Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 13
— Mikið, ef þeir rífa ekki nótina á
hrauninu, segir Tómas.
Við ökum niður að höfninni. Þar hitt-
um við þá Sigurð Þorleifsson og Árna
Magnússon.
— Var nokkuð eftir af Clam? spyr
Sigurður.
— Ja, við fundum eina stöng, sem
var til þess að halda uppi kojunum, seg-
ir Tómas.
Það siglir síldarbátur inn í höfnina.
Hann hefur sennilega rifið nótina
þessi, segi ég.
— Já, Guðmundur Þórðarson kom
inn í gær og bætti nótina á bryggjunni,
segir Sigurður, en hann er hafnarvörð-
ur í Grindavík. Og hann gengur niður
eftir bryggjunni, eftir að hafa kvatt
okkur. Árni Magnússon fer upp í frysti-
hús, þar sem hann er vélstjóri, og
Tómas Þorvaldsson þarf að sinna út-
gerð sinni. Þeir kveðja okkur með virkt-
um.
★
Við ökum brott úr þessu vinalega
þorpi. Strákur hleypur í veg fyrir bíl-
inn og við skrúfum niður rúðuna og
spyrjum af hverju hann hlaupi fyrir
bíla, hvort hann viti ekki að það sé
hættulegt.
— Voru þið að fara út á nes? spyr
strákur
— Já, svörum við.
— Funduð þið nokkuð úr Clam?
— Nei, en það sér í vélina í stór-
straumsfjöru.
★