Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 23

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 23
greiðslu. Hann var einmitt að minna mig á það í dag! Og hvað á ég að gera? Hvaðan á ég að útvega allt það fé? Hundrað og fimmtíu þúsund! Kristín starir niður fyrir fætur sér. Hún heyrir föður sinn ganga um gólf þungum skrefum. Nú hvílir hönd hans á höfði hennar. — í sannleika sagt þyk- ir mér vænt um að þetta skuli vera út- rætt mál, segir hann. — Ég hefði verið búinn að missa allt, ef ég hefði neytt þig til þess. Við hefðum bæði tapað öllu! Svo fer hann aftur að ganga um gólf. Kristínu snarsvimar. Orð, sýnir og endurminningar þyrpast að henni. Hún sér Mylnubæinn í huganum, með stóra, dökka hliðinu. Hún heyrir suðið í sög- unarvélinni, glamrið í hlekkjunum utan úr fjósinu, niðinn í ánni er straumurinn fleygir henni framhjá. • Mylnubærinn! Um tveggja alda skeið hefur ætt hennar búið þar. Mikil hers- ing af hraustum mönnum og kjarnakon- um. Tvö hundruð ár. Og nú átti að vera úti um það allt, öllu spillt? Nú stóð fyrir dyrum að síðasti eigandinn gengi frá jörðinni, allslaus og einskis megandi. Hún reis þunglega á fætur. — Þú þarft ekki að hafa áhyggjur útaf þessu, pabbi, segir hún og djúpt í hugskoti hennar molast minningar hennar, þrár og framtíðardraumar, eins og þeir væru úr gleri og hvert orð ham- arshögg . — Ég hef verið að hugsa um þetta. Og núna síðdegis í dag spurði Páll Glomp mig enn að því, og ég .... ég lofaðist honum! — Þú .... þú hvað Kristín snýr sér undan. Hún getur ekki horfzt í augu við föður sinn. — Þú ert að ljúga, Kristín. Segðu að þú skrökvir þessu! Kristín reynir að brosa. — Hví skyldi ég fara að segja þér ósatt, pabbi? Páll er nú eltki heldur svo afleitur. Og hann er vel inni í verzl- unarsökum. Eiginlega kann ég svo sem allvel við hann. Léttúðarfullur .... já, víst er hann það, en það verða einhver ráð með að laga hann til þegar frá líður? Hún hlær, en það er enginn hlátur, heldur eitthvert hljóð sem hún nær að reka upp. Gamli maðurinn stendur lengi kyrr og starir á Kristínu rannsakandi augum. Svo andar hann djúpt og hressilega, beiskjan og harkan í andlitsdráttum hans hverfur fyrir ólýsanlegum iétti. — Kristín! hvíslar hann hásri röddu. Hann gengur til hennar hröðum skref- um og faðmar hana hrærður í hug — Þetta gleður mig innilega að heyra, segir hann uppveðraður. — Nú verður sögunannylnan áfram í eigu ættarinnar. — Já, svarar Kristín hljómlausri röddu og endurgeldur föður sínum hin klaufalegu atlot hans. Einasta gleði hennar er sú, að vita sig hafa létt ó- bærilegu oki af herðurn föður síns. ÞAÐ er komið myrkur, þegar þau feðginin snúa aftur heim til gömlu mylnunnar. Malarinn reikar uppí her- bergi sitt, en Kristín stendur kyr í eld- húsdyrunum og horfir útí stjarnlaust himinhvolfið. Nokkru síðar kemur Mar- teinn með vindling milli varanna, og snöggvast mætir Kristín mildum, dökk- um augum hans. Þessi einkennilegu augu, hugsar hún. Stundum kemur fyrir að þau minna hana á fagurt ljóð, öðru sinni vekja þau hjá henni duldan ótta. .... Og stöku sinnum minna þau hana á augu Marteins Govitsky unnusta hennar. — Viltu kaffi, Marteinn? Hún fer á undan honum inní eldhúsið. Hann kinkar lítillega kolli og kemur á eftir henni. — Ég þakka. Svo sezt hann við langa borðið í eldhúsinu. Augu hans hvíla á Kristínu, fjarlæg og dreymandi, og hann fylgist með þokkafullum hreyfingum hennar meðan hún er að hita kaffið. — Kristín? — Já. Hann hikar við, en heldur svo áfram: — Manstu eftir deginum þegar ég kom? Þú viiltist á mér og öðrum .... unnusta þínum? — Já! — Hver er hann? Kristín setur tvo bolla, nokkrar brauðsneiðar og smjör á borðið fyrir framan Martein. Andartak skín sárs- auka blandin angurblíðu úr svip hennar, svo gengur hún feimnislega að eldavél- inni á ný og tekur að laga kaffið. Eftir nokkra þögn svarar hún: — Hann heitir Marteinn Govitsky, og átti heima niðri í þorpinu. Hann vann hérna í sögunarmylnunni þá. Ég hef ekkert heyrt frá honum síðan styrjöld- inni lauk. — Var hann hermaður? — Já. Síðan verður þögn og sterkur ilmur af kaffi breiðist um eldhúsið. Marteinn reykir vindling sinn , og Kristínu verð- ur aftur litið útí sjarnlausan himin- geiminn fyrir utan gluggann. — Enginn hefur nokkra von um að hann eigi afturkvæmt framar, segir hún. — Það erum aðeins við, gömul móð- ir hans og ég, sem enn vonum að hann sé á lífi. Kristín hellir í bollana og sest við borðið andspænis Marteini. Allt í einu finnur hún hjá sér ósjálfráða þrá eftir að opna hjarta sitt fyrir Marteini. Ein- mitt nú, sem hann situr þarna og horfir á hana sínum góðlegu alvöruaugum. Já, hún verður að trúa einhverri mann- eskju fyrir leyndarmálinu um þenna hræðilega hjúskap sem bíður hennar með Páli Glomp. Marteinn mun skilja FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.