Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 24
DÓMVR færandi. — En málið horfir öðruvísi við nú, þegar Robert veit allt. Hún roðnaði. — Jæja, þá veit maður það! Þú hefur ekkert á móti því að leika þér að eld- inum, meðan ég er gift öðrum manni. Ef ég færi aftur til Roberts, þá vildir þú ugglaust halda áfram að hitta mig á laun...... Hún las það úr augum hans, að hún hafði getið sér rétt til. Allt í einu greip hún í handlegg honum: — Nú þegar Róbert veit allt, mun hann áreiðanlega gefa mér eftir skiln- að. Ég verð frjáls..... Hann snéri sér undan. — Frjáls að vísu, tautaði hann, — en slypp og snauð. Nei, Nella, við skul- um vera skynsöm: Hvorugt okkar getur lifað án peninga, og það mikilla pen- inga. Þetta er ekki eins einfalt og það virðist. Samningarnir mínir eru orðnir dálítið vafasamir. Og án peninga verð- um við aldrei hamingjusöm. Hún stundi þungan. Hún elskaði þennan mann og var reiðubúin til að gera hvað sem var til þess að halda hon- um. — Hlustaðu nú á mig, Bruce: Ég fer aftur til Roberts og grátbið hann um að fyrirgefa mér. Ég veit að hann tekur mig í sátt aftur. Bruce gat ekki varizt hlátri. — Ég er ekki svo viss um það. Hann er nefnilega kvæntur aftur...... (Framh. í næsta blaði). Kvenþjóðin Framhald af bls. 14. Útbeinið læri, notið beztu vöðvana í þennan rétt. Afganginn má nota í kjötdeig eða smásteik. Einnig hægt að vefja honum saman og steikja. Kjötið skorið í fingurþykkar sneiðar, þvert á kjötþræðina. Berið þær og snyrt- ið til. Shoor KJORINN BÍLLFYRIR ÍSŒNZKA VEGI! RYÐVARINN, RAMMBYGGÐUR , AFLMIKILL OG Ó D Ý R A R I TÉHKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ V0NAR5TRÆTI 12. SÍMI 37SSI 24 FÁLKINN Smjörlíkið brúnað á pönnu, kjötsneið- unum velt upp úr eggjahvítu og brauð- mylsnu. Brúnaðar á þáðum hliðum, salti og pipar stráð á, smjörbiti látinn á hverja sneið. Steikt í 5 mínútur. Sneið- unum raðað á heitt fat. Pannan skoluð með kjötsoðinu, krydduð með sherry. Sítrónusneið með síld og kapers lögð ofan á hverja kjötsneið. Borið fram með soðnum og frönskum kartöflum. Seiniea lijcMiabaiidió Framhald af bls. 15. Jafnvel skrift hennar fannst honum nú andstyggileg, mjög snotur, mjög smá með svörtu bleki, lit hárs hennar. Júlía var með platínuljóst hár. Hvern- ig hafði honum nokkurn tíma geta dott- ið í hug, að svart hár væri fallegt? eða verið sólginn í að lesa bréf skrifuð með svörtu bleki? „Hvaða bréf er þetta, elskan? Ég vissi ekki, að það hefði komið póstur.“ ,,Það er frá Jósefínu. Það kom í gær.“ ,,En þú hefur ekki einu sinni opnað það!“ sagði hún án ásökunar. ,,Ég vil ekki hugsa um hana.“ „En, elskan, hún getur verið veik.“ „Ekki hún.“ „Eða átt bágt.“ „Hún þénar meira á tízkuteikningum sínum en ég á sögum mínum.“ „Elskan, verum góð. Við höfum efni á að vera það. Við erum svo hamingju- söm.“ Svo að hann opnaði bréfið. Það var innilegt og enginn kvörtunartónn í því og hann las það með ógeði. Kæri Philip, ég vildi ekki vera til trafala í veizlunni, svo ég hafði ekkert tækifæri til að kveðja og óska ykkur báðum hinnar mestu hamingju. Mér fannst Júlía vera mjög falleg og svo fjarska ung. Þú verður að gæta hennar vandlega. Ég veit, hversu vel þú getur það, kæri Philip. Þegar ég sá hana, gat ég ekki að því gert að undrast, hvers vegna þú varst svona lengi að ákveða þig og yfirgefa mig. Heimski Philip. Það er ekki nærri eins sársaukafullt að bregðast skjótt við. „Við kveikjum á öllum rafurmagns- eldunum um leið og við komum inn,“ sagði Carter, „og það verður heitt undir eins,“ en er þau opnuðu dyr íbúðarinn- ar komust þau að því, að þegar hafði verið kveikt uþp. Litlir glampar heils- uðu þeim í rökkrinu innan úr dagstof- unni og svefnherberginu. „Einhver álfur hefur gert þetta,“ sagði Júlía. „Ekki neins konar álfur,“ sagði Car- ter. Hann hafði þegar séð umslagið á arinhillunni, skrifað utan á það með svörtu bleki til „frú Carter.“ Júlía las það upphátt. „Kæra Júlía þú hefur ekkert á móti því, að ég kalli þig Júlíu, hefurðu það? Mér finnst við eiga svo margt sameigin- legt, þar sem við höfum elskað sama manninn. Það var svo ískalt í dag, að ég gat ekki varizt því að hugsa, hvern- ig þið tvö væruð að koma aftur úr sól- inni og hitanum í kalda íbúð. (Ég veit, hvað íbúðin getur verið köld. Ég var vön að fá kvef á hverju ári, þegar við komum aftur frá Suður-Frakklandi). Svo ég hef framkvæmt mjög ofdirfsku- fullan hlut. Ég hef læðzt inn og kveikt upp, en til að sýna ykkur, að ég mun aldrei gera slíkan hlut framar, hef ég falið lykil minn undir mottunni fyrir utan útidyrnar. Það er gert í því tilfelli, að vélin ykkar tefjist í Róm eða ein- hvers staðar. Ég hringi á flugvöllinn og ef svo ólíklega vill til, að þið hafið ekki komið, kem ég aftur og slekk til öryggis (og til að spara! Gjöldin eru hræðileg). Ég óska ykkur mjög hlýlegs kvölds í nýja heimilinu ykkar, kveðja frá Jósefínu. P. S. Ég tók eftir, að kaffi- dósin var tóm, svo að ég skildi eftir pakka af Blue Montain í eldhúsinu. Það er eina kaffið, sem Philip þykir eitthvað varið í.“ „Jæja,“ sagði Júlía hlæjandi, „hún hugsar um allt.“ „Ég vildi óska, að hún léti okkur í friði,“ sagði Carter. „Okkur væri ekki svona hlýtt, og við myndum ekki hafa haft neitt kaffi til morgunverðar.“ „Ég finn, að hún læðist um staðinn og hún mun koma hér hvenær sem er. Einmitt, þegar ég er að kyssa þig.“ Hann kyssti Júlíu og hafði annað augað vendilega á hurðinni. „Þú ert dálítið ósanngjarn, elskan. Þegar allt kemur til alls hefur hún skilið eftir lykilinn sinn undir mott- unni.“ ,Hún getur hafa látið búa til annan eins.“ Hún lokaði munni hans með öðrum kossi. „Hefurðu tekið eftir, hve ástleitna flugvél gerir þig á nokkrum klukku- stundum?“ spurði Carter. „Já.“ „Ég geri ráð fyrir, að það sé titring- urinn.“ „Gerum eitthvað við því, elskan.“ „Ég gái bara undir mottuna fyrst. Til að ganga úr skugga um, að hún hafi ekki verið að ljúga.“ Hann naut hjónabandsins. Svo mjög, að hann ávítaði sjálfan sig fyrir að hafa ekki kvænzt fyrr og gleymdi, að í því falli hefði hann verið kvæntur Jósefínu. Honum fannst Júlía, sem stundaði ekki eigin vinnu, dásamlega eftirlát. Það var engin þjónustu- stúlka til að spilla hjónabandi þeirra með venjum. Þar sem þau voru alltaf saman, í hanastélssamkvæmum, í veit- ingahúsum, í litlum kvöldboðum, þurftu þau aðeins að horfast í augu.....Júlía fékk snemma á sig það orð að vera við- kvæm og þreytast auðveldlega, það kom svo oft fyrir, að þau yfirgáfu hanastélssamkvæmi eftir fimmtán mín- útur eða fóru úr kvöldverði eftir að hafa drukkið kaffi. — „Ó, kæra mér þykir það svo leitt, svo andstyggilegur Framh. á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.