Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Qupperneq 22

Fálkinn - 17.04.1963, Qupperneq 22
ÖRLAGA DÓMVR Gamla ráðskonan þurfti ekki að sýn- ast undrandi að þessu sinni. Orð hans gerðu það að verkum, að hún var mál- laus af furðu og það leið nokkur stund, þar til hún hafði jafnað sig. — Eruð þér alveg genginn af vitinu, sagði hún. — Leyfið þér yður að standa hér og halda því blákalt fram, að við höfum falið hana hér í húsinu? — Einmitt, frú. — Maður skyldi ekki ætla að þér ... Hann greip brosandi fram í fyrir henni: — Það var eitthvað í fari þessarar stúlku, sem veldur því, að ég get ekki gleymt henni, sagði hann. — Mér varð þetta ekki ljóst, meðan ég talaði við hana, heldur eftir á. Það var ekki hægt að segja, að vesalings stúlkan væri fríð. Hún hlýtur að hafa þjáðst mikið vegna útlits síns. Hann gekk að loftvoginni og bankaði í hana. — Gjöfum guðs er vissulega ójafnt útdeilt ... en venjulega hafa menn til að bera eitthvað*sem vegur upp á móti því, sem þá skortir. — Ég skil ekki hvað þér eruð að fara. Hann sneri sér hægt við og horfði beint framan í hana: — Blindir fá oft næma heyrn. Kripp- iingar geta oft verið lagnir í höndun- um svo að af ber. Tala ég í gátum? Við skulum taka sem dæmi þessa umræddu stúiku. Enginn þurfti að horfa tvisvar á hana til þess að uppgötva, að hún var síður en svo falleg. En hún var vel vaxin. Og augun voru dimmblá og fal- leg. Að ekki sé talað um rauða hárið, . . . alveg eins og hár Nellu . .. Nú brosti hann ekki lengur: — Það var í rauninni heilmikið í fari þessarar stúlku, sem minnti á Nellu...... Nei, heyrið þér mig nú, sagði frú Verney — Nella var jú sannkölluð fegurðardís. — Jú, hún var jafn fögur og Meg, eða er ekki svo? Ég veit, að Nella og hún eiga víst að vera tvíburasystur. En eru þær það í raun og sannleika? Ég á mjög erfitt með að kyngja þeirri sögu, sér- staklega með hliðsjón af því, að Robert Greene er frábær plastikskurðlæknir. Vitið þér hvað, frú Verney? Ég held, að stúlkan sem hann hefur nú nýlega kvænzt og stúlkan, sem strauk af vand- ræðaheimilinu, séu ein og sama mann- eskjan. Hann gekk að dyrunum og opnaði 22 FÁLKINN þær upp á gátt. Síðan sneri hann sér við, hneigði sig djúpt og sagði: — Góða nótt, frú Verney. ★ Á leiðinni heim í kofann sinn horfði Bruce Preston stöðugt mót skærum næturhimninum. Fullt tungl var komið upp og honum geðjaðist ekki að því. Einmitt í kvöld vildi hann helzt hafa skýjað og þungbúið veður. Vandamálin í Cliff House gerðu hon- um einnig gramt í geði. Hann hafði um annað og mikilvægara að hugsa ein- mitt nú. Hið fyrsta sem hann gerði, þegar hann kom heim í kofann sinn, var að ganga út á bryggjuna og gæta að, hvort nægi- legt benzín væri á vélbátnum hans. Síð- an gekk hann inn í kofann og sat við gluggann og beið þar til liðið var fram yfir miðnætti. Hann var óþolinmóður. — Hvað í ósköpunum er orðið af Frakkanum, taitaði hann. Hann tók sér bók í hönd og reyndi að lesa í henni, en hugurinn snerist all- ur um Cliff House og það sem þar hafði gerzt. Loks blundaði hann. Hann vaknaði við það, að bókin féll á gólfið. Og nú sá hann ljósmerkin langt í fjarska. Hann spratt á fætur. Nokkr- um mínútum síðar var hann kominn í vélbátinn og sigldi á fullri ferð út fló- ann. Loks sá hann grilla í stórt skip, sem lá þarna með öll ljós slökkt og beið eft- ir honum. Hann sigldi varfærnislega upp að því. — Ohoi, sagði hann lágt. Það var svarað á dekkinu og stiga rennt niður til hans og loks kom maður niður stigann. — Hvað hefurðu verið að gera allan þennan tíma, Jules, sagði Preston. — Það fer senn að birta af degi. Hvað kom fyrir? — Vélarbilun, svaraði Frakkinn. Veð- urbitið og dökkt andlit hans varð allt að einu brosi. — Var þér orðið kalt á fótunum, Preston minn? E'n ég hef sitthvað með- ferðis að þessu sinni. Miklu fleiri úr en síðast, bætti hann við og neri hendurn- ar. — Það verður unnt að selja þau með dágóðri þénustu. Bruce var bersýnilega taugaóstyrk- ur og skotraði augunum í áttina til lands. Það glitti í svitaperlur á enni hans. Hann sagði: — Við verðum að finna okkur annan stað hér við ströndina. Fólkið fer að gruna sitt af hverju, þegar baðtíminn er úti. Það er bezt að hætta meðan allt leikur í lyndi. Jules hló lágt. — Jæja, við gerum þá nýjar og betri áætlanir. Nú eru vörurnar komnar í bátinn til þín. Komdu um borð til mín andartak. Ég hef svolítið að sýna þér. Eiginlega var Bruce því mótfallinn að fara um borð. Hann vildi helzt hraða

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.