Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 32
Ein laönd - eínn íótur Framh. ai bls. 31. — Það hef ég áreiðanlega, sagði Wil- son brosandi. — En það eruð nú þér, sem haldið á skammbyssunni. — Já, gleymið því ekki.....og ég vil helzt ekki nota hana. — Því trúi ég mjög gjarnan....... Wilson hélt áfram að brosa meinlega, en hann gerði eins og Harry sagði. Er hann hafði troðið öllum peningunum í töskuna, lokaði hann henni og spennti ólarnar utan um hana. Hún var álíka út troðin af peningaseðlum og hún hafði verið af skjölum. — Komið svo hingað fram fyrir og takið töskuna með yður! skipaði Harry og sveiflaði skammbyssunni. Það var þó engin ástæða til að beita ógnunum, því að Wilson hlýddi skipunum auðmjúk- lega. En hann var fjári rólegur, tók þetta allt eins og grín. Harry gekk að lokuðum dyrunum og reyndi af fremsta megni að vera jafn- rólegur og fórnarlambið. —Við förum niður stigann, sagði hann. — Þér gangið á undan mér með tösk- una. Ég ráðlegg yður að ganga hægt og reyna ekki að hafa brögð í frammi, því að ég fylgi yður fast á eftir allan tímann .... með skammbyssuna í vas- anum. Henni verður beint að yður við hvert skref, sem þér stígið. Wilson andvarpaði þungan, það var útlit fyrir, að honum væri farið að leiðast þetta fyrir alvöru. — Komið yður af stað! sagði Harry óþolinmóður og stakk hægri hendi með skammbyssunni í vasann. Síðan leit hann hornauga á þremenningana fyrir innan borðið: — Ég þarf víst ekki að vekja athygli yðar á því, að þér hafið líf hr. Wilsons í hendi yðar. Ég ræð yður frá að reyna að kalla á hjálp, fyrr en að stundarfjórð- ungi liðnum. Reynið ekki að leika hetj- ur og senda neyðarkall með því að sparka einhverju út um gluggann eða öðrum fíflalátum. Gerist það, mun hr. Wilson ekki lifa það af. — Það á að læsa dyrunum aftur, sagði Harry. Wilson lagði töskuna strax frá sér, fór í vasa sinn og tók upp lykla sína. Hann snéri lyklinum tvisvar í skránni og tók lyklakippuna með sér. — Niður stigana! þrumaði Harry skipandi. — en rólega. Wilson tók töskuna og hélt áfram nið- ur stigann með Harry rétt á eftir sér. Meðan þeir gengu niður, hugleiddi einhenti ræninginn það, sem eftir var af áætluninni. Þeir færu út um dyrnar, yfir götuna og inn í bílinn, sem hann hafði „að láni“. Wilson ætti að aka hon- um. Harry ætlaði að láta hann aka út úr borginni til vegar, þar sem ekki var mikil umferð. Dálítið fyrir utan borg- ina myndu þeir beygja inn á hliðarveg. Þar mundi Harry neyða Wilson gjald- kera út úr bílnum og segja honum, að 32 FALKINN nú gæti hann snúið aftur fótgangandi til skrifstofunnar. Og er hann væri laus við hann, ætlaði Harry að snúa við og aka til baka. Það tæki Wilson nokkurn tíma að komast í síma, svo að Harry áleit, að honum gæfist góður tími til að kom- ast til borgarinnar og losa sig við bíl- inn. Því næst mundi hann fara með nokkrum strætisvögnum, áður en hann væri kominn heim í herbergi sitt. Þá var ránið loksins til lykta leitt, án þess að beitt væri beinlínis valdi. .. . — Út um dyrnar! sagði Harry stuttur í spuna. Wilson opnaði dyrnar og gekk út á gangstéttina. Harry stóð við hlið hans og litaðist um í skyndi. Lögregluþjónn- inn stóð enn og sveiflaði handleggjunum og stjórnaði umferðinni. Harry sagði: — Við skulum fara yfir götuna. Ég ræð yður enn einu sinni alvarlega frá að reyna að hafa brögð í frammi. — Ég er enginn heimskingi, svaraði Wilson kaldranalega, og síðan klofaði hann yfir rennusteininn og tók að ganga yfir götuna — keikur og hnarreistur. Hann virtist enn hrokafyllri en á skrif- stofunni. Harry gekk við vinstri hlið hans og einu skrefi á eftir. Það voru ekki nema tveir faðmar að lögreglumanninum, þegar þeir fóru fram hjá honum. Lögreguþjónninn leit upp og brosti: — Góðan daginn, hr. Wilson! heilsaði hann og síðan snéri hann sér í hring og sendi bílaröð fram hjá sér. — Góðan daginn, Victor, svaraði Wilson og hélt áfram yfir götuna með sama hraða og áður. — Inn í bílinn hérna. Þér farið inn gangstígsmegin og setjizt undir stýri. — Er það þá hugmyndin, að ég eigi að aka? spurði Wilson undrandi. — Já, þér eigið að aka. Wilson yppti öxlum, opnaði dyrnar og settist við stýrið. Harry settist hægra megin við hann og ýtti hurðinni aftur með olnboganum, en hélt stöðugt um skammbyssuna í frakkavasanum. Task- an með peningunum var í sætinu milli þeirra. — Kveikjulykillinn er hér. Flýtið yður að koma honum í gang. — Verið nú rólegir, svaraði Wilson, sem sat og fitlaði við lykilinn í hendi sér. Harry þreif skammbyssuna upp úr vasanum og þrýsti hlaupinu þéttings- fast inn í síðu brosandi gjaldkerans. — Verið ekki svona óstyrkir........ Wilson stakk lyklinum í, og Harry leit út um gluggann. Lögregluþjónninn hafði yfirgefið stöðu sína og nálgaðist þá hröðum skrefum, um leið og hann dró skamm- byssu sína úr hulstrinu. Wilson leit á lögregluþjóninn, því næst snéri hann sér að Harry og sagði: — Þér skuluð ekki reyna að skjóta. Victor er röskur lögreglumaður og framúrskarandi skammbyssuskytta. Gagnvart honum getið þér ekki varið yður. Dag nokkurn þegar Tankberg út- gerðarmaður kom á skrifstofu sína í fúlu skapi og fór að lesa skipaskrána sína uppgötvaði hann sér til mikillar furðu að hann átti seglskip í förum austur á Kyrrahafi. Hann kallaði þegar fyrir sig skrifstofustjórann. — Heyrðu Svendsen, sagði hann, ég hélt að „Katinka“ hefði verið rifin fyr- ir mörgum árum. Skrifstofustjórinn athugaði bækurn- ar. — Nei, hún er í vöruflutningum í Austur-Indíum. — Sá gamli manndrápsbolli. Það er ómögulegt. Hver er skipstjórinn? Svendsen athugaði bækurnar. — Klemensen gamli. Tankberg útgerðarmaður varð að trúa sínum eigin augum. — Klemensen gamli, en hann er orð- inn afgamall og ætti að vera kominn á Hrafnistu fyrir löngu. Hver er eiginlega meiningin með þessu? Skrfstofustjórinn varð vandræðaleg- ur. — Það er nú einmitt það, herra út- gerðarmaður. Við höfum ekki getað náð sambandi við hann því hann er af gamla skólanum og hefur enga talstöð um borð. — En launin? Hvernig hafið þið sent honum þau? — Við höfum sent þau til ýmissa hafna þarna fyrir austan þar sem hann fyrr eða síðar hefur tekið þau. — Látið hann koma heim undireins. Með það sama. — Hvernig? Útgerðarmaðurinn klóraði sér í hnakkanum; þar var enn svolítið hár. Síðan klóraði hann sér í skegginu. Þá fékk hann hugmynd. — Mig hefur lengi langað til að anda að mér almennilegu lofti. Ég fer sjálf- ur og sæki hann. Hvar var hann síðast? Skrifstofustjórinn rannsakaði bæk- urnar. — í Suluhafinu. Hann fór frá Puerto Princesse á Palawa í Filippseyjunum, þar sem hann átti fimm ára laun. Næsta dag flaug útgerðarmaðurinn til Manilla. Umboðsmann útgerðarinn- ar minnti að hann hefði heyrt að „Kat- inka“ hefði farið til Sangi eyjanna til að sækja kókoshnetur. Fjórtán dögum Harry minntist þess, að það var ó- hlaðin skammbyssa, sem hann var með í hendinni. Lögregluþjónninn var far- inn að hlaupa. Harry skildi, að hér hafði hann lent í nokkru, sem hann hafði ekki gert ráð fyrir í útreikningum sínum. — Þér hafið gefið honum merki! hrópaði hann. — Það má segja það, játaði Wilson. — Hann veit, að ég get ekki ekið þess- um bíl. Minn er sérstaklega smíðaður fyrir mig. Skammbyssa lögregluþjónsins beind- ist nú að brjósti Harrys, og Wilson laut

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.