Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Qupperneq 9

Fálkinn - 11.09.1963, Qupperneq 9
Textis Sverrir Tómasson Myndir: Runólfur Elentínuson hafi unnizt; bcrklasj úklingum fer ört fækkandi og fátítt er, að menn taki veikina. Þess vegna sá SlBS sér fært að reka hér vinnuheimili fyrir öryrkja. Við sjáum Reykjalund tilsýndar. Þetta er snyrtilegur staður heim að horfa. Hús vistmanna standa í skipu- legri röð; trjágróður við hvert hús og lítill gi'asblettur. Sunnan við vist- mannabústaðina, er aðalbyggingin, tveggja hæða, myndarlegt hús. Það stendur maður á stéttinni fyr- ir framan aðalbygginguna, þegar okkur ber að garði; Haukur Þórðar- son læknir. Hann býður okkur vel- komna. Haukur segir okkur, að sjúkra- þjálfunin fari fram í kjallaranum. Hann hafi verið innréttaður sérstak- lega í því skyni og fengin hafi verið öll nauðsynleg tæki fyrir endurþjálf- un öryrkja. Og meðan við göngum niður í kjallarann, þá verður okkur hugsað til örlaga þess fólks, sem hefur orðið lömunarveikinni að bráð. Hún hafði oft á tíðum stungið sér niður hér á landi og valdið talsverðu tjóni. Við hugsum um dr. Salk og aðra þá, sem fundu upp bóluefni gegn þessari hættulegu veiki og bjargað þannig mörgum manninum frá veikinni.. Kjallarinn er mjög vistlegur og alls ekki hægt að sjá, að hann sé ætl- aður sjúklingum. Hann er hólfaður niður í mörg herbergi, og í hverju herbergi er eitthvert tæki, sem stuðla á að auknu þi'eki sjúklinganna. Eitt tækið er t. d. til að þjálfa hjarta- sjúklinga og lungnasjúklinga, annað fyrir handlama fólk og hið þriðja fyrir fótlama. Þarna sjáum við hjólhest svip- aðan þeim, sem Benedikt Jakobsson notar til að reyna þrek íþróttamanna vorra. Þessi er ætlaður til að reyna hve mikinn kraft sjúklingarnir eigi til og hve mikið sé þorandi að leggja á þá. Við komum auga á tröppu og spyrjum til hvers hún sé notuð. Við fáum það svar að hún sé notuð til að æfa gang. Það eru líka í hillum lyftitæki, sem styrkja eiga hand- og bakvöðva sjúklinganna. Það er piltur að ganga í eins kon- ar grind, þegar við kíkjum inn í eitt Sjá næstu síðu. FALKINN 9

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.