Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 7
Hagyrðingar mættu gjarnan senda okkur vísur eSa gam- ankviðlinga um leið og þeir senda botna í vísnasam- keppnina. Ef okkur berst snjall gamankviðlingur mun- um við borga góð ritlaun fyrir hann. Skemmtilegar ferðasögur. Kæri Fálki. — Ég hef haft mikið gaman af þessum ferðasöguþáttum frá Haiti eft- ir þennan Ole Rosendahl. Það er rithöfundur, sem er að mínu skapi. Hann hefur kímnigáfu —- það er ekki hægt að segja um þá marga — og svo ágæta frásagnargáfu og glögg einkenni fyrir sérkenn- um fólks. Ef þér viljið gera mér — og vonandi fleirum — lesendum til geðs þá ættuð þið að kosta kapps um að birta fleiri slíka þætti. Með beztu kveðju. « Bílstjóri. Svar: Þaö er erfitt aö fá góða feröa- söguþætti frá fjarlœgum þjóöum. en viö viljum benda bréfritara á aö lesa greinar Brlends Har- aldssonar, sem skrifar fyrir Fálkann greinar um fjarlæg lönd og ibúa þeirra. Gömul og góð vísa. Kæra pósthólf. — Mig lang- aði til þess, að þið birtuð fyrir mig vísu, en ég kann ekki nema fyrstu hendinguna. Hún er svona: ,,Þó að kali heitan hver, . . .“ Svo langar mig til að vita eftir hvern hún er. Gógó. Sva.r: Það er okkur mikil ánœgja aö birta þessa vísu, sem eignuð hefur verið Vatnsenda-Rósu. Þó aö kali heitan lwer hylji dali jökull ber steinar tali og allt hvað er aldrei slcal ég gleyma þér. Gamli góði Clark. Kæri Fálki. — Get ég eitt- hvað gert að því, þótt ég væri ofsahrifin af Clark sál- uga Gable? Ég veit, að þið svarið þessari spurningu neitandi, af því að þið vitið hve sumar konur eru veikar fyrir sætum leikurum. Ó hann vár svo kjút hann Clark. Finnst ykkur ekki synd, að myndir með honum skuli ekki koma oftar í bíó? Það finnst mér og það þykir hin- um stelpunum í sauma- klúbbnum líka, — fyrirgefðu að ég kalla okkur stelpur, — uss við. erum allar yfir þrí- tugt, og ein meira að segja að verða fertug og næstum orðin amma. Ég vona, að þið birtið þetta ekki því að þetta eru einkamál, sem ekki eiga að fara lengra, þótt þau séu skrifuð aftan á blessaða kross- gátuna ykkar. Svo finnst mér, að þið ættuð að birta grein um hann Clark Gable og konurn- ar hans fimm og litla sæta strákinn, sem hann átti rétt áður en hann dó. Setjið mynd af honum á forsíðu. Ó hann er svo kjút. Ég er alveg kreizí í hann. Abba-labba-lá með sjö tær. Svar: Viö vonum, aö Abba-labba-lá fyrirgefi okkur, aö viö birtum liiö skemmtilega bréf hennar. Annars eru þær orönar svo margar greinarnar, sem fólk er aö biöja okkur um að birta, aö þaö er ekki nokkur leiö aö veröa viö beiöni þess. Blaöiö mun þræöa hinn gullna meöalveg og reyna aö veröa viö óskum flestra, svo aö lesendur geti álltaf veriö ánægöir meö efni blaösins. Aftur á móti viljum viö hvetja fóll: aö skrifa okkur um hugöarefni sín og segja okkur sitt álit á hlutunum. Langt í strætisvagn. Heill og sæll, Fálki góður. — Það er sjaldan, sem ég sezt niður og tek mér penna í hönd, enda hef ég öðru að sinna við húsmóðurstörfin. Ástæðan til þess að ég skrifa ykkur er su, að ég bý í einu úthverfa bæjarins, sem einna helzt verður útundan hvað þægindi snertir. Það er kallað Blésugróf í daglegu tali en á kortinu heitir það Breið- holtshverfi. Ég bý nokkuð ofarlega í þessu hverfi og það, sem ég ætlaði að minna á, er að strætisvagn stanzar svo langt frá, að maður er korter að ganga þangað og yfir bersvæði er að fara, svo að þið getið nærri hvernig er að ganga þetta í köldum vetrarveðrum. Húsin, sem þarna standa eru nokkuð mörg og ná alveg að stíflunni við Árbæ. í þessum húsum býr töluverður hópur manna og er það all bagalegt, að strætisvagn skuli ekki ganga nær. Með beztu þökk fyrir að koma þessu á framfæri. Húsmóðir. NÝTÍZKU HÚSGÖGN ELDHOSSETT FALLEG VÖNDUÐ ÖDYR. SENDUM UM ALLT LAND. HNOTAN HIJSGAGNAVERZLUN Þórsgötu 1 — Sími 20280. • Byrjið daginn með DIAL • Endið dagiirn með DIAL Heildsölub. KRISTJÁN Ó. SKAGFJORÐ REVKJAVÍK FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.