Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 31
á ganginn.......Maðurinn starði með hálfopinn munninn. Það leit út eins og hann væri lamaður. — Heyrðuð þér ekki, að ég bað yður að loka dyrunum? spurði Harry mjög blíðlega, en gerði samtímis smáógnandi hreyfingu með skammbyssunni. Það nægði til að mað- urinn hlypi til dyra og hlýddi skipun- inni. — Þakka yður fyrir, sagði Harry og kinkaði kolli. — Komið yður svo inn fyrir borðið! Maðurinn jerði svo og tók sér stöðu við hlið stúlkunnar, en því næst snéri Harry sér loksins beint til gjaldkerans: — Komið hingað og takið þennan böggul, Wilson, sagði hann. Wilson reis á fætur. Hann kom röltandi í hægðum sínum, og Harry varð samstundis ljóst, að þennan mann gæti hann ekki þolað .... fyrst og fremst vegna þess, að gjaldkerinn var ekki vitund óstyrkur. Það leit helzt út fyrir, að hann skemmti sér. Hann reigði sig hrokafullur, og um varir hans lék meinlegt bros. — Djarflegt rán um hábjartan dag! verður áreiðanlega sagt í kvöldblöðun- um, sagði hann, um leið og hann tók böggul Harrys. — Það gleður mig, að þér hafið kýmni- gáfu til að bera. Viljið þér opna bögg- ulinn, svaraði Harry. Wilson tók utan af heftiplástursrúll- unum þrem, og Harry hélt áfram: — Nú getið þér lokað fyrir þverrifuna á þeim með plástrinum, og síðan getið Kæri Astró. Vinkona mín ein skrifaði þér og ég varð svo hrifin af spánni hennar að ég réði hreint ekkert við hendurnar á mér. Þær fóru ofan í skúffu og sóttu pappír og penna og hérna sit ég og hamast við að skrifa. Ég fór snemma að heiman og síðastliðin tvö ár hef ég ekki hugsað um annað en að skemmta mér. Nú hef ég hins vegar kynnzt manni, sem er fæddur .... og langar mig til að vita hvort það muni verða eitthvað úr þessu. Þ. e. a. s. hvort stjörnunmar séu hlið- hollar. Ég hef mjög erfitt skap og rýk stundum alveg að ástæðulausu upp. Stillist ég ekki í framtíðinni? Hvernig eru horfurnar á að ég muni komast eitthvað út fyrir landsteinana? Ég vona að ég fái svar við öllum þessum spurn- ingum eða að minnsta kosti einhverju af þeim. Svo þakka ég Fálkanum fyrir allt gamalt og nýtt. Sérstaklega úr- klippusafnið og krossgáturnar. Viltu gera svo vel að sleppa fæðingardegi og ári og nafninu auðvitað. Með fyrirfram þakklæti. Gulla. Svar til Gullu. Því er til að svara gagnvart spurn- ingu þinni númer eitt að pilturinn á ágætlega við þig og ýms stjörnumerki á lofti þess eðlis að full ástæða er til þér notað afganginn til að binda hendur þeirra á bak aftur, og á sama hátt bund- ið þau saman á fótunum. — Eruð þér vissir um, að það sé til nóg af heftiplástri til þess? spurði Wil- son, án minnstu svipbrigða. — Mér er nær að halda, að það sé eitthvað bogið við áætlun yðar. — Þetta er aliur heftiplásturinn, sem þér eigið að nota .... og svolítið meira. Gerið nú eins og ég hef sagt. Og látið það ganga dálítið rösklega. Wilson yppti öxlum og snéri sér að fólkinu fyrir innan borðið. — Ég vil ráðleggja yður að vera skyn- samir, áminnti Harry. — Ef þér farið að vilja mínum, skal ekkert koma fyrir. Hann studdi sig með olnboganum upp við afgreiðsluborðið og beindi skammbyssunni stöðugt á Wilson, sem sá sér ekki annars auðið en að binda og kefla karlmennina tvo og unga vélrit- arann. — Þökk, þetta var gott, sagði Harry, er hann var búinn. — Nú vil ég biðja yður að sækja stóru töskuna yðar. — Eruð þér vissir um, að ég eigi slíka tösku? — Já, það getið þér reitt yður á. Wilson yppti aftur öxlum og beygði sig eftir töskunni bak við borðið. Task- an var troðfull. — Þér neyðist til að tæma hana á borðið yðar, sagði Harry. Wilson opnaði töskuna, hóf hana tign- að ætla að eitthvað verði úr þessu. Hann fæddist meðan Sólin var í merki Fisk- anna en það merki er einmitt á geisla sjöunda húss hjá þér eða hjónabands- húsinu og er hliðstæð afstaða í um 80% stjörnukorta hjóna. Þannig að full ástæða er að setla að eitthvað meira en venjulegt verði úr þessu öllu. Þetta og næsta ár verða mjög örlagarík í þessu sambandi. Horfur í fjármálunum eru fremur góðar hjá þér þar sem Júpíter er í öðru húsi fjármálanna, þannig að það er trygging fyrir því að þú munt ávallt hafa nægilegan tekjustofn. Hins vegar eru horfur á því að heimilishaldið muni koma talsvert við tekjustofninn og reyn- ast talsvert fjárfrekt. Þetta gæti stafað meðal annars af því að þú notar heim- ilið til að starfrækja einhvers konar fé- lagsstarfsemi, ef til vill á vegum ein- hverrar sérstakrar trúardeildar eða eitt- hvað í þá áttina. Ferðir til útlanda eru mjög líklegar í samfloti við eiginmann þinn bæði til skemmtiferða og kynningarferða. Áhrifaár í þessu sambandi eru t. d. 33. aldursár þitt, svo og 27 ára. Þegar þú verður um 33 ára þá virðist ferðin að- allega vera farin sem skemmtiferð, til að sjá erlenda merkisstaði, söfn, kirkj- ur, baðstaði og yfirleitt allt það sem augað má gleðja. f fyrra skiptið eða Tod 'M '’ 'd' ^íe/l/re OD □ □ 00 aa Einangrunargler Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23 200. arlega hátt á loft og lét innihaldið velta yfir borðið og niður á gólf. Firn af skjölum, en engir peningar. Svo þetta óskammfeilna bros. Harx-y gaf næstum skipun: — Nú getið þér opnað peningaskáp- inn og látið allt reiðufé, sem þér hafið, í töskuna. Hafið þér nokkuð á móti því? Sjá næstu síðu. þegar þú ert um 27 ára þá eru talsverð- ar horfur á að skyldurækni sé nauð- synlegt að gæta í sambandi við heim- ilið. Vel þarf að halda á spilunum í það skiptið svo að allt fari á sem beztan hátt. Eins og ég gat um áðan þá er vinur þinn fæddur undir merki Fiskanna og er því mikið gefinn fyrir að láta sig dreyma dagdrauma og byggja skýja- borgir. Þér er því nauðsynlegt að lifa upp framtíðardrauma hans og ekkert líkar honum jafn rel og góð hægindi, þar sem púðar eru á báða vegu. Sparaðu ekki að hafa sem mest af slíkum varn- ingi á heimilinu, þá er engin hætta á að þú verðir fyrir vonbrigðum með hann. Fiskamerkingar eru afar tilfinn- inganæmt fólk og hefur ríka samúð með þjáningum annarra og líður jafnvel enn meir en hinn sjúki með samúðarríkri þjáningu sinni. Leyfðu honum að snú- ast í kring um þig eins og hann vill, þó að þér kunni að þykja það of mikið af því góða á stundum. En hann nýtur þess og það er fyrir mestu. ★ FALKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.