Fálkinn - 24.10.1962, Side 32
á fóðui' þann tíma sem þarna var dvalið
og að endingu gefinn matur sem end-
ast mundi í nokkra daga. Má segja, að
þetta sé algjört fyrirhyggjuleysi hjá
Betu að senda þegna sína svo á sig
komna til dvalar í örævum landsins.
Frá Hagavatni var haldið í Kerlingar-
fjöll og höfð þar nokkur viðstaða.
Munaði minnstu að slys yrði á mönnum
þegar gengið var á Snækoll. Á niðux'leið
drógu menn hettur yfir höfuð sér og
lögðust á bakið og fóru bakrennsli.
Uggði sá ekki að sér er fór fyrir og
munaði minnstu að hann lenti niður í
sprungu með allan hópinn á eftir. Þessu
tókst þó blessunarlega að afstýra. Var
sú helzt dægradvöl næstu daga að gera
sér í hugarlund dauðdaga í jökul-
sprungu. Meðan hópurinn dvaldi þarna
var verið að stækka og endurbæta hús
Ferðafélagsins og m. a. steyptur reyk-
lxáfur. Gengu Marímenn rösklega fram
í því verki. Frá Kerlingarfjöllum var
haldið að Hveravöllum og gist þar eina
nótt, en næsta dag farið í Þjófadali og
gist við Seyðisá, þá haldið í Vaglaskóg
og eftir tveggja daga viðdvöl haldið í
bæinn.
Síðan þessi ferð var farin hefur ekki
verið um sumarleyfisferðir á vegum
klúbbsins að ræða, en jafnan farið eitt-
hvað um páska og hvítasunnur. Páska-
fei'ðin 1961 var austur í Landsveit en
hvítasunnuferð á Tindfjallajökul. Um
síðustu hvítasunnu fór klúbburinn á
Snæfellsnes.
í klúbb sem þessum skapast ýmsar
venjur svo sem við er að búast. Til
dæmis hefur það verið föst venja að
mæta um miðjan dag 17. júní í Breið-
firðingabúð og drekka kaffi. Hafa kon-
ur þá bakað gómsætar tertur, en karl-
ar etið nægju sína. Þess hefur áður
verið getið að allar ferðir eru hafnar
og endaðar með Maríusöngnum. Þegar
farið var í sumarleyfisferðin ’59 voru
allir með rauðar húfur, og í ferðinni
’60 voru allir með Týrólahatta, svai’ta
eða rauða.
Þá er rétt að minnast á farkosti. Áður
hefur verið minnzt á Soffíu, en sá bíll
var mikið notaður fyrst í stað. Þann
bíl hafði áður átt Bjarni í Túni, en
Guðmundur Kerúlf og Guðni Sigur-
jónsson keyptu þann bíl, breyttu hon-
um talsvert og gáfu honum nafnið. Það
var gaman að ferðast með Soffíunni
þótt hún ylti talsvert og menn yrðu þá
frekar sjóveikir en bílveikir. Nú eru
ævidagar þessa merka bíls taldir, en
ný Soffía í bígerð. Eftir að klúbburinn
stækkaði var fenginn nýr farkostur. Var
það 44 manna Ford er áttu Sæmundur
og Valdimar bílaútgerðai-menn í Borg-
arnesi. Þessi bíll var skírður María, en
nú hafa þeir selt bílinn. í sumarleyis-
ferðinni 1960 var farið á bíl frá Kjartan
og Ingimar, en bílstjóri var Ingi
Sveinsson.
Þá er rétt að minnast á eitt atriði
í viðbót. í klúbb sem þessum kynnast
menn alltaf nýju fólki og ekki ósenni-
legt að hinn rétti lífsförunautur sé þar
á meðal. Það má líka segja að þetta
hafi komið í ljós í starfi Maríumanna,
því milli 10 og 20 hjónabönd hafa þar
átt upptök sín.
Or.
Keiðarlegt íólk
Framhald af bls. 29.
fundið neitt, þó mér hefði dottið í hug
að leita.....
Á leið sinni til lögreglustöðvarinnar
ók bifreiðin niður Vínarveg. Það var
ekki mikið eftir af húsinu númer 85,
aðeins kjallarinn og nokkur veggjabrot.
Jeppesen datt í hug, að það færi ekki
hjá því, að ýmislegt misjafnt ætti sér
stað á fimmtíu ára ferli, jafnvel þótt
svo virðulegt og látlaust hús ætti í hlut.
Hann hafði aðeins orðið vitni að einum
atburði......
LÖGItEGLUGÁTAN
Framh. af bls. 29.
hafði hann sagt herbergi sínu lausu
og Greiber ákvað að athuga hann
nánar.
Þegar Marini verkfræðingur rétti
dyraverðinum lyklana að herbergi sínu
og hneigði sig að lokum, veitti hann
því athygli, að tveir menn gáfu honum
gætur. Og þegar hann gekk út um
vængjahurð gistihússins fylgdu þeir
honum eftir.
Greiber og aðstoðarmenn hans, sem
veittu Marini eftirför, uppgötvuðu
fljótlega, að hann hegðaði sér ekki
neitt grunsamlega. Hann fór í nokkrar
verzlanir, borðaði hádegsverð í ný-
tízku veitingahúsi og hegðaði sér á all-
an hátt eðlilega. Um kvöldið tók hann
leigubíl til úthverfis Berlínar sem hafði
ekki gott orð á sér, en það þurfti ekki
að þýða, að hann væri þjófur. Hann
hvarf inn um húsasund og lögreglu-
mennirnir ákváðu að bíða eftir honum.
En það leið á löngu að Marini kæmi
til baka. Margt fólk gekk inn og út um
húsasundið, og Greiber velti því fyrir
sér, hvað nú skyldi taka til bragðs.
Greiber og aðstoðarmennirnir voru að
ganga yfir að húsasundinu þegar hæru-
skotinn, eldri maður með hökutopp og
svört gleraugu kom út. Greiber veitti
honum lauslega gætur, en skyndilega
stirðnaði hann upp. Hann greip í að-
stoðarmennina.
— Flýtið ykkur, nú höfum við náð
honum, hvíslaði hann.
Lögeglumennirnir ruddust á eftir
hinum aldna manni, sem reyndi að
sleppa þeim úr greipum. En eltingar-
leikurinn stóð ekki lengi. Lögreglu-
mennirnir náðu halta manninum strax
og yfirbuguðu hann. Þegar hann reyndi
að mótmæla kröftuglega, var hann
fluttur til lögreglustöðvarinnar.
— Kæri herra Marini verkfræðingur,
taktu nú skeggið og gleraugun af, svo
skulum við tala lítilsháttar saman,
sagði Greiber. — Við getum ef til vill
talað um þjófnaðina á gistihúsinu
Adlon.
Marini verkfræðingur gafst upp.
Hann viðurkenndi gistihúsþjófnaðina.
Það hafði verið ætlun hans að reyna
að sleppa úr Berlín í þessum dularbún-
ingi.
— En .... stamaði hann — hvernig
þekktuð þið mig? Mér fannst sjálfum
að dulargervið væri prýðilegt, og leik-
ur minn, hélt ég, að hefði leitt yður
villur vegar.
Greiber leynilögreglumaður hló.
— Hinn aldni herra með gleraugun
og skeggið haltraði að vísu ekki, en
það voru skórnir hans sem sögðu allt.
Þegar ég í gistihúsanddyrniu athugaði
gestina, gat ég ekki annað en veitt fóta-
bragði yðar athygli. Þér, herra Mai’ini,
höltruðuð og þess vegna var hællinn
á vinstra skó yðar skakkur. Þegar ég
sá yður hverfa út um húsasundið veitti
ég athygli vinstra skó yðar og upp-
götvaði að hællinn var skakkur. Þér
hefðuð átt að skipta um skó, minn góði
herra, því að hinn vinstri varð yður
Achillesarhæll.
32
FÁLKINN