Fálkinn - 24.10.1962, Side 28
Ileiðarlegt fólk
Framhaid af bls. 13.
Gripirnir eru nákvæmlega jafnmargir
og getið er um í skránni.
Jeppesen kinkaði kolli. — Enn sem
komið er, get ég ekki sagt að gripirn-
ir hafi beinlínis hjálpað mér, en þeir
valda mér ósegjanlega mikilli gremju,
þar sem þeir liggja þarna í jafn snyrti-
legum umbúðum og þeir voru, þegar
þeim var rænt úr verzlun gullsmiðsins.
Ég held, að við ættum að hætta að
hugsa um hlekkinn, sem vantar, við
megum ekki einblína of mikið á eitt-
hvað, sem er ef til vill ekki til. Og nú
skulum við bregða okkur fimm ár aft-
ur í tímann.
Það leið nokkur tími, þangað til
Flindt gerði sér grein fyrir því, hvað
það var, sem vinur hans og samstarfs-
maður átti við. En að lokum samþykkti
hann hugmyndina. Lögreglumennirnir
tveir unnu í nokkra daga að því að
rannsaka ýmislegt, sem gerzt hafði fyr-
ir fimm árum.
Þeir fundu margt, sem vakti áhuga
þeirra. En það var efnarannsóknastof-
an, sem kom raunverulega skriði á mál-
ið. Efnafræðingur, sem hafði mikla
þekkingu á gimsteinum, benti Jeppesen
á, að nokkrir steinanna væru falsaðir.
— Vissir þú það, spurði Flindt undr-
andi.
— Nei, svaraði Jeppesen. — Það var
ekki það, sem ég átti við, þegar ég
sagði að mér gremdust gripirnir. Það
var, að þeir skyldu liggja svo snyrti-
lega, hver í sinni öskju. Venjulega gefa
innbrotsþjófar sér ekki tíma til að búa
svo vel og vandlega um þýfið. Annað
hvort hendir hann því niður í tösku, eða
stingur því í vasa sína.
— Áttu við, að við eigum að heim-
sækja Karl Bovense aftur?
— Bráðum. Ég á aðeins eftir að ná
tali af manni, sem var afgreiðslumaður
hjá Karli Bovense, þegar innbrotið var
framið. Ef til vill hefur hann frá ein-
hverju að segja ...
Flindt gramdist dálítið, að Jeppesen
skyldi ekki vilja segja honum allt, sem
honum bjó í huga. En þannig var það
oftast. Jeppesen var getspakur og hafði
auðugt ímyndunarafl, og það bar oft
undraverðan árangur. En hinn þétt-
holda Jeppesen skipti heiðrinum alltaf
bróðurlega milli sín og vinar síns, svo
að Flindt lét gremju sína ekki í ljós.
Seinna um daginn bað Jeppesen
Flindt að koma með sér til Karls Bo-
vense.
Karl Bovense var hár og glæsilegur
maður, verzlun hans, sem var í hjarta
borgarinnar var einnig mjög glæsileg.
Hann var tæplega fimmtugur að aldri,
dökk augu hans voru greindarleg, og
hár hans var hrafnsvart og þykkt. Föt
hans báru því vitni, að þar fór duglegur
kaupsýslumaður, sem hafði á fáum ár-
um unnið sér orðstír sem einn af mestu
kaupsýslumönnum borgarinnar.
Gullsmiðurinn bauð gestunum til
skrifstofu sinnar, og hann lokaði dyrun-
um á eftir þeim. — Get ég aðstoðað
ykkur á einhvern hátt? spurði hann
kurteislega.
Jeppesen kom strax að kjarna málsins.
— Já, þér getið sagt okkur á hvern
hátt þér björguðuð yður úr fjárhags-
vandræðum þeim, sem þér voruð í fyrir
fimm árum, sagði hann.
Karl Bovense varð greinilega móðg-
aður. — Ber mér nokkur skylda til að
skýra lögreglunni frá því? Ég fæ alls
ekki skilið hvers vegna þér eruð að
skipta yður af því.
— Ég geri það af því að ég veit, að
þér gerðuð það méð því að fremja
tryggingasvik. Nokkrir steinanna í
skartgripum þeim, er þér tilkynntuð að
stolið hefði verið, voru sviknir. Þér
fenguð tryggingaféð greitt, sem væru
þeir ósviknir. Játið þér?
Augnaráð Karl Bovense varð flökt-
andi.
— Þetta .... þetta getur ekki verið
rétt. Ætlið þér að halda því fram, að
ég verzli með svikna steina?
Jeppesen hristi höfuðið. — Nei, herra
Bovense, það var greinilega sérfræð-
ingur, sem hafði skipt um steina, og
sviknu steinarnir báru þess vitni, að
þeir komu frá yðar eigin smíðastofu.
Ég leyfi mér að halda því fram að skart-
gripirnir hafi verið fluttir beint frá
verzlun yðar til hússins við Vinarveg
85, og það hafi ekki verið hreyft við
þeim síðan.
Gullsmiðurinn fölnaði. Svitinn spratt
út á honum og hann leitaðist örvænting-
arfullur við að finna leið út úr ógöng-
unum. Að lokum gafst hann upp.
— Ég játa það. Ég féll fyrir freisting-
unni þá, ég var á barmi gjaldþrots. Það
var heimskulegt af mér að segja trygg-
ingarfélaginu, að steinarnir hefðu allir
verið ósviknir, en ég fékk bætur fyrir
þá sem slíka......
Jeppesen kinkaði kolli. — Þakka yður
fyrir, þetta var skynsamlegt af yður ....
•—■ Ég mun sjálfur gera út um málið
við tryggingafélagið .... ég þekki for-
stjórann..... Það lifnaði aftur yfir
gullsmiðnum, en það stóð ekki lengi, því
Jeppesen tók nú aftur til máls:
— Það er eitt atriði enn, herra Bo-
vense. Þér sögðuð mér, að þér könnuð-
ust hvorki við nafnið Ingeline Poulsen
né heimilisfangið Vinarvegur 85. Þér
munið eftir því, er það ekki?
— Já......Gullsmiðurinn vætti var-
irnar og horfði taugaóstyrkur á leyni-
lögreglumanninn. — Það var þarna, þeg-
ar þér hringduð til mín.....
— Einmitt, en það var ekki satt. Af
hverju sögðuð þér ekki sannleikann.
Gullsmiðurinn hristi höfuðið með
ákafa. — Nei, það var alveg satt. Ég
man hvorki eftir þessu nafni né heim-
ilisfanginu.
— Jú, það hljótið þér að gera. Ég
hef talað við einn fyrrverandi af-
greiðslumann hjá yður, og hann sagði
að hann hefði oft verið sendur með
vörur að Vinarvegi 85, til frú Poulsen.
Af hverju skrökvið þér til um það?
Gullsmiðurinn lét fallast í stól. —
Ég hlýt að hafa gleymt því, sagði hann,
og rödd hans skalf. — Það er svo langt
síðan.....
— Munið þér nú eftir því?
— Já, nú, þegar þér minnist á
það.....
— Hvers konar vörur voru það, er
þér senduð frú Poulsen?
Skyndilega spratt Karl Bovense á
fætur, fölur sem nár, og æpti: Það voru
ekki þeir skartgripir, er þið funduð þar,
ef það er það, sem þér álítið.....
Jeppesen hristi höfuðið. — Nei, ég
álít það alls ekki. Þér fóruð nefnilega
sjálfur með þá gripi þangað, kvöld
nokkurt eftir að skyggja tók. Ég get
meira að segja sagt yður hvaða mánað-
ardag það var, því að þér fenguð borg-
VELJIÐ CERTINA
og þér eignizt úr sem þér getið
treyst. Certina úrin eru gangviss
og þau eru falleg, höggþétt, vatns-
þétt og hafa óbrjótanlega fjöður.
Árs ábyrgð fylgir.
CERTINA
28
FÁLKINN