Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 9
Eitthvert sögulegasta strand, sem orðið hefur hér við land, er án efa Clam'-strandið við Reykjanes 1 950. Clam var 10 000 tonna brezkt olíuskip, en áhöfnin var af ólíku þjóðerni, Kínverjar frá Singapore, Bretar og Norðurlandabúar. 23 björguðust af 50 manna áhöfn. Á næstu sex síðum rekur FÁLKINN sögu hins fræga strands og er greimn byggð á frásögnum þeirra manna, sem mest voru viðriðnir björgunina. TEXTI: SVERRIR TÓMASSON, MYNDIR: JÖHANN VIL- BERG. hann svo ofsahræddur, aS hann rak upp óp og konurnar þustu inn í herbergið, þar sern skipsbrotsmenn voru. Það var eins og ætti að fara að drepa hann. Ég var ekkert að tvínóna við þetta, tók í hálsmálið á kauða og risti fötin utan af honum. Kínverjagreyið hefur senni- lega haldið að ég ætlaði að rista hann á kviðinn, enda verið því vanastur að hnífar væru notaðir til þeirra verka. Manni hlær hátt og hressilega. ■—- Heyrðu, Manni, erum við ekki komnir á strandstaðinn? spyr Tómas. -—■ Það eru rúm tólf ár síðan ég kom hing- að síðast. — Við erum alveg að koma, segir Manni, strandstaðurinn er við næstu snös. Hann leiðir okkur fram á brúnina. — Sjáið þið, strákar, segir hann og bendir niður á klettasyllu, — upp á þessa syllu, komst einn af skipverjum lifandi. Við köstuðum til hans kaðli, en hann virtist ekki hafa kraft til að binda hann nógu rækilega við sig. Þá var það, að einn okkar seig hér niður af nefinu og sótti manninn inn í skoruna, bar hann á bakinu eftir hálli syllunni, batt hann við reipið og lét hífa hann upp. Hann kom svo sjálfur á eftir. — Hvaða járnkrókar eru þetta? spyr ég, þegar við komum að járnkrókum nokkrum, sem festir eru niður í klöpp- ina. — Þeir eru síðan Guðmundur Kolka var að bjarga góssi úr Clam, svarar Manni. — Var það ekki undir þessum kletti, sem skipstjórinn sat og talaði við mig? spyr Tómas. — Aldrei hef ég séð mann jafn niðurbrotinn og hann, þegar ég sagði honum, að bróðir hans hefði farizt. — Nei, segir Manni, það var klett- urinn, sem við bundum línuna við. Þarna er hann. Við erum komnir, drengir mínir. Já, skipstjórinn, hann var aumur. Ég man eftir því að það eina, sem hann hafði með sér úr skip- inu í land, var eitt sígarettukarton, sem hann lét ganga meðal mannskaparins. —- Þið björguðu skipstjóranum síð- ast? — Já, við þurftum að skjóta línunni þrisvar sinnum áður en skipverjar náðu henni. Eftir það gekk allt greiðlega og við drógum þá 19 menn, sem eftir voru í skipinu í land. Þeir héldu sig allir í brúnni, enda var ófært milli brúar og hvalbaks. Þið vitið sjálfsagt hvernig olíuskipin eru byggð. Brúin er aftast. Klappirnar eru heitar af sólskininu og við tyllum okkur niður. Þeir Tómas og Gamalíel segja okkur sitthvað af skipströndum við þetta nes. Hinum megin á því þ. e. austan við það, undir svokölluðu Hrafngilsstaðabergi, strand- aði togarinn Jón Baldvinsson og Búða- klettur, það voru svona 400 m á milli strandstaðanna. Manni minnist þess, er hann var beðinn um að sækja póstpoka nokkra sem eftir höfðu verið í Búðakletti. Strandið varð rétt fyrir jólin og skipið hafði verið að koma með vörur og fólk frá Vestmannaeyjum. Þegar búið var að bjarga fólkinu í land, var sérstak- lega beðið um, að reynt yrði að bjarga póstinum úr skipinu. — Við tókum það að okkur, tveir, segir Manni. Við fórum um borð, kom- umst við illan leik aftur á, því að það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.