Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 35

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 35
ekki hnikað heilsu hans til meiri bóta en svo, að þeir komu honum upp í fimm kall, áður en þeir útskrifuðu hann. Þetta var í stríðsbyrjun. Bretavinnan hafin og kauphækkanir örar. Þótti fólki eystra ekki nema skítur til þeirrar lækn- ingar koma. Þótti Halldóru húsfreyju á Kljá nú vera talsverð vá fyrir dyrum. Búið for- stöðulítið og heylaust. Dýrtíð í asa- vexti, töðukílóið komið upp í tuttugu og fimm aura en bóndi svo galinn, að taka sér ekki í munn hærri upphæð en svo að nægði fyrir hálfu ærfóðri. Er hæpið að læknavísindin hefðu nokkru sinni megnað að endurglæða jafnvægi í sálarranni Guðmundar á Kljá, en hann þolað örkuml kappgirni sinnar ævilangt þeirra vegna. En svo skeður það einn morgun, að Halldóra á Kljá vaknar ein í rúmi sínu með dagrenningu. Þótt henni væri að vísu orðin býsna leið smápeningaþula bónda síns, varð henni hverft við. Hún klæddist þegar, gengur út og til sjávar og saknar einnig þar vinar í stað, því bátur heimilisins var líka horfinn úr nausti. Að athuguðu máli róaðist hún nú fremur við bátshvarfið, því, eins og hún komst síðar að orði, þá var Guðmund- ur vitlaus, en ekki svo vitlaus að hann liefði ekki heldur dólað sér fram af einhverri klöppinni, en að taka bátinn með sér. Og það á háflóðinu. Þó átti hún marga ferðina oná sjáv- arbakka þann daginn, allt fram í rökk- ur. Og rótt varð henni ekki fyrr en hún sá Guðmund sjávarbónda koma daml- andi á sexæringnum utan úr haust- mökkvanum og upp í vörina, og sá ekki betur en bátnum væri brugðið. Þurfti hún nú skamma stund að bíða gleðitíðindanna, því ekki hafði Guð- mundur fyrr brýnt bátnum, en hann stökk upp í fjöru, skálmaði til konu sinnar, faðmaði hana allknálega og sagði: „Hafi ekki orðið því meir verð- fall á saltfiski síðan ég var í hagfræði- náminu fyrir sunnan, þá telst mér til að við séum nú komin að minnsta kosti upp í hundrað sextíu og tvær krónur, áttatíu og sjö aura, Halldóra mín.“ Þannig geta menn hnotið við iðju sína ef þeir glata jafnvægi í starfinu, og þá verður ekki hjá því komizt að eitt- hvað sérkennilegt beri upp á. Það er þá, sem menn gleyma erind- inu en taka barning báðar leiðir, stökkva út í sjó, nota selahögl á rjúpuna, sitja uppi með eina saman kríkana og hætta að geta sofið. Þá kemur náttúruskopið til sögunnar. Engan mann hef ég þekkt í eins full- komnu jafnvægi og Guðjón heitinn á Hlíðinni. Guðjón hafði uppsátur fyrir Lang inni í Gleðivík. Lángur var stækkaður Fær- eyingur með tveggja og hálfs hestafls Vickmann glóðarhausvél. Guðjón var vinur minn. Og ég er ekki reiðubúinn að fallast á það enn þann Framhald á bls. 38. FÁLKINN V I K U B L A Ð ' KYNNIR VÆNTANLEGAR KVIKMYNDIR Efsta myndin er af hroll- vekjumeistaranum Hitch- cock, þar sem hann held- ur á auglýsingaspjaldi um mynd sína: PSYCHO, sem sýnd verður bráðlega í Háskólabíó. Hér að neðan: Janet Leigh og , . , , , . , neðst: John Gavin og Haskolabio symr a lega mn 1 emkamal syst- , „ „ , , næstunni bandarísku stór- ur sinnar. 11 on^ ei lns' myndina „Psycho“, sem John Gavin leikur Sam er gerð eftir samnefndri Loomis — smáborgara- sögu Roberts Bloch, en legan fjármálamann, kvikmyndahandritið og léttlyndan og rómantísk- leikstjórnina annast hroll- an. vekjumeistarinn Alfred Janet Leigh leikur Ma- Hitchcock. Hann er löngu rion Crane — stúlku sem orðinn heimsfrægur fyrir elskar peninga, og rang- myndir sínar, sem eru an mann. óhemju spennandi, og Efni myndarinnar er síðan sjónvarpið kom til ekki leyfilegt að rekja sögunnar hefur hann samkvæmt fyrirmælum fært upp í því leynilög- Hitchcock. Eins og svo reglusögur við miklar 0ft áður í myndum hans vinsældir. er spennan gífurlega mik- Af úrvalsmyndum sem 11 °8 hápunktur hennar á hann hefur stjórnað næg- að koma eins og reiðar- ir að minna á: „Glugg- slaS yfir sýningargesti. inn á bakhliðinni“, „Mað- Þeir sem unun hafa af vel urinn sem vissi of mikið“, gel'ðum sakamálamynd- „Ég játa“ og „Vertigo“. um verða vafalaust ekki fyrir vonbrigðum með Kvikmyndin „Psycho“ þessa nýjUstu fram- er öll tekin bak við læst- leiðslu Alfreds Hitch. ar dyr, og fékk enginn coclíS óviðkomandi að koma þar nærri, ekki einu sinni hinir föstu blaðamenn, sem alltaf fylgjast með slíkum upptökum. Eins hafa engar ljósmyndir af lykilsenum úr myndinni verið birtar. Vera Miles leikur Lindu Crane — unga fallega og aðlaðandi stúlku, sem flækist illi- Anthony Perkins leikur annað aðalhlutverkið í myndinni, Norman Bates — vel gefinn ungan mann, sem hefur verið of lengi undir handleiðslu móður sinnar. P'ALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.