Fálkinn - 24.10.1962, Qupperneq 5
úrklippusafnið
Sendið okkur spaugilegar
klausur, sem þér rekizt á í
blöðum og tímaritum. Þér
fáið blaðið, sem klausa yðar
birtist í, sent ókeypis heim.
Allt bendir betta til þess, segir
prófessor Koht, að Sverrir hafi lát-
iS telja sig- að minnsta kosti sjö
árunt yngri cn hann var í raun ogr
veru, og að því er mig varðar er
ég ekki í neinutn vafa um, að ár-
talið 11444 er réttara fæðingarár
eu 1151.
Morgnnblaðið 23. ágúst 1962.
Sendandi: Katrín Helgadóttir.
Kojckrjr teíknarar gferðu tilraunir
með síðarj pjl5v T.~ d. páðu pils Card» is
niður fyrir mjaðmabeimð. íietta gefuf
frúarlegt útliT" og hínir þrjr Stóxu
Ky0ast þetta bersýxiílega ekfo Aoa/bvl
að pils þeirra ná ekki nema niðflr ^
eð'a rétt uySur fyrír hn^yljna. Vjl
Lesbók Morgunbl. 16. sept. 1962.
Sendandi: Ásdís E. Jónsdóttir.
Dauðir spurðir út úr
Mynd 22. ágúst 1962.
Langstökk.
Ólafur Gaðmundsson T 1,59
Gylfi Geiraldsson T 1,44
Hafþór Magnússon T 1,30
Stangirstökk.
Ólafur Guðmundsson T 5,98
Gylfi Geiraldsson T 5,05
Bogi Ingúnarsson T 4,40
Kújuvaiip.
Ólafur Guðmundsson T . 2,80
Ólafur Guðmundsson T 14,69
Hartmann Óskarsson H 9,38
PálL Þórðarson H 8,19
Tíminn 24. ágúst 1962.
Sendandi: Kristín Pálsdóttir.
Sendandi: B. V.
Lifur og nýru.
Krúsév sagði brezkum
embættismönnum frá því i
heimsókninni til Bretlands, að
hann væri lifrarveikur. Og árið
1960 sagði Krúsév við sendi-
herra frá hlutiausu riki. áð að-
eins annað nýrað væri eftir í
lionum og hitt væri ekki í góðu
lagi. Lét Krúsév jafnvel í það
Vísir 12. janúar 1962.
Sendandi: Guðrún Guðjónsd.
Charlie Chaplin kvikmvnda-
leikarinn heimsfrægl er ham-
ingjusamur. Hann er nú'orðinn
i and-
anuvn, því að hann var að eign;
um dögum. Pað cr föðuriegt
stolt i brosi hans hér á mynd-
inni, þar sem hann heklur á ný>
fæddum svni sinuni.X^
Vísir 24. júlí 1962.
Sendandi: B. V.
Listamennirnir
Þegar Augustus Saint-Gaud-
ens, hinn kunni franski mynd-
höggvari, var ungur og var
Predikarinn og púkinn
Minnizt þess, að
knrteisin kostar ekki
neitt.
Þetta hugsaði kaf-
arinn Iíka, þegar
hann tók ofan lijálm-
inn fyrir hafmeyj-
unnl.
við nám í París, pantaði eitt
sinn efnuð kona, sém var
þekkt fyrir hve slæman
smekk hún hafði, hjá honum
myndastyttu. Dag nokkurn, er
hópur ungra listamanna var
saman kominn heima hjá
Saint- Gaudens kom konan
aðvífandi til þess að líta á
fyrstu gerð af myndinni. Hann
bað gesti sína að fara út úr
vinnustofunni á meðan hún
væri stödd þarna. Um leið og
hún var komin út úr dyrun-
um, þutu vinirnir til vinnu-
stofunnar, þar sem mynd-
höggvarinn dansaði í sjöunda
himni í kringum verk sitt.
— Fannst henni mikið til
þess koma? spurðu þeir.
— Nei, guði sé lof, að svo
var ekki, svaraði listamaður-
inn, því að nú veit ég að
myndin er góð.
Ástin
Svertingi nokkur sat í
skugga við húsvegg og reykti
í makindum pípu sína. Hann
horfði á hænsnin, sem skopp-
uðu allt í kringum hann.
Stúlka kom út og gaf hænsn-
unum korn. Haninn, sem hafði
verið að elta eina hænuna,
hætti því og fór að tína upp
kornið, enda þótt hænan léti,
sem hún sæi það ekki. Svert-
ingjanum ofbauð þetta hátta-
lag og hvíslaði í barm sér:
— Guð, guð, ég vona, að ég
verði aldrei eins hungraður
og haninn.
Hjónabandið
— Ég er neyddur til þess
að skilja við þessa konu, sagði
eiginmaðurinn við lögfræðing-
inn. Hún krefst þess nefnilega
að fá að hafa geit inni í svefn-
herbergi okkar. Lyktin er svo
ógurleg, að ég get ekki þolað
hana lengur.
Lögfræðingurinn reyndi
sættir: — Þetta er ekki gott,
sagði hann, en hafið þér reynt
að opna glugga?
— Hvað? hrópaði maður-
inn, og hleypa öllum dúfunum
mínum út?
Vinnumennirnir
Ólyginn sagði okkur, að
hjón hér í bæ hefðu um
margra ára skeið sama garð-
yrkjumanninn, sem kom á
hverjum miðvikudegi og laug-
ardegi og sá um garðinn
DOIMIMI
Föt konunnar eru
ekkert hlægileg, ef
maður athugar, að hún
var sköpuð aðeins til
að klæðast fíkjublaði.
þeirra. Fékk hann mánaðar-
lega borgað fyrir. Núna ný-
lega tilkynnti hann, að hann
hefði neyðzt til þess að hækka
taxtann, en það mundi hann
ekki gera hjá þeim vegna
þess hve þau höfðu alltaf
verið alúðleg við hann.
— Þið borgið það sama .og
áður, sagði hann örlátur —-
en nú kem ég aðeins á mið-
vikudögum, svo að þá get ég
grætt það, sem á vantar, með
því að vinna á laugardögum
fyrir aðra en ykkur.
sá bezti
Hún var hjúkrunarkona á stóru sjúkrahúsi
og tók daglega á móti mörgum sjúklingum.
Dag nokkurn hafði verið alveg sérstaklega
annríkt hjá henni, og þegar hún ætldði að fara um kvöldið,
kom maður nokkur til hennar og sagði: — Nú hef ég setið
hér í þrjá tíma á meðan ég beið eftir konunni minni, og
er öruggur um eitt: Ég vildi alls ekki kvœnast yður.
Það var eins og fullri fötu af köldu vatni væri skvett á
hjúkrunarkonuna. Samt sem áður spurði hún nokkuð vand-
rœðaleg: — Er ég svona hræðilega fráhrindandi?
— Nei, síður en svo, sagði maðurinn, en ég geri ráð fyrir
að þér verðið að neyða yður til þess á hverjum degi að vera
elskuleg við alla, sem þér eigið samskipti við vegna starfs
yðar, og ég býst við, að þér séuð ekkert blíð á manninn,
þá loksins þegar þér eruð komnar heim.
VÍSIMAKEPPIMI FÁLKAIMS
Enn þá hafa blaðinu ekki borizt nógu margir botnar
við fyrripartinn um göngurnar, svo að við minnum
menn á að senda okkur þá eins fljótt og auðið er að
minnsta kosti áður en þeir þurfa að taka fé í hús.
Fyrripartur þessi hljóðaði þannig:
Húkir einn með súran svip
Sárlangar í göngur.
FALKINN
5