Fálkinn - 24.10.1962, Qupperneq 10
TILBÚNIR EFTIR 20 MÍNÚTUR
Myndin hér að ofan er af hinu sögulega Geysisslysi, en upp úr því var flug-
björgunarsveitin stofnuð. Hér á móti er sveitin í Almannagjá á leið til hvíta-
sunnuæfingar. Myndirnar hér að neðan (talið frá vinstri). Æfing með þyril-
vængju af Keflavíkurflugvelli. — „Bjössi kokkur“ (Björn Benediktsson) er fast-
ur matsveinn hjá sveitinni. — Æfing í meðferð slasaðra og loks Sigurður
Waage varaformaður F. B. S„ sýnir okkur eina af talstöðvum f jarskiptadeildar-
innar.
og ferðalagið erfitt. Gert var ráð fyrir,
að leitarflokkurinn, sem var vel útbú-
inn, myndi koma að Sandfelli um kl.
10-—11 í kvöld, en þaðan að þeim stað,
sem flugvélin er norðan Kötlugjár, er
allt að 4 klukkustunda ganga.
Héðan úr Vík lagði Brandur Stef-
ánsson af stað á snjóbíl sínum. Hann
ætlaði að reyna að komast alla leið á
bílnum og leggja upp á jökulinn norð-
an af Sólheimum, en þar er jökullinn
greiðastur uppgöngu og um 18 km leið
frá slysstaðnum. Með honum voru
fimm menn. Veðurspá var ekki hag-
stæð.“
20. des. Vík í Mýrdal i gærkvöldi:
„Flak bandarísku flugvélarinnar sem
fórst á Mýrdalsjökli síðastl. fimmtudag
er enn ófundið. Veður hefur mjög haml-
að leitinni en einnig tókst mjög illa til
við staðsetningu flaksins. Leitarflokkur-
inn sem fór upp á jökulinn síðastliðna
nótt, fékk þær upplýsingar, að flakið
væri norðan Kötlugjár. Svo er ekki.
Flakið er í um 1100 m hæð svo sem
miðja vegu milli Kötlu og suðurbrúnar
Mýrdalsjökuls.
í kvöld komu aftur til byggða leitar-
flokkar þeirra Magnúsar Þórarinssonar
og Ragnars bónda í Höfðabrekku og
flokkur sá, sem Jón Oddgeir Jónsson
slysavarnarfulltrúi stjórnar. Enn er á
jöklinum Brandur Stefánsson og félag-
ar hans, sem fóru upp á jökulinn í snjó-
bíl. Við þá hefur ekkert samband ver-
ið haft enda engin talstöð í bílnum.
Þeir munu halda að flakið sé norðan
Kötlugjár.
í kvöld hefur verið ákveðið að leit-
arflokkur sá frá Flugbjörgunarsveit-
inni, sem Árni Stefánsson frá Reykjavík
stjórnar, en Jónatan Jónatansson verð-
ur fylgdarmaður fyrir, fari upp á Mýr-
dalsjökul um kl. hálf fimm í fyrra-
málið og mun Guðmundur Jónasson
fylgja flokknum í snjóbíl sínum.
10 FÁLKINN
Hér hefur verið hríðarveður í dag og
má búast við að hríðin hafi verið dimm
á jöklinum.“
22. desember. Vík í Mýrdal í gær-
kvöldi:
„í kvöld er leiðangursmenn undir
stjórn þeirra Brands Stefánssonar og
Guðmundar Jónassonar áttu ófarna
milli 800—900 metra að flaki banda-
rísku flugvélarinnar varð á vegi þeirra
jökulsprunga sem þeir komust ekki yf-
ir. Bílarnir voru þá orðnir benzínlitlir.
Leiðangur þeirra Árna Stefánssonar
og Jóns Oddgeirs Jónssonar eru komn-
ir til byggða. Mun sá síðarnefndi halda
til Reykjavíkur á morgun.
í dag ollu nokkur óhöpp því, að ekki
skyldi vera hægt að komast að flak-
inu. Jökullinn er afar slæmur yfirferð-
ar og seinfarinn. Benzíntunnum var
kastað niður til snjóbílanna, en svo illa
tókst til, að léiðangursmenn gátu ekki
fundið þær. Þá tafði það leiðangurs-
menn og, að annar snjóbíllinn bilaði. Er
viðgerð var lokið og leiðangurinn hugð-
ist halda áfram mun hann hafa skammt
farið, er hann kom að hinni ófæru jök-
ulsprungu. Þar ákváðu Guðmundur og
Brandur að láta fyrirberast við jökul-
röndina í nótt. Benzín höfðu þeir nægi-
legt til að geta haft bílana í gangi
næturlangt.
Veðurstofan spáði nú í kvöld, að í
nótt mundi gera stórviðri á Mýrdals-
jökli. En í fyrramálið er ráðgert, að
Árni Stefánsson fari upp á jökulinn
með benzín í svonefndum skriðbíl, ef
veður leyfir.
Leiðangursmenn munu enn gera til-
raun til að komast að flakinu, þótt eng-
inn geri sér nú vonir um að þeir, sem
kunna að hafa komizt af er vélin rakst
á jökulinn, séu enn á lífi.
Þar sem flak flugvélarinnar er, eru
brattir gilskorningar að því er virðist
og erfið uppgangan þangað, því svo er
jökullinn allur sprunginn umhverfis
flakið og í námunda við það.
Árni Stefánsson, sem ég átti samtal
við í kvöld, sagði mér, eftir frásögn
manna í leiðangri þeirra Brands og