Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 37
Hann hélt áfram. Hann fletti blaðsíðunni og Þar lá pappírsblað (hann hefði uppgötvað það strax, áður en hún fór að lesa, ef hún hefði sett það í umslag) með hinni svörtu snotru rithönd. Kæri Philip, aðeins að segja góða nótt við þig milli blaðanna í eftirlætis- bókinni þinni — og minni. Við erum svo heppin að hafa skilið á þann hátt, sem við höfum. Með sam- eiginlegar endurminningar verðum við að eilífu letruð í sömu bók. Kveðja, Jóesfína. Hann henti bókinni og blaðinu á gólf- ið. Hann sagði: „Tíkin. Andskotans tíkin.“ „Ég vil ekki hafa, að þú talir svona um hana,“ sagði Júlía með undraverð- um krafti. Hún tók upp blaðið og las það. „Hvað er að þessu?“ krafðist hjn. Hatarðu minningar? Hvað verður um minningarnar okkar?“ „En sérðu ekki leikina, sem hún er að leika? Skilurðu ekki? Ertu bjáni, Júlía?“ Þessa nótt lágu þau í rúminu sín hvoru megin og snertust ekki einu sinni með fótunum. Það var fyrsta nótt- in, síðan þau höfðu komið heim, sem þau höfðu ekki elskast. Hvorugt svaf mikið. Um morguninn fann Cartier bréf á augljósasta staðnum, sem hann hafði einhvern veginn skilið út undan: Milli blaðanna á óskrifuðum skrifpappírnum, sem hann skrifaði alltaf sögur sínar á. Það byrjaði svona: „Elskan. Ég er viss um það að þú hefur ekki á móti, að ég noti gamla hugtakið......“ Eitt orð ... Framhald af bls. 29. ástæðu, að þið fóruð af stað með þessa verzlun? — Fyrst og fremst til að veita betri þjónustu. Og við höfum alltaf kapp- kostað að hafa sem fjölbreyttast úr- val á boðstólum. Við erum með um hundrað tegundir hér í verzluninni. — Og fólkið hefur kunnað að meta þetta? — Já, vissulega. Þetta hefur verið mjög vinsælt. Við erum hér t. d. með hollenzka skó, Ros, sem hafa orðið vinsælir. Þeir eru sérstaklega gerð- ir fyrir börn sem eru að byrja að ganga. Þeir eru með innleggi og skórinn er byggður þannig upp, að fóturinn sé óþvingaður, ekki strengt yfir tærnar eins og oft vill verða. Þessir skór eru með viðurkenningar- merki fyrir innleggsskó og við höf- um orðið mikið varir við, að læknar hér hafa ráðlagt þessa skó. — Eruð þið mest með erlenda skó? — Já, við erum eingöngu með inn- flutta skó. — Hvenær fara tízkufyrirbrigði að segja til sín? — Það er eiginlega um sex, sjö ára aldur. Þá vilja stelpurnar að hælarnir séu mjóir og drengirnir biðja um támjóa skó. — Er gaman að afgreiða börnin? — Já, börnin eru skemmtilegir viðskiptavinir. Menn segja að tíðar- andinn sé mjög breyttur, en ég hef varla rekizt á það barn, sem ekki er ánægt yfir að fá nýja skó. Við höfum okkar mottó hér: Góðir skór gleðja góð börn. Börnin eru hispurs- laus og segja hiklaust hvað þeim lík- ar og hvað ekki. Svo er eitt sem þau hafa kunnað að meta. Við höfum hér myndablöð fyrir þau að skoða svo sem Andrés Önd og fleiri góða menn. — Og þið sendið út um allt land? — Já, bæði í heildsölu og smásölu. — Og sumarskórnir eru komnir? — Já, við erum tilbúnir að taka á móti sumrinu. Og þegar við gengum út úr búð- inni fylgdi okkur hlátur ungra manna sem voru að lesa Andrés Önd. Landinn þekkist ... Framhald af bls. 21. all maður að þurrka af borðinu, og raulaði lagstúf. Ég vendi mínu kvæði í kross í viðtalinu og spurði: — Þú varst eitt sinn mikið í hand- bolta Gunnar? Ertu hættur því? — Já, ég er bæði hættur í handbolt- anum og körfuboltanum. Annar þum- alfingurinn var alltaf að fara úr liði svo ég varð að hætta. í fyrravetur ætl- aði ég að keppa í körfunni með fyrsta flokki, en þegar ég hljóp inná völlinn fyrir leikinn og hoppaði upp til að kasta boltanum í körfuna þá tognaði ég illa í öðrum fætinum. Nú er ég alveg stein- hættur í boltaleik. Jarðgong ... Framhald af bls. 17. og snúa henni við, ef þurfa þykir. Einn- ig verður komið fyrir síma í beinu sambandi við bæði brautaropin. Nú þegar eru þarna risadælur, sem dæla 60 m3 af fersku lofti á hverri sek- úndu, svo að námamennirnir hafi ávallt nægilegt af hreinu andrúmslofti. Þessi loftræstiútbúnaður sér einnig um kæl- ingu loftsins, en þess er þörf, því loft- hitinn fer vaxandi um 10° C. fyrir hvern km. sem göngin lengjast. Ef eng- inn kæliútbúnaður væri í sambandi við loftræstikerfið mundi hitinn verða 40—50 stig þegar komið er hálfa leið gegnum fjallið. Nú er friðurinn búinn, því holurnar hafa verið hlaðnar og tengdar með sprengiþræði, vinnupallurinn fjarlægð- ur í skyndi. Hver flýtir sér sem mest má yfir vatnselginn sem lengst frá sprengistaðnum. Ríkir nú djúp þögn. En svo heyrist hrópað: Skot! Fjallið öskrar og titrar, loftþrýsting- urinn hrindir okkur aftur á bak og rykið ætlaði að kæfa okkur. Það er gömul trú námumanna, að hver grafinn kílómetri kosti að minnsta kosti eitt mannslíf. Enn hefur þó ekk- ert slys hent ítalina, þrátt fyrir margs konar erfiðleika, er þeir hafa átt við að stríða. Fyrir tveim árum, þegar komið var 370 metra inn í fjallið, kom óvæntur leki úr sprungu í berginu. Að lokinni athugun á sprungunni var kletturinn sprengdur og á augabragði streymdi 350 sek. lítrar af vatni inn i göngin, því neðanjarðar vatnsæð hafði opnast við sprenginguna. Þetta tafði verkið mjög mikið. En ítalirnir áttu eftir að kynnast meiri erfiðleikum við verkið. Blöðin sögðu frá því, að 27. des. 1961 hefði öll vinna í göngunum stöðvast og verða að líkindum lömuð í langan tíma, vegna nýrrar sprungu í berginu. Það fossaði hvorki meira né minna en 1000 lítrar á sek. úr sprungunni. Vafalaust höfðu göngin þverskorið þarna neðan- jarðar-vatnsfall. í dauðans ofboði voru risadælur og margs konar hjálpartæki flutt á staðinn í von um að gera framhald verksins mögulegt. En þrátt fyrir alla viðleitni urðu verkamennirnir að standa í mittis- djúpu ísköldu vatni. Þannig unnu þeir áfram, en að sjálfsögðu miðaði verkinu þá ekki um meira en 4 metra á dag. Þrátt fyrir allt gerir stjórnandi fyrir- tækisins sér vonir um að borunarstörf- um verði lokið á þessu ári (1962). Að loknum sprengingum þarf enn eitt ár að minnsta kosti til þess að fuil- gera þau til almennrar notkunar. Það er því varla von á, að þau verði opnuð til umferðar fyrr en vorið 1964. Eins og allir námumenn, eru þessir mjög hjátrúarfullir. Samkvæmt alda- gömlum erfðavenjum er konum aldrei hleypt inn í námurnar því yndisleiki þeirra gæti valdið truflunum og óham- ingju. Skandinavísk blaðakona fékk að kenna á þessu nýlega, er hún árangurs- laust þrábað um leyfi, til þess að fara inn í göngin. Verkstjórinn afgreiddi hana með þessu kurteislega en ákveðna svari: Strax þegar göngin eru fullgerð megið þér fara um þau hindrunarlaust. En ef þér færuð inn í þau núna, myndu starfsmennirnir samstundis leggja niður vinnu. En það er of áhættusamt fyrir okkur. Hinar fornu erfðavenjur eru sterkari en lögin, en þær leggja blátt bann við því að hleypa konum inn í námur! Það er vafalaust, að kona fær ekki að koma inn í göngin áður en þau verða opnuð til umferðar. Hugmyndin um göng undir Alpafjöll- in er ekki ný. Við vitum að vísu ekki hvort herforinginn frægi, Hannibal, hefur gengið með þessa hugmynd fyrir 2175 árum, er hann leitaði leiðar þarna yfir með hermenn sína og fíla. Hitt vitum við, að hinn frægi vísindamaður frá Genf, Horace Benoit Sausssue Sjá næstu síðu. FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.