Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Síða 34

Fálkinn - 24.10.1962, Síða 34
| Sainvizkau | Framhald af bls. 17. eitthvað annað, hélt hann minninu með því að söngla: — Hvað mikið skuldar Appelbaumas Baumas .... Appelis. Baumelis....... En að síðustu söng hann svo fjörugt, að nöfnin rugluðust, og þá varð að spyrja hann aftur. Á þessu er auðvelt að sjá, að Tijunelis var þægilegur og giaðlegur á vinnustað. En eftir brunann fór ekkert fyrir bókaranum,- Hann horaðist og tærðist upp. Nokkrum sinnum var hann kall- aður fyrir rannsóknardómarann. Marg- ir skrifstofumannanna sáu óhreina samvizku í þessari þögn starfsbróður þeirra, litu hver á annan og hvísluð- ust á. — Ég veit ekki, en ég mundi ekki þora að veðja..... Þegar skrifstofustjórinn játaði, að hann hefði tekið hundrað þúsund „eignarnámi11 og síðan kveikt í skrif- stofunni, og enginn efi var á, að sam- vizka Tijunelis var hrein, sögðu þessir sömu menn; — Ég hefði getað lagt höfuðið að veði fyrir herra Tijunelis. Þegar málið hafði nú fengið svona hagstæðan endi og mannorðinu var bjargað, náði Tijunelis sér smátt og smátt. Viku eftir brunann, þegar ákær- an á hendur Klupsas var tilbúin, fór Tijunelis út á ganginn með starfsbróður sínum til að reykja. Þá sagði hann í trúnaði: — Veiztu, að ég var hræddur. Ég tók við peningakassanum frá honum án þess að telja. Hverjum getum við treyst nú á dögum? Skrifstofumaðurinn, sem talaði án efa af hreinskilni, sagði Tijunelis: — Það var engin ástæða til að hræð- ast. Úr því að hann var svo kærulaus, hefði ég í yðar sporum hrifsað svona fimmtán þúsund og ekkert hefði skeð. .... — Hvað segirðu, sagði Tijunelis móðgaður og fann, að hann var ekki aðeins særður með orðum heldur með rýting í bakið. — Hvers vegna ekki, anzaði starfs- bróðir hans rólega og sannfærandi. — Þar sem hann situr inni fyrir hundrað þúsund, getur hann alveg eins setið inni fyrir hundrað og fimmtán þúsund. Hann reiknaði ekki sjálfur hve miklu hann sóaði. Þú sagðir, að hann hefði ekki talið kassann? — Já, samsinnti bókarinn með ann- arlegri röddu...... Þegar Tijunelis kom aftur að borðinu sínu var hann hljóður. Þessi nýnefndi möguleiki leið honum ekki úr minni, og brátt festist hann í huga hans. — í raun og veru hefði ég getað klófest um fimmtán þúsund. Klupsas kveikti í. Klupsas hefði þurft að svara fyrir það. Þetta kvöld kom bókarinn heim af- undnari og í verra skapi en kvöldið, sem bruninn varð. í forstofunni sparkaði hann í reiðhjól og æpti: — Það er alltaf eins hér. Hvers vegna hafið þið þetta óféti hér? Er hvergi rúm fyrir það annars staðar? — Þú baðst um að ná í það .... sagðist ætla að fara að veiða, svaraði konan. — Að fara á veiðar? Tijunelis glennti upp glyrnurnar um leið og hann skálm- aði inn í herbergið. — Allt getur ykkur dottið í hug. Þið ruglið öllu saman. Haldið þið að ég sé krakki og aki á svona skrifli? Fábjánar. — En þú sagðir .... bætti konan við skjálfandi. — Sagðir. Sagðir, hermdi maðurinn eftir og greip sokk og hnykil, sem lágu á stól og henti á borðið. — Sagðir... Bókarinn fór nöldrandi úr skónum og hafði ekki einu sinni horft í kringum sig, þegar tengdamóðir hans lagði inni- skóna fyrir framan hann. Þessi góða þjónusta mýkti skap hans nokkuð og hann beindi sínu reiðilega augnaráði að veggnum. — Viltu borða núna, spurði konan. — Hvers konar spurning er þetta? Auðvitað. Ekki get ég soltið. Konan fór að vatna músum: — Ég veit ekki hvað er að þér .... hvers vegna þú ert svona uppstökkur. Það hefur ekki verið hægt að tala við þig alla vikuna. Hvaða sök á ég á þessu? Hún byrgði andlitið í höndum sér. Loksins við kvöldverðinn reyndi bókarinn að réttlæta sig: — Það hefur heldur ekki verið hægt að tala við þig, ef .... Hann ætlaði að bæta einhverju við, en bandaði með hendinni. Alla nóttina velti bókarinn sér í rúm- inu og var sífellt að kveikja í vindl- ingum, opna og loka glugganum, kvelja sig og kvelja. — Hvers vegna stal ég þeim ekki? Cvirka. Mínír meiin Framhald af bls. 19. lestur í alþýðlegri sálarfræði til að fyrir- gefa jafn kappsömum sjávarbónda og Guðmundi Stefánssyni það, þótt hann tæki sig ekki á og semdi sig að háttum andbýlingsins. Hélt hann uppteknum hætti og reri ætíð þegar hinn sat í landi. Gekk á þessu allt sumarið svo að Guðmundi auðnaðist hvorki að þurrka heytuggu né draga bein úr sjó. Tók hann þetta svo nærri sér, að undir höfuðdag var hann hættur að geta sofið. Er ekki að sökum að spyrja. Þeir, sem synjað er um svefnróna eiga gjarn- an stutt í rutlið. Enda fór það svo um miðjan september, að Guðmundur varð mjög undarlegur. Sat löngum í rúmi sínu, snerti hvorki orf né færi, heldur þuldi í sífellu í bringu sér: tvær krón- ur sjötíu og fimm, tvær krónur sjötíu og fimm. Kunnu læknar í þeim fjórðungi ekki ráð við þessum kvilla og var bóndi sendur suður. Þar dvaldist hann svo heilan mánuð í sjúkrahúsi og var send- ur heim síðan. Sérfræðingarnir fengu Söluumboð: STERLING H.F. Höfðatúni 10 — Sími 136 49— 11977. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.