Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 27

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 27
Ví kg. kúrenur. Vi kg. rúsínur. 125 g. súkkat. 100 g. sykruð kirsuber. V2 kg. hveiti. 1 tsk salt. 14 kg. sykur. 180 g. smjörlíki. 2 tsk. natrón. 3 dl. mjólk. 3 msk. matt edik. Hveiti og salti sáldrað í skál, smjör- líkið mulið saman við, þar til það er eins og brauðmylsna. Sykri blandað í, einnig ávöxtunum. Brytjið súkkatið og kirsuberin. Leysið natrónið upp í mjólk- inni, blandið edikinu þar í. Hrærð strax saman við deigið, sem á að verða mjúkt og samfellt. Deigið sett í tertumót, hátt, sem er smurt vel og smjörpappír lagður í botninn. Sléttið yfir kökuna að ofan. Bökuð við meðalhita í nál. 2 klst., eða þar til hún er gegnumbökuð. Leggið smjörpappír yfir mótið eftir 1 klst., svo kakan dökkni ekki um of. Hvolft á köku- grind. Bezt er að geyma kökuna allt að því í viku, áður en hún er notuð. íitlar wtakökur 120 g. smjörlíki. 120 g. sykur. 2 egg'. 120 g. hveiti. 120 g. maizena. 1 tsk lyftiduft. Mjólk? Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst. Egginu hrært saman við. Öllu þessu sáldrað út og deigið jafnað vel. Ef deigið er of þurrt er dálítilli mjólk hrært saman við. Deiginu skipt í 18 lítil velsmurð mót. Bakað við nál. 200° í 10—15 mínútur. Kökurnar losaðar með gát úr mótunum og kældar á kökugrind. Uppskrift þessari má breyta á ýmsa vegu. Setjið t. d. 1 barnaskeið af kakaói í deigið og bakið súkkulaðimótakökur. Einnig er gott að setja 120 g. af niður- skornum, steinalausum döðlum í deigið og baka þá döðlukökur. Eða setja rifið sítrónuhýði í deigið og baka þá sítrónu- kökur. Þær er gott að hylja að ofan með sítrónubráð, sem búin er til úr 60 g. af smjörlíki, 100 g. af flórsykri og safan- um úr V2—1 sítrónu. Setjið bráðina ofan á kökurnar með gaffli. í miðjuna er stungið valhnetukjarna. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.