Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 28
Seinua hjónaliaudið Framh. af bls. 24. höfuðverkur, svo heimskulegt af mér. Philip, þú verður að vera kyrr....“ „Auðvitað ætla ég ekki að vera kyrr.“ Einu sinni komust þau naumlega frá að vera uppgötvuð í stiganum, er þau hlógu óstjórnlega. Gestgjafi þeirra hafði elt þau út til að biðja þau að setja bréf í póst. Júlía breytti nógu tíman- lega hlátri sínum í það, sem virtist móð- ursýkiskast.... Nokkrar vikur liðu. Þetta var reglu- lega velheppnað hjónaband. Þeim þótti gaman öðru hverju að ræða um, hve það var farsælt og gáfu hvort um sig hinu heiðurinn af því. „Þegar ég hugsa um, að þú gætir hafa kvænzt Jósefínu,“ sagði Júlía. „Hvers vegna kvæntistu henni ekki?“ „Ég geri ráð fyrir, að í hugarfylgsn- um okkar höfum við vitað, að það átti ekki að verða varanlegt.“ „Verður það varanlegt hjá okkur?“ „Ef það verður það ekki, verður það ekkert.“ Það var snemma í nóvember, sem tímasprengjurnar byrjuðu að springa. Enginn vafi er, að þær áttu að springa fyrr , en Jósefína hafði ekki tekið með í reikninginn bráðabirgða breytingar á venjum hans. Nokkrar vikur liðu, áð- ur en hann hafði tækifæri til að opna það, sem þau voru vön að kalla hug- myndabankann á dögum innilegasta sambands þeirra — skúffuna, þar sem hann var vanur að setja uppkast að sögum, samtalsbrot og því um líkt, og hún setti hugmyndariss að tízkulýsing- um. Strax og hann opnaði skúffuna, sá hann bréf hennar. Það var merkt kyrfi- lega ALGJÖRT LEYNDARMÁL með svörtu bleki með undarlega teiknuðum upphrópunarmerkjum í formi stúlku með stór augu, sem steig eins og púki upp úr flösku. Hann las bréfið með miklu ógeði: Kæri, þú bjóst ekki við að finna mig hér, gerðir þú það? En eftir 10 ár, get ég ekki við og við sagt Góða nótt eða Góðan daginn, hvernig líður þér? Guð blessi þig. Ástarkveðjur (í ein- lægni). Þín Jósefína. Hótunina í „við og við“ var ekki hægt að misskilja. Hann skellti skúffunni inn og sagði ,,andskotinn“ svo hátt að Júlía lét það til sín taka. „Hvað er það, elskan?“ „Jósefína aftur.“ Hún las bréfið og sagði: „Þú veizt ég get skilið, hvernig hún hugsar. Aumingja Jósefína. Ertu að rífa það elskan?“ „Hvað annað heldurðu að ég geri við það? Geymi það í heildarútgáfu af bréf- um hennar? „Það virðist vera dálítið ótugtarlegt.“ „Ég vondur við hana? Júlía, þú hefur enga hugmynd um, hvers konar lífi við lifðum þessi síðustu ár. Ég get sýnt þér ör: Þegar hún var í æðiskasti drap hún í sígarettum sínum hvar sem var.“ „Henni fannst hún vera að missa þig, elskan, og hún var óð. Þessi ör eru raunar mér að kenna, sérhvert þeirra.“ Hann gat séð vaxa í augum hennar hið mjúka, skemmtilega hugsandi augnaráð, sem alltaf leiddi til hins sama. Aðeins tveir dagar liðu, þangað til næsta tímasprengjan sprakk. Þegar þau fóru á fætur, sagði Júlía. „Við ætt- um reyndar að snúa dýnunni. Við síg- um bæði niður í eins konar holu í miðj- unni.“ „Ég hef ekki tekið eftir því.“ „Margir snúa dýnunni í hverri viku.“ „Já. Jósefína gerði það alltaf.“ Þau tóku af rúminu og byrjuðu að velta dýnunni. Á fjöðrunum lá bréf til Júlíu. Carter sá það fyrr og reyndi að ýta því úr augsýn, en Júlía sá til hans. „Hvað er þetta?“ „Jósefína, auðvitað. Það verða brátt of mörg bréf í eitt bindi. Við verðum að láta gefa þau almennilega út hjá Yale eins og Georg Eliot.“ „Elskan, þetta er stílað til mín. Hvað ætlaðir þú að gera við það?“ „Eyðileggja það í laumi.“ „Ég hélt við ætluðum ekki að hafa nein leyndarmál.“ „Ég hafði ekki tekið Jósefínu með í reikninginn.“ Ég býst ekki við, að þú hafir áhuga á að heyra um það, sem ég hef fyrir stafni núna, en ef þú skyldir hafa áhyggjur út af mér — þú veizt hvað þú er gamall áhyggjumaður — þá vil ég að þú vitir, að ég vinn baki brotnu að heilli seríu — gizkaðu á — fyrir franska tímaritið Vogue. Þeir borga mér háa fúlgu í frönkum og ég hef einfaldlega engan tíma til óhamingju- samra hugsana. Ég hef einu sinni farið — ég vona að þér sé sama — í íbúðina okkar, vegna þess að ég hafði tínt mikilværi teikningu. Ég fann hana bak við sameiginlegu skúffuna okkar — hugmyndabankanum olðcar, manstu? Ég hélt ég hefði tekið allt draslið mitt, en þarna var hún milli blaða sögunnar, sem þú byrjaðir á þetta himneska sum- ar og laukst aldrei við, í Napoule. Nú læt ég gamminn geisa, þegar allt, sem ég ætlaði raunverulega að segja, var: Verið bæði hamingjusöm. Kveðja. Jósef- ína. Carter rétti Júlíu bréfið og sagði: „Það gæti hafa verið verra.“ „En myndi hún vilja, að ég læsi það?“ „O það er ætlað okkur báðum.“ Aft- ur hugsaði hann, hversu dásamlegt það væri að eiga engin leyndarmál. Það hafði verið svo mikið um leyndarmál síðustu tíu árin, jafnvel saklaus leynd- armál vegna ótta við að misskilja heift Jósefínu og þögn. Nú var hann alls ekki hræddur við neitt: Hann hefði jafnvel getað trúað samúð og skilningi Júlíu AIJSTIIM STADION Model 1963. Stílhreinn Sterkur Spameytinn Sterkari vél Upplýsingar fyrirliggjandi. GARÐAR GÍSLASON H.F. Hverfisgötu 4. 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.