Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.10.1962, Blaðsíða 12
c>m SMÁSAGA EFTIR J. KJÆR HANSEN Þegar verið var að ríía gamla húsið, íannst dýrmæftur fjársjóður í því. í þessu húsi hafði alítaf búið heiðarlegt fólk. Einhver sérvitr- ingur hefur átt þetta. Honum hefur ekki unn- izt tími til að koma því annars staðar fyrir áður en hann dó, sagði fólkið. — Síðar kom í Ijós, að sitthvað misjafnt hafði gerzt í þessu virðulega húsi . . . LEGT Það átti að rífa húsið við Vinarveg 85 vegna götuviðgerðar. fbúum hússins hafði öllum verið sagt upp húsnæðinu, og hinir síðbúnustu fluttu viku áður en verkamennirnir hófu vinnu sína þar. Þeim fannst húsið ekkert eftirtektar- vert, nema hvað þeir bjuggust við að erfitt yrði að rífa það, því nr. 85 var byggt á uppgangstímum iðnaðarmann- anna og ákaflega traustbyggt. íbúar þess höfðu alltaf verið heiðarlegt fólk, sem hvorki gaf tilefni til blaðaskrifa né slúðursagna. Þess vegna urðu þeir mjög undrandi, þegar þeir fundu skyndilega dýrmætan fjársjóð. Hann hafði verið fólginn í gólfi einnar af hinum minni íbúðum hússins. Þetta var skartgripasafn, hring- ar, hálsfestar, gullúr og fleira, og marg- ir þeirra voru settir gimsteinum. Leynilögreglumennirnir Flindt og Jeppesen voru sendir þangað, til að líta á hlutina. Flindt, sem var hár og grann- ur, klifraði eins og köttur um hálf nið- urrifið húsið, en Jeppesen, sem var mun holdugri, átti í meiri erfiðleikum. Einn af verkamönnunum, sem þekkti leyni- lögreglumennina, spurði hispurslaust: — Hvern fjárann viljið þið hingað? í þessu húsi bjó eingöngu heiðarlegt fólk. Það hlýtur að hafa verið einhver auðugur sérvitringur, sem hefur átt 12 FÁLKINN þetta drasl; honum hefur ekki unnizt tími til að koma þessu fyrir annars stað- ar, áður en hann dó. — Ef til vill, svaraði Flindt rólega. — Við Jeppesen munum komast að raun um, ef svo er. Leynilögreglumennirnir tóku skart- gripina í sínar vörzlur. Hver gripur lá snyrtilega í silkifóðraðri öskju. Á hverri öskju stóð gullnum stöfum: Karl Bov- ense, gullsmiður. — Karl Bovense- hlýtur að muna eftir slíkum viðskiptavini, sagði Jeppesen. Flindt var honum sammála. — Ef til vill er þetta ekkert leyndardómsfullt, sagði hann. Hálftíma síðar voru leynilögreglu- mennirnir tveir staddir í hinni glæsi- legu skartgripaverzlun Karl Bovense og það var síður en svo eðlileg skýring, sem þeir fengu á málinu. Um leið glataði hið virðulegá hús við Vinarveg ofurlitlu af dýrðarljómanum. Gullsmiðurinn starði sem dáleiddur á dýrgripina, sem lágu fyrir framan hann á borðinu. — En þetta eru gripirnir, sem stolið var frá mér, sagði hann, og horfði óró- lega á lögreglumennina. —Stolið, hvenær? spurði Flindt. — Þegar brotizt var inn hjá mér, fyr- ir fimm árum .. . — Já, alveg rétt, innbrotið, sem aldr- ei var upplýst . . . — Já. Flindt og Jeppesen mundu greinilega eftir því máli. Það hafði vakið mikla at- hygli, en varð þó aldrei upplýst. — Eru þetta gripirnir, sem stolið var, tautaði Jeppesen og hnykklaði brúnir. — Ja, ég held það, svaraði Karl Bovense. — Það verður ekki erfitt að komast að raun um það. Við geymum ennþá skrána, sem þér gerðuð yfir gripina, í skjalasafninu, sagði Flindt og setti grip- ina aftur í öskjurnar. — Annars er alveg eins heppilegt að geyma þá hérna, sagði gullsmiðurinn. — Eg verð að gera upp reikningana við tryggingarfélagið, sem bætti mér skað- ann, þegar þessu var stolið. En Flindt innsiglaði þegar safnið. —■ Fyrst um sinn verður safnið í vörzl- um lögreglunnar. Þessum hlutum var stolið, og við höfum ekki enn fundið þjófinn. Við tökum málið upp að nýju Flindt var ekki sérlega bjartsýnn, þegar hann kom aftur úr rannsóknar- ferðinni um húsið við Vinarveg. Hann hitti Jeppesen á skrifstofunni og skýrði svo frá: — Ég talaði við fyrrverandi eiganda hússins. Fyrir fimm árum bjó gömul kona, Ingeline Poulsen að nafni, í íbúð- inni, sem skartgripirnir fundust í. Hún lézt um það bil þremur mánuðum eftir að brotizt var inn í verzlun Bovense, af völdum byltu, sem hún hlaut í eldhús- inu hjá sér. Eftir það var íbúðin endur- bætt og leigð ríkisstarfsmanni. Hann bjó þar þangað til húsið var selt til niður- rifs. — Hm ... Hvaða ályktanir dregur þú af þessu? — Að þýfinu hafi verið komið fyr- ir í íbúðinni meðan frú Poulsen bjó þar — og að skyndilegur dauði hennar, end- urbæturnar á íbúðinni og koma hinna nýju leigjenda hafi hindrað þjófinn í að ná þýfinu aftur. — Þetta gefur ekki mikla skýringu á því, hver það var, sem flutti þýfið frá verzlun Bovense til íbúðar frú Poulsen. — Nei, en ég held að okkur sé óhætt að útiloka þann möguleika, að það hafi verið frú Poulsen. Henni er ekki að- eins lýst'sem hæglátri konu, sem varði tíma sínum til lesturs bóka, hún var líka fótaveik og sjóndöpur. Fólk, sem þekkti hana, segir að hún hafi mjög sjaldan farið út. Hún fékk sendar all- ar nauðsynjavörur. — Fékk hún nokkrar heimsóknir? Átti hún nokkra kunningja? — Nei, ekki svo vitað sé. Til hennar komu aðeins sendisveinarnir frá þeim verzlunum, er hún verzlaði við, og þeir komust aldrei lengra en að dyrunum. — Við hvaða verzlanir verzlaði hún? — Aðeins nýlenduvöruverzlunina, mjólkurbúðina og þær verzlanir, er selja nauðsynjavörur. Að minnsta kosti hef ég ekki komizt að öðru, þótt maður

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.