Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Síða 33

Fálkinn - 24.10.1962, Síða 33
«P Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). Að öllum líkindum verðið þér fyrir smávegis von- brigðum í byrjun vikunnar, en þegar líður á, mun ganga betur og skapið fara batnandi. Unga fólkið verour að taka á þolinmæðinni, því að í ástamálunum mun ekki allt leika í lyndi. Allt. bendir þó til, að úr því muni rætast um síðir. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí). 1 þessari viku skuluð þér forðast að taka skjótar ákvarðanir, því að ef þér hættið yður út í það, sem þér hafið enga þekkingu á, mun yður iðra þess lengi á eftir. í lok vikunnar munuð þér sennilega hagnast eitthvað, annaðhvort í formi gjafa eða peninga. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní). Nú er hentugur tími til hvers konar breytinga, annaö hvort til flutninga eða til starfsskipta. Þér munuð fá meðbyr í þessum málum, og því skuluð þér ekki láta tækifærið renna yður úr greipum. Annars ættuð þér að gefa meiri gaum að einkalífinu en þér hafið hingað til gert. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Þér skuluð hafa fremur hægt um yður í þessari viku, þá mun allt fara vel. Ef þér rasið um ráð fram, mun hins vegar illa fara, og það líka í ástamálunum. Umfram allt látið ekki flækja yður í mál, sem yður koma ekkert við. LjónsmerJcið (23. júlí—23. ágúst). Þetta mun í alla staði verða hagstæð vika. Ef þér getið gripið gæsina, á meðan hún gefst, benda allar líkur til, að þér munið hagnast eitthvað fjárhagslega. Einnig mun allt leika í lyndi í einkalífinu, en gætið að skapsmununum. Jómfrúarmerkið (2U. ágúst—23. september). Stjörnurnar segja, aö í þessari viku muni vandamál nokkurt skjóta upp kollinum og verði það sérlega erfitt viðureignar. Ef þér viljið leysa þetta vandamál, verðið þér að taka á öllu, sem þér eigið til. Gætið vel að fjármunum yðar. Vogarskálamerkið (2U. september—23. október). Það mun sennilega liggja illa á yður í næstu viku, þér hafið undanfarið haft áhyggjur af máli nokkru, , en stjörnurnar segja, að mál þetta muni leysast a mjög óvæntan máta. Samt sem áður ættuð þér að forðast allar deilur á heimili yðar. Sporðdrekamerkið (24. október—22. nóvember). Þér munuð ná geysigóðum árangri í næstu viku, ef þér komist upp á lag með að halda rétt á spilunum. í einkalífinu eru allar horfur mjög góðar, og unga- fólkið getur glaðzt. yfir því, að í vikulokin munu ýmis ástarævintýri heilla og lokka. Bogamannsmerkið (2S. nóvember—23. desember). Vikan mun verða sérlega góð, ef þér vinnið af áhuga og dugnaði að þeim störfum, sem þér hafið á hendi. Hins vegar ef þér missið áhugann mun allt fara í handaskolum. Þér ættuð ekki að horfa í fjár- útlát í ákveðnum tilgangi, því að þá peninga munuð þér fá margfalt borgaða. Steingeitarmerkið (24. desember—20. janúar). Það verða gerðar miklar kröfur til yðar í þessari viku og þér munuð því aðeins geta uppfyllt. þær, að þér takið þeim með rósemi og leggið skynsamlegt áform um hvernig þér ætlið að vinna að verkefnunum. Annars virðist skemmtilegur tími fara í hönd, einkum í einkalífinu. Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar). Hafið augun opin í þessari viku. Það ríður á því, að þér hamrið járnið meðan það er heitt. Ef yður t.ekst það, munu viðhorf yðar til tilverunnar breytast til batnaðar. í ástamálunum munu gamlar tryggðir treystast og ný sömuleiðis. Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz). Það hefur ekki blásið byrlega fyrir yður upp á síðkastið. Þér hafið látið skeika að sköpuðu og kæru- leysið hefur næst.um alveg náð taki á yður. Hristið þetta af yður hið bráðasta, þá mun vel fara. í viku- lokin munuð þér fá ágætar fréttir. , Slankbelti eða Brjóstahaldari er undir- fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að vel athuguðu máli. Lífstykkjavörur eru það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði yðar, að nausynlegt er að velja þær með fyllstu nákvæmni. Spyrjið um hinar velþekktu KANTER’S lífstykkjavörur sem eingöngu eru framleiddar úr beztu efnum, í nýjustu sniðum. Þér getið ávallt verið öruggar um að fá einmitt það sem yður hentar bezt frá IISCAIMDINAVIA FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.