Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Side 27

Fálkinn - 11.09.1963, Side 27
arstyrk; og fara áður en mér verður • kastaði nt. Þér verðið að koma og ' skoða herbergið mitt einhvern tíma. ; Það er ekki neitt tif að vera hræddur við. Ég 'tók flöskuná og komst að því að hún var tóm. Ég var dálítið undrandi, ' að við skyldum hafa tæmt heila flösku ' í einu vetfangi. I- Ég sat í hægindastólnum og hugsaði um, hvernig ég gæti gert herbergið ■ snyrtilegra. Fyrst var að fá annán lampa, borð- í lampi gæti gengið, með langri leiðslu i ' og ■ sextíu watta peru. Ég byrjaði áð > leita að innstungu og fánn eina undir eldhússkápnum. Ég ætlaði a'ð kaupa tvær sextíu watta , perur og setja eina í þakið. Jafnvel þótt óþrifnaðurinn og gallarnir kæfflu » þá betur í Ijós, yrði ekki eíns ömur- legt og nú og eitthvað af óþrifnaðinum gæti ég hreinsað burt. Ég reyndi að toga í eitt horn veggfóðursins og komst að því, að það var auðvelt að rífa það allt í sundur. Veggirnir undir voru hvítmálaðir og þá var hægt að mála ljósa — ef til vill ljósgræna. Allir veggirnir heima voru Ijósgrænir, það var eftirlætislitur pabba. Gagnstætt vilja mínum heyrði ég skjálfandi rödd föður míns þegar hann sagði mér að fara — og ég vissi, að hann iðraðist þegar Nei, ekki ljósgrænt. Ég leit niður á gólfið. Hvað skyldi kosta að þekja það með ódýru teppi? Áreiðanlega ekki svo mikið, herbergið var lítið. Ég leit á þægindastólinn. Ég var ekki sérlega flínk að sauma, en ég gæti lagað hann .. Verri gæti hann að minnsta kosti ekki orðið, það var að minnsta kosti öruggt. Og gluggatjöld — þau gæti hvaða bjáni sem væri saumað. ■ John gæti ef til vill hjálpað mér. Ég brosti með sjálfri mér. Ég hafði auk þess lykilinn að mínu ! gamla heimili. Pabbi gat ekki mótmælt þvi, að ég færi þangað og sækti hluta af eigum mínum, þegar hann væri ekki heima. Franska eftirprentunin — hún myndi fara vel yfir ofnhillunni — nokkrar bækur, smáhlutir úr grænu gleri gætu komið í stað hundanna, sem ég vildi alls ekki hafa. Ég gæti ef til vill einnig komið með hvíta ofnskerminn með blómavasanum til að fela gasmæl- inn með? Pabba hafði aldrei geðjast að honum. Einnig gæti-ég náð í nokkr- ar plöntur, sem gætu vaxið upp og hul- ið ýmislegt... Ég fór að verða bjartsýnni. Ég gat þegar séð fyrir mér herbergið eins og 1 það átti að verða, þegar ég væri búin með það. Það þarfnaðist mín. Vinna mín við breytingarnar átti að vera sköpunarverk eins og að skapa 1 garð. Ég fór að tauta. — Ég get hvað sem er. Ég get ráðið við hvað sem er, tautaði ég. Glaðipgir litir liðu framhjá mér, meðan ég gekk um. Svo stanzaði ég. Koddinn í rúminu var án koddavers og þar vpru engin lök, bara slitin græn hermánnateppi. Dínan var einnig skítug. Þegar ég tók teppin í sundur til nánari athugunar, var eitthvað sem hreyfði sig. Mér sortnaði fyrir augum, og ég varð að halda mér fastri. Þegar fór að rofa til, hallaði ég mér að milliveggnum og krafsaði mig upp úr hryllingsgarði. Ég stóð og starði á herbergið, ekki eins og það gat orðið, heldur eins og það var. Það gat ekki verið satt — þessi martröð gat ekki verið raunveruleiki. Hvar var mitt eigið herbergi og öryggið og heimilisunaður- inn- o§ hvar'var faðir minn? Ég fór að gratá eins og krakki. Hvers vegna hafði ég- hlaupiz't burtu og ef ég varð að vera éin, hvers vegna hafði ég þá ekki feng- ið mér þægilega og hreina íbúð? Ég minntist þess, að það var eitthvað viðkomandi stolti, en maður hefur þrátt fyrir það þörf fyrir ljós. lök og heitt vatn. Þessi staður var draugalegur — hvað hafði Toby kallað hann? Vitfirr- ingahæli. Ég bjó — ég hafði af eigin frjálsum vilja kosið að búa á vitfirr- ingahæli, þar sem negri njósnaði um mig og þar sem veggjalýs skriðu í rúminu. Og það var of seint að draga sig til baka, of seint að skipta um skoð- un. Það lá eitthvað á botninum, eitt- hvað hræðilegt, sem ég gat ekki einu sinni munað. Ég vissi bara, að ég á einn eða annan hátt var fönguð í gildru. Ég rann niður á gólfið fyrir framan ofninn og lá þar og grét. Þegar ég vaknaði, var ég svo stíf, að ég gat næstum ekki hreyft mig — gólf- ið var hart og mér var svo kalt, að ég skalf. Það logaði á þakljósinu, og grátt dagsljósið barst gegnum þunn glugga- tjöld. Ég fór á fætur og sökk niður í stólinn og tennurnar glömruðu. Ég hugsaði, að ég ætti að útvega mér eitt- hvað heitt að drekka, ef ekki annað, þá heitt vatn. Ég stóð upp og ógleðin náði yfirhönd- inni. Óstyrk á fótum reikaði ég að vaskinum og kastaði upp. Þegar það var afstaðið, fannst mér ég vera hálf- dauð. Ég gleymdi uppgötvun kvöldsins og reikaði að rúminu og lagðist þar. Ég lá þar og stundi af örvæntingu. Það leið góð stund, og svo var barið að dyrum. Ég heyrði það næstum því ekki. Hið næsta, sem ég vissi, var, að einhver stóð boginn yfir mér. — Góðan daginn, sagði vingjarnleg rödd. — Viljið þér tebolla? Ég leit upp. Við rúmstokkinn stóð stór, kraftamikill maður í snjáðri skyrtu. Hvítar tennur glömpuðu í svörtu andlitinu og bollinn virtist pínu- lítill í hinni risavöxnu, svörtu hendi. Hægt settist ég upp og var allt of þreytt til að finna til annars en þakk- lætis fyrir að ég var ekki neydd til að deyja alveg ein. — Er yður illt? — Já, svaraði ég veiklulega. — En mér líður betur núna. — Enn betur, þegar þér hafið drukk- ið heitt te. En hvað hendur yðar skjálfa mikið. Svona John heldur á honum. Hann hélt á bollanum og hjálpaði mér að drekka. Teið var sjóðandi heitt og sterkt og mjög sætt, og ég drakk það aUt upp. John dýfði teskeið í syk- urinn í botni bollans og mataði mig á honum. — Sykur er nytsamur, sagði hann alvarlegur. — Gefur kraft. — Verðið þér að fara til vinnu í dag? — Guð minn góður, sagði ég. — Hvað er klukkan? Hvaða dagur er? Heili minn starfaði ekki rétt. — Hálf níu, fimmtudagsmorgunn, einhvern tíma í október. Ég man ekki rétt dagsetninguna. Hann hló. — Viljið þér meira te? — Nei, þakka yður fyrir. Ég verð að fara á fætur. — Líður yður vel núna? — Já, já. Svo er teinu fyrir að þakka. — Yður er kalt. Ég kveiki á ofninum. — Ég á smáaura. — Nei, nei, ég á nokkra hérna. Sitjið kyrrar. Hann setti aurana í og kveikti á gas- inu. — Þér lítið illa út. Eruð þér vissar um, að þér getið farið í vinnuna í dag? Hringið til yfirmannsins, segið að yður líði ekki vel. Það var einmitt það, sem mig langaði til að gera. Það væri indælt, að skríða í rúmið og verða heitt og liggja allan daginn. Svo minntist ég þess, hvað ég hafði séð undir teppunum í gærkvöldi. — Nei, sagði ég. — Það get ég ekki. Ég bjarga mér. Ég reis hægt á fætur. John beygði sig áfram reiðubúinn til að styðja mig með hinum stóru höndum. En þótt und- arlegt megi virðast, leið mér miklu betur. Ég var skýr í kollinum og ógleðin var alveg horfin. Ég gekk að vaskinum skolaði and- litið með ísköldu vatni John horfði undrandi á mig. — Eruð þér ekki vanar að fara úr föt- unum, þegar þér leggið yður? — Ég lá ekki í rúminu í nótt — Hvar sváfuð þér þá? — Á gólfinu. Ég byrjaði að fálma eftir handklæð- inu og mundi þá, að ég átti ekki neitt. John lánaði mér vasaklútinn sinn. Hann var velktur en, alveg hreinn. — Hvers vegna sváfuð þér á gólf- inu? — Það voru kvikindi í rúminu, sagði ég stuttaralega. Hann hló. — Það var lítið, mjög litið sagði hann. Framhald á bls. 28. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.