Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 14
Tröð opnar Sunnudaginn 31. marz síðastliðinn var opnað nýtt veitingahús í Austurstræti, i húsi Almenna bókafélagsins. Veitingahúsið nefnist TRÖÐ og eru eigendur þess hinir sömu og veitingahússins Naust. Framkvæmdastjóri er Halldór Gröndal. — Sveinn Kjarval hefur teiknað innréttingar Traðar og séð um útlit staðarins að öilu leyti. Er það rómur manna, að verk hans hafi tekizt sérlega vel. Tröð mun leggja áherzlu, á að vera fyrsta flokks kaffihús. Til dæmis verða þar á boðstólum vandaðri og betri kökur en áður hafa fengizt hérlendis. Veit- ingahúsið hefur samið við fjóra íslenzka bakarameistara, sem munu leitast við af fremsta megni að sjá veitingahúsinu fyrir fyrsta flokks kökum. — í Tröð verða listkynningar margs konar og bókmenntakynningar og mun Knútur Bruun annast umsjón þeirra fyrir hönd Almenna bókafélagsins. — Meðfylgj- andi myndir tók FÁLKINN af nokkrum af fyrstu gestum hins nýja veitinga- húss Traðar, sem verður skemmtileg tilbreytni í veitingahúsamálum höfuð- staðarins. 14 FALKINN Kvenþjóðm Framhald af bls. 27. Kjötið látið inn í vel heitan ofn, ofar- lega, og brúnið það í 10—20 mínútur, eða þangað til komin er góð, fallega brún skorpa. Ofnskúffan færð neðar í ofninn, laukurinn settur í ofnskúffuna einni gulrót ef vill, vatninu eða beina- soðinu hellt yfir og hryggurinn soðinn í nál. 1 Yz klst. Ausið soðinu yfir á 10—15 mínútna fresti. Soðinu hellt af og ofninn látinn standa hálfopinn með- an sósan er búin til. Fleytið soðið, ef það er mjög feitt. Venjuleg brún sósa búin til, sem krydduð er með salti, pipar og sherry ef til er. Berið hrygginn fram sem heilan, en skerið þó vöðvana í sneiðar. Berið alls- kyns soðið grænmeti með hryggnum. Ef hryggurinn er fylltur með ávöxt- um er lauknum sleppt. Lambasteik. 1 lambslæri 2—kg. 3 tsk. salt. % tsk. pipar. 2 msk. smjör. 3 msk. steinselja. Vatn. 1 laukur. Sósa: 4 msk. feiti, ofan af soðinu. 4 msk. hveiti. Steikarsoðið. Sósuliur, krydd. Steikin þerruð með klút undnum úr heitu vatni. Berið steinseljúumjölið ut- an á steikina eða singið því inn í vöðv- ann eins og myndin sýnir. Steinselju- smjörið er búið til á þann hátt, að stein- seljan er klippt fínt, smjörið linað, hvorutveggja blandað saman, geymt á köldum stað. Sleppa má smjörinu og singa bara steinselju inn í vöðvann. Einnig er gott að nota 1 bita af hvít- lauk, sem er marinn smátt og blandað við saltið, áður en því er núið á steik- ina. Steinselju er þá sleppt. Steikt í ofni á sama hátt og hrygg- urinn. Vöðvahliðin snýr upp. Leggið smjörpappír yfir, ef steikin virðist ætla að verða of dökk. Steikt í 1%—2 klt. Steikin borin fram með velfleyttu soðinu eða venjulegri sósu, soðnum eða frönskum kartöflum, heilum, steikt- um lauk, allskyns soðnu grænmeti, steiktum sveppum eða hráu grænmetis- salati. Vínarsnitzel. % kg. beinlaust svínakjöt. Salt, pipar. 3 eggjahvítur. Brauðmylsna. 80 g. smjörlíki. 1 msk. smjör. 8 sítrónusneiðar. Kryddsíld. Kapers. 2 dl. kjötsoð. 2 msk. sherry. Framh. á bls. 24

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.