Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 23
sér aftur heim strax ... áður en bjart yrði. En Jules gaf sig ekki og loks varð Bruce að fara á eftir honum upp stig- ann. Jules bað hann bíða á dekkinu. Það leið góð stund. Preston var orð- inn mjög taugaóstyrkur. Þá var dyrun- um allt í einu hrundið upp. Hann hörfaði aftur á bak og augu hans urðu stór og starandi. Það var ekki Frakkinn, sem birtist í dyrunum, heldur kona. — Hræddi ég þig, Bruce, sagði hún lágt. — Guð minn almáttugur! Ert þetta þú? sagði Bruce hásri röddu. — Nella . .. Nella ... ljóslifandi ... — Já, Bruce. Það er ég í raun og veru. Ég er engin afturganga. Hann var náfölur og gat hvorki hrært legg né lið. — Taktu utan um mig, ef þú trúir mér ekki, sagði hún ertnislega. — Eða það sem er enn betra: Kysstu mig, eins og þú varst vanur hér áður fyrr. Hann gekk eitt skref í áttina til henn- ar. Hann kyssti hana ekki, en tók þétt- ingsfast utan um handleggi hennar. — Jú, það er ekki um að villast, sagði hann. — En ég skil þetta ekki. Þú drukknaðir. Reyndar fannstu aldrei, en ... Hún hreyfði sig ekki. — Það hefur það í för með sér, að ég er komin aftur til þín. Við erum sam- an aftur, þú og ég. Hann sleppti henni og strauk sér um ennið. — En segðu mér hvað gerðist? — Róbert reyndi að svipta mig lífi, sagði hún lágt. — Nei, þessu færðu mig ekki til að trúa, sagði Bruce. — Róbert, sem var sjúkur af ást til þín. Hann hefur verið viti sínu fjær af söknuði ... Nella hló. — Slæm samvizka, sagði hún. Hann tók enn fastar um handleggi hennar. — Þú verður að segja mér allt af létta. Hvað gerðist eiginlega kvöldið, sem við héldum, að þú hefðir drukknað? Hvar hefurðu verið allan tímann síðan? Hvers vegna gafstu ekkert lífsmark frá þér? Hvað ertu að gera um borð í þessu skipi? Hún reyndi ekki að slíta sig lausa. Andlit hennar var fast upp við hans, augun voru ertnisleg. — Róbert skildi margt þetta kvöld, sagði hún. — Hann grunaði að vísu ekki, að það værir þú. Hann vissi að- eins, að ég hélt framhjá honum með öðrum manni. Bruce herpti saman varirnar. — Hann hlýtur að hafa séð mig frá stígnum, tautaði hann. — Hann kom á eftir mér niður til strandarinnar, byrjaði að spyrja mig spjörunum úr og varð ævareiður, þeg- ar hann fann, að ég laug að honum. Við rifumst. Ég sleit mig lausa og stökk út í bátinn og ætlaði að róa frá landi. En hann elti mig. Andlitsdrættir Nellu urðu hörkuleg- ir. — Við héldum áfram að rífast um borð í bátnum. Ég var víst mjög ósann- gjörn við hann, en . . . — Sló hann þig? Hún hikaði andartak. Hvers vegna átti hún að segja sannleikann? Að hún hafði sjálf misst jafnvægið um borð og fallið útbyrðis. Fyrirhafnarlaust kom lygin fram á varir hennar: — Já. Svo kastaði hann mér fyrir borð. Bruce stundi þungan: — Ég ... ég get ekki fengið af mér að trúa því. En segðu mér samt alla söguna. Nella sneri sér ögn undan, og Bruce uppgötvaði allt í einu, að hún var ekki eins falleg og áður. Það var eins og allur ferskleikinn væri horfinn. Eða voru það aðeins skuggarnir, sem gerðu það að verkum? Andlitið virtist magr- ara, augun hörkulegri . . . — Ég hlýt að hafa rankað við mér, strax og ég kom í kalt vatnið, sagði hún. — Til allrar hamingju hef ég alltaf verið góð sundkona. Straumurinn bar mig út á flóann. Það sem síðan gerðist fékk ég ékki að vita fyrr en fyrir nokkr- um vikum. — Fyrir nokkrum vikum, spurði Bruce furðu lostinn. — Hvað áttu við með því? — Jules sagði mér það. — Hvað kemur Jules þetta mál við? Hún leit rannsakandi á hann. — Reyndu nú að beita skynseminni, Bruce. Þetta kvöld beiðstu einmitt eft- ir Jules. Ertu búinn að gleyma því? Báturinn lá við akkeri rétt utan við flóann. Það var Jules sem bjargaði mér. Þegar ég vaknaði mundi ég ekkert. Ég var með sár á höfði, sagði hann. Ég hlýt að hafa fengið heilahristing og misst minnið um stundarsakir. — En hvers vegna setti Jules þig ekki einhvers staðar í land? — Nei, hættu nú! Átti hann að fara til næsta strandvarðar og segja, að hann hefði bjargað ókunnri konu? Þeir hefðu strax spurt hann, hvað hann væri að gera hér á þessum slóðum. Kannski hefðu þeir rannsakað bátinn hátt og lágt. Hann gat ekki látið vita um mig og þess vegna fór hann með mig til Frakklands. Hann horfði lengi á hana. Síðan sagði hann lágt: — Jæja, svo að þú hefur verið með Jules allan tímann? Hún leit undan. — Hann hefur verið mér mjög góður. Fjölskylda hans tók vel á móti mér og hjúkraði mér meðan ég þarfnaðist þess. Fyrir viku síðan fór ég að fá minnið aftur. Þegar ég sagði Jules, hver ég væri og að ég þekkti þig vel, féllst hann á að fara með mig aftur til þín. Og nú er ég komin. Hún leit snöggt til hans. — Ertu kannski ekkert glaður yfir því, að ég skuli vera komin aftur? Þetta kom eins og reiðarslag yfir Bruce, og hann var lengi að átta sig á þessu öllu saman. — Víst er ég glaður....... — O, Bruce. Þú veizt, að ég hef alltaf verið hrifin af þér, hvíslaði hún. — Eftir að ég fékk minnið aftur, hef ég ekki hugsað um annað en þig. Ertu ekkert hrifinn af mér lengur? — Auðvitað er ég það, svaraði hann, en of hratt til þess að það virtist sann- Sjá næstu síðu. FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.