Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Síða 15

Fálkinn - 17.04.1963, Síða 15
Smásaga eftir Graham Greene Hversu dásamlega öruggt og friðsælt virtist ekki ósvikið hjónaband í augum Carters, er hann gekk í það fjörutíu og tveggja ára gamall. Hann naut jafnvel hvers augnabliks kirkjuathafnarinnar, nema þegar hann sá Jósefínu þurrka burt tár um leið og hann leiddi Júlíu niður hliðarstúkuna. Það var táknrænt fyrir hið nýja hreinskilna samband hans, að Jósefína skyldi vera þarna. Hann hafði ekk- ert að fela fyrir Júlíu, þau höfðu oft talað saman um hin tíu kvalafullu ár hans með Jósefínu, um mikla afbrýðissemi hennar, um hin ótímabæru móðursýkisköst hennar. „Það var öryggisleysi henn- ar,“ sagði Júlía skilningsrík, og hún var alveg sannfærð um, að eftir stuttan tíma væri unnt að stofna til vináttu við Jósefínu. „Ég efast um það, elskan.“ „Hvers vegna? Ég get ekki að því gert, að verða hrifin af öllum, sem elskuðu þig.“ „Það var fremur grimm ást.“ „Kannske að síðustu, þegar hún vissi, að hún var að missa þig, elskan.“ „Já.“ En hann langaði að gleyma, að hann hefði nokkurn tíma elskað aðra á undan Júlíu. Veglyndi hennar gerði hann stundum forviða. Á sjöunda hveitibrauðsdegi þeirra, þegar þau drukku saman á litlu veitingahúsi á ströndinni við Sunium, tók hann af slysni bréf frá Jósefínu upp úr vasanum. Það hafði komið daginn áður og hann hafði falið það vegna hræðslu um að særa Júlíu. Það var einkennandi fyrir Jósefínu, að hún gat ekki séð hann í friði hið stutta tímabil hveitibrauðs- daganna. Framhald á bls. 24. FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.