Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 21
kennilega ef ég segi þér að frá því að ég var „lítillí* hef ég haft gaman af að teikna og fara með liti. Eftir að hafa lok- ið við gagnfræðaskólann fór ég einn vetur í Handíðaskólann og þá vaknaði hjá mér sú stóra spurning hvort ég ætti að fara í frekara nám. Þetta er alltof stór spurning. Hefur maður eitthvað í þetta eða ekki? Ef ég færi í frekara nám voru fyrirsjáanlegir miklir fjárhagsörð- ugleikar því ég var blankur einsog Jleiri. Svo var það einu sinni að ég er að hlusta á fréttirnar í útvarpinu. Þeir voru að segja frá einhverri sýningu í Þjóðleikhúsinu og sögðu að Lárus Ing- ólfsson hefði gert leiktjöldin. Þá datt mér í hug að kannski gæti ég komizt að sem lærlingur í greininni og slegið tvær flugur í einu höggi. Ég mundi fá atvinnu við mitt áhugamál og hafa sæmilega örugga afkomu ef mér tæk- ist vel. Og ég sótti um. Þá var hér einn lærlingur fyrir og ég þurfti að bíða í nokkra máuði eftir að komast að. Svo hóf ég hér nám haustið 1953. Kennari minn hér var Lárus Ingólfsson sem var eini fastráðni leiktjaldamálarinn hjá stofnuninni. Hér unnu einnig að einstök- um verkefnum meðan ég var við nám þeir Lothar Grund og Magnús Pálsson. — Hvað var námstíminn langur? — Námstíminn hafði verið tvö ár en þegar ég byrjaði var hann lengdur í þrjú ár. Svo var ég hér næstu þrjú árin og lauk námi. Eftir það vann ég hér sem aðstoðarmaður í eitt ár og haustið 1957 fór ég til Stokkhólms. Ég innritaðist í Kunstfachskolan og sótti þar tíma frá 9—5 dag hvern. Ég fékk líka að kynnast vinnubrögðunum í Dramaten en ekki að vinna með þeim. Aftur á móti vann ég með þeim í Óper- unni í fjóra mánuði, seinni hluta dags- ins eftir að skólanum lauk. — Kunnurðu vel við þig þarna úti? — Já að mörgu leyti vel. Sem nem- andi við Kunstfachskolan hafði ég ó- keypis aðgang að öllum málverkasýn- ingum, listasöfnum og leikhúsum. Þetta notfærði maður sér auðvitað vel. Ég sá þarna uppíærslur á mörgum leikritum sem var mjög lærdómsríkt. Svo sótti maður auðvitað skemmtanir íslending- anna. Landinn þekkist á úlpunum. Það brást aðeins einu sinni. í borginni var einn Austurríkismaður sem átti úlpu ættaða héðan. Hann hafði verið hér sumarlangt og haft hana með sér, frétti ég seinna. Ég mætti honum eitt sinn á götu og hugsaði að þarna færi einhver landinn. Ég gekk strax til hans en þekkti ekki svipinn og hugsaði sem svo að þetta væri einhver nýkominn. Svo stillti ég mér upp fyrir framan hann og sagði: Komdu blessaður. Þá hristi hann kollinn og sagði: Ég er ekki Islendingur. Þetta var víst það eina sem hann kunni í málinu og hann var víst ekki óvanur svona ávörpum. — Hver voru fyrstu tjöldin sem þú gerðir? — Fyrstu tjöld mín voru í Mann og konu. Það var prófverkefnið. Eftir heimkomuna gerði ég svo tjöld við „Sá hlær bezt“ og „Á yztu nöf“ eftir Thor- ton Vilder. Einhversstaðar í húsinu heyrðist sungið á ítölsku. — Er farið að æfa óperuna? — Nei þetta eru dagdraumar einhvers senumannsins. — Hvaða tjöld þín telurðu sjálfur bezt? —- Þetta er ægileg spurning og meira en lítið erfitt að svara henni. Oft finnst mér að ég sé ánægður og það get- ur varað nokkra mánuði, en svo víkur sú ánægja. Ég var lengi ánægður með braggasenuna í Strompleiknum, en ef ég ætti að gera þetta í dag mundi það veröa ant öðruvísi. Núna líkar mér vel módelið að The Hostage en módel er ekki nema hálf saga. — Hvernig eru leiktjöldin unnin? — Fyrst er auðvitað að fá leikritið í hendurnar og lesa það og kynna sér til hlítar. Næst eru gerðar skissur og teikn- ingar og málið rætt við leikstjórann. Síðan er smíðað módel og það lagt fyrir til athugunar. Oft verða á þessu ýmsar breytingar og maður er ekki alltaf ánægður með þær því það er nú einu sinni svo að maður fær sinn dóm fyrir þau tjöld sem á sviðinu eru. Eitt helzta vandamálið sem maður þarf að glíma við er tíminn sem skammtaður er til að vinna verkið. Hann er oft naumur. Þetta er hlutur sem þarf að þróast með manni, en verður ekki til allt í einu. Maður er nú einu sinni ekki „automat". — Hvað um gagnrýni á leiktjöldum hér? — Mér er dálítið illa við að ræða um hana. Til þess að geta gagnrýnt leik- tjöld þurfa menn að þekkja vel til í leikhúsi og þá möguleika sem það hef- ur uppá að bjóða í sambandi við út- færslu leiktjalda. Sumir hafa það sem kallað er „myndrænan sans“ en aðrir ekki. Þetta á við með gagnrýnendur jafnt sem aðra. Svo verða menn að gera það upp við sig hvort þeir telja sig hafa nægan „myndrænan sans“ til þess að geta dæmt verkin sem slík. — Hvernig finnst þér leiktjöld eiga að vera? — Þetta er mjög persónuleg spurn- ing og ekki hægt að svara henni. Þótt manni finnist eitt í dag getur annað orðið uppi á teningnum á morgun. Frammi í fatageymslunni var gam- Framh. á bls. 37. Msmnœsam 'S'VSWW Model af sviðinu í hið kunna leikrit „The Hos- tage“ eftir írska skáldið Brendan Behan, en það leikrit verður sýnt í Þjóð- leikhúsinu snemma á næsta leikári. FÁLKINN V I K U B L A Ð ræðir við Gunnar Bjarnason, leik- tjaldamálara um hitt og þetta í sam- bandi við nám hans og starf. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.