Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 21

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 21
meisturum frá mörgum skólum. Ju- jutsu hafði þróazt í styrjöldum léns- tímabilsins, og helztu einkenni þeirrar glímu voru ofbeldi og hættulegar bar- dagaaðferðir. En glíman hafði einnig ýmsar góðar hliðar, og Kano langaði til að varðveita þær. Þess vegna valdi hann beztu aðferðir hvers skóla og bætti við ýmsu nýju, sem hann fann upp sjálfur. Þannig skapaði hann glímukerfi, sem hægt var að iðka án nokkurrar hættu og nefndi það judo, sem þýðir á jap- önsku hinn mildi vegur eða undirstaða. — Og nú er judo orðin eins konar tízkuíþrótt víða um heim? — Já, judo hefur rutt sér mjög til rúms nú á seinni árum. Það var eigin- lega ekki fyrr en 1950, sem hún fór að breiðast út utan Japan. Fyrst voru aðeins fámennir klúbbar, sem lögðu stund á judo, en nú eru víða stórir judo-skólar, eins og til dæmis í Eng- landi, en þar stendur judo einna hæst að Japan fráskildu. í Evrópu er judo útbreiddast í Frakklandi og Frakkar eiga marga góða judo-menn. Þriðja Ev- rópulandið, sem hefur öflugu judo-liði á að skipa, er Holland, og þeir eiga til dæmis núverandi heimsmeistara, Geesink. Heimsmeistaramót í judo hef- ur farið þrívegis fram og unnu Japanir í bæði fyrri skiptin. — Er engin hætta á að menn meiðist við judokeppni eða við æfingar? — Nei, og því til sönnunar má nefna, að í Englandi hafa læknar nýlega mælt með judo sem skólaíþrótt. Ég sá einnig nýlega skýrslur yfir meiðsli við íþrótt- ir, og þar var judo neðst á blaði. Eina hættan er, ef nýliðar breyta út af því, sem kennarinn segir þeim, en slíkt kemur sjaldan fyrir og hefur aldrei komið fyrir hjá okkur. — Hvenær barst judo hingað til lands? — Það var 1957 og má í rauninni segja, að bannið við hnefaleikum hafði verið orsök þess, að farið var að æfa judo hér á landi. Hnefaleikar voru einkum stundaðir í K. R. og Ármanni og voru sérstakar hnefaleikadeildir inn- an félaganna. Nú, þegar iðkun þeirra hafði verið bönnuð með lögum, var ekki nema um tvennt að ræða: að leggja þessar deildir niður eða breyta þeim. Hér var um þetta leyti staddur þýzkur ljósmyndari, Friedheim Geyer, og hann hafði lært dálítið í ju-jutsu og einnig kennt lítilsháttar. Við réðum hann til þess að kenna ju-jutsu í stað hnefaleika. Árið eftir fór ég til Danmerkur og hafði hugsað mér að læra meira í ju-jutsu, en þá var judo hvarvetna að ryðja því úr vegi, svo að ég lærði það í staðinn. — Hefurðu tekið nokkur próf í judo? — Jú, ég hef svokallað 1. Kyu. — próf frá Budokwai-skólanum í London, en það er síðasta prófið í sex nemenda- prófum. Þau eru sem sagt talin aftur á bak. Þar á eftir koma tíu meistarastig eða dan-stig, eins og þau heita. Til þess að öðlast réttindi til að útskrifa nem- endur í judo þurfa menn að hafa tekið fyrsta dan-stigið, og ég hef hugsað mér Framhald á bls. 38. fer á æfingu hjá J0D0- deild Ármenninga FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.