Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 36

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 36
□TTD □□ HRINGUR RQBERTS LÁVARÐAR Tóki íleygði teningunum og beið ákafur eftir því að tölurnai kæmu upp. ,,Tólf“, sagði Danni. „Sjáðu". Hann tók teningana kæruleysislega upp og velti þeim yfir borðið. „Fjórtán", sagði hann fljótmæltur og rétti þá næsta manni. En Tóki var ekki á þeim buxunum að samþykkja þetta: „Þetta voru ekki fjórtán, þetta voru tiu, æpti hann. „Fimm og fjórir og...“ „Kæri vinur“, sagði Danni ertnislega. „Þú verður að taka eftir. Það er ekki mér að kenna, þó að þú kunnir ekki að telja." Þetta var í annað skipti, sem rýrð hafði verið kastað á gáfur Tóka og það tók að síga í hann. Ennfremur þoldi hann ekki að tapa. Hann rak upp reiðiöskur og réðist að Danna. „Þú þarft ekki að kenna mér að telja“, urraði hann og tók kverkataki á Danna. „Láttu hann fá ’ann“, hrópuðu félagar hans, en þeim til mikillar undrunar, hafði Danni sett fæturna fyrir brjóstið á Tóka, og fyrr en varði hafði Tóki flogið aftur á bak nokkra faðma. ICERRiT JBð pTAf-K® COP MABTtN tQONBEB STUPtQ S Ottó fylgdist fullur aðdáunar með bardagaaðferðum Danna. Ottó hafði ekki séð slík áflog fyrr og þau voru ný fyrir honum. Annar félaga Tóka ætlaði að ráðast aftan að Danna, en laun hans voru þau, að hann fékk ókeypis flugferð og varð að nauð- lenda nokkrum metrum frá. Á meðan hafði Tóki skreiðst á lappir. Hann dró hnif sinn úr slíðrum og nálgaðist óðum óvin sinn. Ottó var handviss um, að litli naggurinn mundi taka Tóka í karphúsið, en hann fýsti að vita með hvaða brögðum. Er. athygli hans beindist allt í einu að minnsta manninum í hópi þorparanna. Þetta var sköllóttur fýr með alskegg. Hingað til hafði hann verið í felum bak við borð, en nú læddist hann með rýting að Danna og hafði augsýnilega í hyggju að keyra hann í bak hans. Við þessa sýn kom riddarinn upp í Ottó. Hann stökk á fætur og flýtti sér niður stigann. Þorparinn var að því kominn að reka hnífinn í bakið á Danna, þegar stálgreip Ottós tók um únlið hans. Náunginn rak upp sársaukavein og reyndi að losa sig. Hann starði á hönd Ottós og þá virtist hann allt i einu algjörlega hjálparvana. Hvað var það, sem hann sá á hendi Ottós og kom honum alveg úr jafn- vægi. „Burt, rakki“, sagði Ottó um leið og hann sparn viö hnifnum, svo að hann flaug langt í burtu. „Ég þakka aðstoðina", sagði Danni og í þetta skipti var enginn háðshreimur í rödd- inni. „Ég var önnum kafinn við þennan", sagði hann og benti á Tóka, „og bjóst ek'ki við árás aftan frá.“ „Það voru engin vandræði með þennan", svaraði Ottó, „því að þegar hann sá hönd mína virtist allur kraftur fara úr honum. Hann leit á mig eins og naut á nývirki. Hvað veldur?“ Ottó teygði út höndina. Danni horfði á hana andartak og blistraði siðan lágt. „Það var ekki höndin, herra, heldur hringurinn, sem á henni var. Ég get vel ímyndað mér, að það hafi undrað Jörgen að finna þennan hring á hönd yðar". 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.