Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Qupperneq 17

Fálkinn - 24.10.1962, Qupperneq 17
á miðja bringu. Hann gekk stórum skref- um í kringum konuna, sem sat saman- hnipruð í hægindastólnum, eins og hann væri að athuga hvaðan væri bezt að ráðast á hana. — Þvuh, hreytti hann út úr sér. Síðan skellti hann aftur hurðinni á herbergi sínu en birtist brátt á ný, ætl- aði að segja eitthvað, en skellti hurð- inni aftur. í húsinu ríkti uggvænleg þögn. Eftir að stytti upp heyrðist að- eins dropatal frá þakinu og suð í fiðrild- um, sem komu inn um opinn gluggann og börðust við lampaskerminn. Konan stóð upp með rautt og þrútið andlit, gekk að skápnum, tók nokkra diska og fór inn í eldhúsið. •—■ Það er naumast, hugsaði Tijnelis meðan hann gekk um gólf. Það lítur út fyrir, að ég hafi getað gert það. Eftir að ég hef verið nokkra daga við kassann er ég álitinn þjófur. Dálaglegt almenningsálit það. Og eins hugsar þitt eigið heimilisfólk um þig. Sniðugt eða hitt þó heldur. En þessar skjóður geta stundum hugsað rétt: Ég verð kallaður fyrir rannsóknardómara. En þeir mega rannsaka. Ég er ekki hræddur. Ég hef ekkert gert og það er engin ástæða til að óttast. Getur verið.....Hann sezt á rúmið og spyr sjálfan sig: — Getur það verið, að Klupsas hafi kveikt í? Það er líklega Klupsas: Herrar mínir, komið til mín á laugardaginn. .... Herrar mínir, komið til mín á sunnu- daginn...... Þetta var viðkvæðið hjá honum og heima hjá honum var boðið upp á sveppi og ,,Martel“ og allar þær dýrindis krásir, sem hugurinn girntist. Hann keypti shinshillaskinn handa konunni sinni. Auminginn. Sá, sem kann ekki að fela, má ekki stela. Svo lætur hann bækur í hrúgu, hellir olíu á, bætir við vatti úr fóðrinu og kveikir í. Hann mundi fá að sitja inni, skepnan. Úff...... Það fór hrollur um bókarann, eins og hann vildi hnerra. Hann stóð upp og hélt áfram að skálma fram og aftur um gólfið. — Ef hann játar ekki, verður ekkert sannað, datt Tijunelis í hug. Hann sá Klupsas ljóslifandi fyrir sér: Hann gefur spil. Hann er með vindling í öðru munnvikinu og hitt aftur vegna reyksins. Á hægri hendi hans ljómar stór hringur. — Ametyse, útskýrði hann fyrir gest- um sínum og lét þá alla skoða hann. Hræðsla greip bókarann, sem átti þó ekkert skylt við þessa sýn. Honum datt það í hug, eins og honum hafði dottið í hug hundrað sinnum þennan sama dag, hversu kæruleysislega hann hefði tekið við peningunum frá Klups- as og skilað þeim aftur seinna, meira að segja án þess að telja þá í hvorugt skiptið. Þess vegna var hann að naga sig í handarbökin og gat ekki fyrirgefið sjálfum sér. Konan kallaði á hann til að borða, en sjálf sýndi hún sig ekki við borðið. Bókarinn tuggði bjúgað lengi án þess að finna bragð af því og starði, starði utan við sig á brauðsneiðina. Honum fannst sem snöggvast að einhver opn- aði útidyrnar og gengi upp stigann. Hann hætti að tyggja og beið með full- an munninn. Eftir örstutta stund hélt hann áfram að tyggja. Hann huggaði sig við það, að enginn kom og enginn mundi koma, og með hljómlausri röddu sagði hann: — Þið getið verið rólegar. .... Sá, sem kveikti í, hefur verið tekinn. En þrátt fyrir þessi orð urðu þær ekki jafngóðar: Þær spurðu ekki einu sinni að nafni hans, sem kveikti í, og fórnuðu þannig sinni kvenlegu for- vitni. Eftir dálitla stund staðnæmdust konurnar samt á þröskuldinum eins og stólpar. Tijunelis bætti við: — Og það var ykkar allra bezti og sætasti..... — Klupsas? spurði konan og hall- aðist að móður sinni. Hún kiknaði í knjáliðunum. Frúin og móðir hennar kölluðu Klupsas „þann bezta og sætasta“. Bók- arinn hafði okkrum sinnum komið með skrifstofustjórann heim til sín. Hegð- un hans og falleg framkoma, en þó sér- staklega stóri dýri hringurinn hans, hafði 'á einu kvöldi unnið hjörtu beggja kvennanna. Þegar gesturinn kvaddi lagði hann sitt mjúka yfirskegg að hönd gömlu frúarinnar, svo að gleði- tárin komu fram í augu þessarar sveita- konu. Bókarinn svaraði spurningunni sigri hrósandi. Nú hafði hann fengið enn eina sönnun þess, að hann hafði alltaf rétt fyrir sér, því að einu sinni fyrir löngu, þegar konan hans hafði sagt hon- um að taka Klupsas sér til fyrirmynd- ar, hafði Tijunelis reiðzt og sagt: — Hann er ekki nema hismi. Það hafði komið í ljós í dag, að orð hans voru sönn, en samt leið honum ekki betur. Bókarinn velti sér í rúm- inu alla nóttina og var sífellt að kveikja í vindlingum, opna og loka glugganum, kvelja sig og kvelja. Þótt hann reyndi að hughreysta sig, var hann ekki vel undir morguninn búinn. Hann var hræddur um, að Klupsas myndi reyna að koma sökinni yfir á sig, eða að minnsta kosti gera sig meðsekan. Tijunelis sofnaði ekki fyrr en undir morgun með annan fótinn niðri á gólfi og án þess .að hafa slökkt ljósið. Nokkrir dagar liðu. Þegar skrifstof- an hafði verið hreinsuð eftir brunann, hófu þeir aftur vinnu. Bókarinn hafði tekið miklum stakkaskiptum, var orð- inn stilltur og ekki aðeins það; heldur hafði hann og lagt niður ýmsa ávana, sem hafði verið fastur liður í skrif- stofunni. Til dæmis þegar einhver spurði: — Herra Tijunelis, gæti ég fengið höfuðbókina, var hann vanur að fara allur af stað og segja: — Undir eins .... undir eins........ Höfuðbókina, höfuðbókina, — og hann vissi ekki fyrr en hann var farinn að syngja: — Höfuðbókina í grænu bandi. . Þegar hann fann svo bókina, sló hann á hana með lófanum og sagði: — Bókin, gerið þér svo vel. Og þegar hann var spurður um eitt- hvað á meðan hann var að vinna við Framh. á bls. 34 FALKINN 17

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.