Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 17
snjóa, en göngin munu verða ávallt fær, óháð veðurfari og árstíðum. Ennþá eru hér hvorki bifreiðar né ferðafólk, en mikill fjöldi lampa lýsir upp vinnu- stöðvarnar. Rafstrengur er festur í hvelfingu ganganna og við hann eru lamparnir tengdir, er hanga niður úr hvelfingunni og lýsa upp myrkrið í iðrum fjallsins. ískalt vatn drýpur látlaust úr hvelf- ingunni og bergmálið frá tylft öskrandi vélbora er stöðugt að brjóta sér braut að settu marki, margfaldar hávaðann. Nú skal ég segja ykkur ágrip af reynslu minni, er ég fékk að fara inn í göngin Ítalíu megin, nálægt Entréves. ítalir hófu verkið 8. jan. 1959 og hefur þeim miðað áfram, sem svarar 10 m. daglega, þegar skilyrði voru hagstæð. En þegar tafir urðu af vatnsrennsli og grjóthruni, eða vegna mjúkra bergteg- unda o. fl. gátu afköstin komizt niður í 1—2 metra á dag eða jafnvel komizt í algera kyrrstöðu. Franski flokkunnn byrjaði 5 mánuð- um síðar (30. maí ’59) við Chamonix. Flokkarnir eiga að mætast í miðju fjalls- ins, þá verður sprengingu á lengsta neð- anjarðarvegi lokið, en það er 3 km. lengri leið en neðanjarðarbrautin, sem tengir saman japönsku eyjarnar Honsu og Kiusu. Það var löng þreytandi ferð að vaða 20 cm. djúpan vatnselginn eftir stak- steinóttum göngunum. Loksins stönzuðu fylgdarmenn mínir, þar sem þriggja hæða vinnupallur var framundan, er þeir nefndu ,,Jumbo“. Á þessum höggpalli urðu námamennirn- ir að standa er þeir réðust á bergvegg- inn með „tigris“ borum sínum, en það eru nútímalegustu hraðborar og hálf- sjálfvirkir. Allt í einu þagnaði hinn ærandi háv- aði borganna og einkennileg þögn ríkti. Þá gripu þeir tækifærið, til þess að út- skýra fyrir mér hið erfiða verkefni er 300 menn í þrískiptum vöktum verða þarna að glíma við dag og nætur. Þetta er erfitt og seinlegt verk, og má heita gott, ef tekst að brjóta upp 10 metra leið inn í göngin daglega. Borun ganganna krefst samhæfingar margra verka. í fyrsta lagi verður að bora 90—120 holur í bergið með „tigris“ borunum. Til þess eru notaðir 14—20 borar. f hol- urnar er sett sprengiefni og kveikiþræð- ir. Að því búnu eru pallarnir fjarlægð- ir og sprengingin fer fram. Sprengt er tvisvar til fjórum sinnum á dag. Svo hefst flutningur á grjótinu út úr göngunum á þar til gerðum farartækj- um. í fljótu bragði sýnist þetta ekki svo mjög margbrotið starf, en við nánari athugun kemur annað í ljós, því ná- kvæmlega verður að rannsaka ástand og eiginleika bergsins, svo sprengingin verði sem árangursríkust. Sérstökum vírum er komið fyrir í hvelfingu ganganna með jöfnu millibili, þeir hanga lóðrétt niður og eiga að sýna rétta stefnu að fjallsmiðju, þar sem vinnuflokkarnir eiga að mætast. Fullgerð eiga göngin að verða með 7 metra breiðum steyptum vegi og á hæð- in að vera 3 V2 metri upp í hvelfingu. Undir veginum verður komið fyrir rás- um fyrir talsíma og ritsíma. Enn frem- ur verður þar öflugur loftnetsútbún- aður. Mjóar gangstéttir fyrir gangandi fólk verða báðum megin vegarins. En hvernig fer, ef bifreið bilar á leið- inni? Þetta hafa verkfræðingarnir einnig tekið með í áætlanir sínar, því útskot eru ákveðin með 300 metra milli- bili, þar sem hægt er að leggja bifrfeið Framh. á bls. 37. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.