Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 20

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 20
— Ætlið þið ekki að æfa með okkur, spurði Sigurður Jóhannsson, er við brugðum okkur í tíma til Judo-deildar Ármanns í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu. — Þið verðið að minnsta kosti að fara úr skónum, bætti hann við og var horfinn í sömu mund, enda æfingin hafin fyrir góðri stundu. Okkur gafst því ekki tími til að svara því til, að okkur skorti ekki viljann, en kjarkurinn og kraftarnir væri ef til vill ekki upp á það bezta. Við læddumst á tánum eftir ganginum, og að vörmu spori blasti við okkur birta og víðátta leikfimisalarins. Gólfið var þakið dýn- um og þarna var hópur vaskra manna önnum kafnir við æfingarnar, og nokkr- ir strákar að auki. Allir voru klæddir hinum sérkennilega hvíta búningi jap- önsku glímunnar: hálfsíðum buxum og síðum jakka með dökku belti. Við fylgdumst með því sem eftir var æfingarinnar. Ýmiss konar tök og brögð voru æfð aftur og aftur, og þegar brugð- ið var kváðu við skellir, svo að undir tók í öllum salnum. Okkur þóttu skell- irnir óvenjulega háir, og skýringuna á því fengum við hjá Sigurði, er hann vék sér andartak að okkur: — Eitt hið fyrsta sem menn þurfa að læra í judo er að kunna að detta. Byrj- endur þurfa að leggja sérstaklega mikla áherzlu á hinar svokölluðu fall- æfingar. Hávaðinn stafar af því, að menn slá höndunum aftur um leið og þeir detta. Æfður judo-maður getur þannig tekið allt að 90% af fallinu með höndunum. Þetta getur komið sér vel í hálkunni á veturna. Maður sem kann judo á ekki að þurfa að meiða sig neitt, þótt honum skriki fótur. Að svo mæltu var Sigurður þotinn til þess að leiðbeina nemendum sínum. Litlu seinna heyrðum við hann kalla ,,Osotogari“, en það mun vera heitið á einu bragðinu. —-v— Að æfingunni lokinni gafst okkur tækifæri til að spjalla örlítið við Sig- urð á skrifstofu íþróttahússins. Við vékum fyrst að uppruna þessarar sér- kennilegu íþróttar, judo. — Uppruni judo er að mestu leyti ókunnur, sagði Sigurður. — Hér áður fyrr voru ýmsar tegundir glímu stund- aðar í Japan og báru mismunandi nöfn. En árið 1882 stofnaði Jigoro Kano Kodokan-skólann. Hann hafði lagt stund á ju-jutsu hjá ýmsum frægum :ýx:;ý:;:::ýý:Á 1 \ 1 |f PgaSÍBlÍira f *,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.