Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 12
31 FÓRU f BÁTANA - AÐEINS 4 KOMUST AF... skipverja. Það kann vera, að skipstjóri hafi misst stjórn á mönnum sínum og þeir þotið í bátana, sem var óðs manns æði eins og lá í sjóinn; Það má líka vera, að skipstjóri hafi lagt árar í bát, gefist upp, látið skeika að sköpuðu og látið menn sína fara því fram, sem þeir vildu. Ólíklegt er, að hann hafi verið svo grunnhygginn að skipa mönn- unum að fara í bátana. En um þessi mál verður hér ekkert fullyrt. En eitt er víst: Bátarnir höfðu verið settir út, þegar björgunarsveitin kom á vettvang. Og í jeppann, sem varð á undan flokknum á strandstað, eru þegar komnir tveir skipbrotsmenn, sem að- stoðarmaður vitavarðar, Hannes Sig- fússon, hafði bjargað. Og Sigurjón Ólafsson bar einn skipverja á bakinu, en honum hafði hann borgið úr flæðar- málinu. Var nú sýnt, að björgunarsveitin þurfti að skipta með sér verkum. Sig- urður Þorleifsson fór með nokkrum mönnum á fjörur meðfram ströndinni en Tómas Þorvaldsson athugaði ásamt flokk manna aðstæður til að bjarga þeim mönnum, sem enn dvöldust um borð í Clam. Aðstæður voru allgóðar og var þegar hafizt handa. Skipið lá flatt fyrir, svona hér um bil 60 metra frá landi. Brotsjóir riðu yfir það með stuttu millibili. Flokkur Tómasar kom sér nú fyrir á klöpp nokk- AHar myndirnar á þessari opnu voru teknar af Clam á strandstaðnum. Takið eftir myndinni yzt til hægri hvernig mastrið myndar táknrænan kross yfir dánarreit þeirra 27 manna, sem fórust. (Stóru myndina tók Ólafur K. Magnús- son, en Jón Tómasson allar hinar). urri. Var hún um 15 metra yfir sjávar- máli. Sjávarlöðrið skvettist á þá leiðangurs- menn, en þeir láta það lítið á sig fá og 'taka til óspilltra málanna; skyttan mið- ar og skýtur línunni í fyrsta skipti, og lendir hún yfir loftneti skipsins. Skip- verjar halda sig allir miðskips, en þeir virðast ekki skeyta neitt um línuna. Skyttan miðar aftur, en það fer á sömu leið. Allt er þegar þrennt er. Þriðju línunni er skotið og skipverjar ná henni. nú gengur uppsetning tækjanna eins og í sögu; björgunin er hafin, og skips- menn eru dregnir í land í björgunar- stólnum. Þeir eru 19 að tölu. Þá víkur sögunni að flokki Sigurðar Þorleifssonar. Þeir finna mann, sem skolað hefur upp á syllu undir berginu. Þeir renna til hans kaðli, en maðurinn virðist ekki hafa mátt til þess að binda sig nægilega fast við kaðalinn. En þá sígur einn frækinn maður niður til hans, sækir hann inn á sylluna og ber hann fram á nöfina og lætur hífa hann upp á undan sér. Björgunarstörfum var nú lokið. Skip- stjóranum hafði verið bjargað síðast. 23 menn af 50 höfðu sloppið lífs úr sjávarháska. Var nú haldið heim í bústað vitavarðar, en þar hafði verið hlynnt eins vel að skipbrotsmönnum og framast var unnt. Leiðangursmenn taka saman tæki sín, og þau eru sett upp á bílana. 7 lík höfðu fundizt rekin og voru þau sett á bíl. Flokkur Sigurðar hafði fundið tvo skipsbáta, var annar heill, en hinn mölbrotinn. Lagði nú meiri hluti björgunarsveit- arinnar heim á leið, en 5 menn urðu eftir til þess að ganga fjörur. ★ Aldan gjálfrar við klettana. Degi er tekið að halla, sólin hnígur í vesturátt. Við göngum hratt eftir troðningnum, sem liggur fram á nesið. Það slær skuggum á hraunið, kynlegum skugga- myndum; Ijós hverareykurinn liðast til lofts. Það er grænn blettur í kringum hverina. Við göngum í garð á býli vitavarðar. Hann býður okkur upp í vitann. Það liggur hellulagður stígur upp að vit- anum. Sigurjón Ólafsson vitavörður á mörg sporin upp hann. Og inn í vitann er komið, hringstigi úr tré, gengið upp. ★ Uppi á vitanum er útsýni fagurt. Við sjáum út á Garðskaga í norðri, og Hafn- arfjall í austri. Víkurnar blasa við. Sigurjón vitavörður minnist skipskaða, sem orðið hafa við þessa strönd. — Þetta er skipakirkjugarður, segir Tómas. Það er orð að sönnu og niður er hald- ið, ekið úr hlaði áleiðis til Grindavíkur. Vegurinn er afar slæmur á köflum, en Tómas segir að hann hafi verið verri fyrir 13 árum. Og hann tjáir okkur, að sennilega hefði tekizt að bjarga öllum mönnum af Clam, ef vegurinn hefði ver- ið betri. Þá hefði björgunarsveitin verið komin á strandstað, áður en nokkur maður fór í bátana. Við ökum í gegnum Staðarhverfið, þar er aðeins búið á Stað. Þar býr Gam- alíel Jónsson, Manni á Stað. Hann hafði skilið við okkur í Reykjanesi; hafði ætlað að ganga á reka. Við erum komnir til Grindavíkur. Rétt fyrir utan þorpið, svo að segja al- veg upp í landsteinum, eru nokkrir síld- arbátar að kasta.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.