast hjá því? Þú trúir því ekki sjálfur, að frú Poulsen hafi verið inn- brotsþjófur. Þar að auki er hún dáin, og getur þar af leiðandi ekki skýrt okk- ur frá neinu. Gullsmiðurinn virðist heldur ekki vita neitt, sem gæti komið okkur á sporið. — Nei, það eina, er við höfum okk- ur til hjálpar er þýfið sjálft, og það var rétt af þér að láta Karl Bovense ekkifá það. — Hvernig getur það hjálpað okkur? Framh. á bls. 28. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.