Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 36
Seinna lijmiabaiidið Framh. af bls. 33. „Ég geri ráð fyrir að þú skrifir langt, þægilegt bréf til svars, fullt af húsmóð- urlegum þönkum.“ ,,Hún hefur beðið vikum saman eftir svari. Þetta er eldgamalt bréf.“ „Ég er að velta því fyrir mér, hversu mörg eldgömul bréf bíða þess að koma í ljós. Það veit Guð, að ég ætla að skoða þessa íbúð vendilega. Frá háalofti niður í kjallara.“ „Við höfum hvorugt.“ „Þú veizt vel, hvað ég meina.“ „Ég veit bara, að þú gerir of mikið veður út af þessu. Þú hagar þér reynd- ar eins og þú værir hræddur við Jósef- ínu.“ „O, andskotinn.“ Júlía yfirgaf herbergið í skyndi og hann reyndi að vinna. Seinna þennan dag sprakk sprengja — ekkert alvar- legt, en bætti ekki skap hans. Hann vildi finna símanúmer yfir símskeyti til útlanda og hann fann fullkominn lista í stafrófsröð í fyrsta bindi síma- skrárinnar yfir þau númer, sem hann vantaði oftast, skrifaðan á ritvél Jósef- ínu, en á henni var o-ið alltaf klesst. John Hughes, elzti vinur hans, kom á eftir Harrods, og þarna var næsta leigubílstöðin, lyfjabúðin, kjötsalinn, bankinn, efnalaugin, matvörubúðin, fisksalinn, útgefandi hans og umboðs- maður, Elizabeth Ardens og hárgreiðslu- stofa (innan hornklofa „Handa J. taktu eftir, alveg áreiðanlega og mjög ódýrt“) — það var í fyrsta skipti, sem hann tók eftir, að þær áttu sama upp- hafsstafinn. Júlía, sem sá hann uppgötva listann, sagði, „Englakvinnan. Við hengjum hann upp yfir símanum. Hann er hræði- lega fullkominn.“ „Eftir fyndninni í síðasta bréfi henn- ar að dæma, hafði ég búizt við, að hún hefði Cartier með.“ „Elskan, það var ekki fyndni, það var nakin staðreynd. Ef ég hefði ekki átt dálítið af peningum, hefðum við farið til Suður-Frakklands.“ „Ég býst við þú haldir, að ég hafi gefizt þér til að komast til Grikklands.11 „Vertu ekki sauður. Þú skilur ekki Jósefínu vel, það er allt og sumt. Þú hártogar öll góðverk hennar.“ „Góðverk?“ „Ég býst við, að það sé sektartilfinn- ing.“ Eftir það fór hann raunverulega að leita. Hann leitaði í sígarettuhylkjum, skúffum, skjalakippum, hann fór í gegnum alla vasa á fötum, sem hann hafði skilið eftir, hann opnaði bakið á sjónvarpstækinu, hann lyfti lokinu á klósettvatnsgeyminum og skipti jafnvel um klósettpappír (það var fljótlegra heldur en vefja hann allan af). Júlía kom til að horfa á hann, er hann var að gera þetta á klósettinu án hinnar venjulegu samúðar sinnar. Hann tók óhreinu fötin úr körfunni, ef svo skyldi vera að sézt hefði yfir eitthvað á botn- inum. Hann skreið á höndum og fótum eftir eldhúsinu til að gá undir gasvélina og einu sinni fann hann pappírsblað vafið utan um pípu, hann rak upp sig- uróp, en það var alls ekkert — leifar frá pípulagningamanninum. Kvöld- pósturinn kom í gegnum bréfalokuna og Júlía kallaði til hans úr anddyrinu: „Ó góði, ég vissi ekki, að þú værir á- skrifandi að franska ritinu Vogue.“ „Ég er það ekki.“ „Fyrirgefðu, það er nokkurs konar jólakort í öðru umslagi. Ungfrú Jósef- ína Heckstall-Jones hefur látið skrá okkur sem áskrifendur. „Þetta kalla ég sætt af henni.“ „Hún hefur selt þeim teikningar, manstu? Ég lít ekki á það.“ „Elskan, þú ert barnalegur. Ætlastu til, að hún hætti að lesa bækur þínar? „Ég vil aðeins fá að vera einn með þér. Bara í nokkrar vikur. Það er ekki beðið um svo mikið.“ „Þú ert dálítið eigingjarn, elskan.“ Hann var þögull og þreyttur þetta kvöld, en dálítið léttari í skapi. Leit hans hafði verið mjög kyrfileg. í miðj- um kvöldverðinum hafði hann munað eftir brúðkaupsgjöfunum, sem voru enn í skápnum vegna rúmleysis og krafðist, að fá að ganga úr skugga um milli rétta, að þær væru enn á sínum stað — hann vissi, að Jósefína hefði aldrei notað skrúfjárn vegna ótta um að meiða sig í fingrunum, og hún var dauðhrædd við hamra. Friður kvölds- ins kom að lokum yfir þau, hin indæla rósemi, sem þau vissu, að annað hvort þeirra gat breytt á hverju augnabliki. með handsnertingu. Elskendur geta ekki frestað eins og gift fólk getur. „Ég er orðinn eins friðsamur og ell- in,“ sagði hann við hana. „Hver skrifaði þetta?“ „Browning.“ „Ég þekki ekki Browning. Lestu eitt- hvað fyrir mig, elskan.“ Honum þótti gaman að lesa Brow- ning upphátt — hann hafði góða rödd fyrir ljóðalestur, það var hin litla mein- lausa sjálfsdýrkun hans. „Viltu það í raun og veru?“ — „Já „Ég var vanur að lesa fyrir Jósefínu,“ aðvaraði hann hana. „Hvað varðar mig um það? Við get- um ekki við því gert, að gera eitthvað af því sama, getum við það, elskan?“ „Hér er eitthvað, sem ég las aldrei fyrir Jósefínu. Jafnvel þótt ég væri ást- fanginn af henni, var það ekki viðeig- andi. Við vorum ekki — stöðugt.“ Hann byrjaði: „Hversu vel veit ég hvers virði ég er þér þegar löng fimm haustkvöldin koma .... “ Hann var mjög hrærður yfir eigin lestri. Hann hafði aldrei elskað Júlíu svo mikið eins og á þessu augnabliki. Hérna var heimilið. Hitt hafði ekki verið annað en lest. „Ég tala núna.“ Hann hélt áfram að lesa. Hann óskaði frekar að Júlía hefði ver- ið að lesa, en þá hefði hún auðvitað ekki hlustað á hann með svo mikilli að- dáun. Vorhappdrætfi Krabbameinsfálagsins er hafið Vinningur er glæsilegasta hjólhýsi, sem sézt hefur á íslandi. Miðinn kostar aðeins kr. 25.00 — Dregið verður þ. 14. maí 1963. STYRKIÐ GOTT MÁLEFNI Vinningurinn er skattfrjáls. Krabbameinsfélag Reykjavíkur. 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.