Fálkinn - 11.09.1963, Side 34
PANDA OB TÖFRAMAÐURINN MIKLI
lÍÉÍl
: j
„Verði ykkur að góðu, utanhellisbúar,“ hrópaði hinn
un^arlegi Plútanus. „Gefið „Innri manninum.“ Meðan
þið borðið get ég kannski talað við ykkur einslega?"
„Hvað erum við að gera hér í þessum helli?“ hvíslaði
Panda að Jollypop. „Skyldi hann vera hættulegur?
Og... jæja, mér líkar þetta alls ekki.“ Þjónninn
Jollypop hélt hugrakkur áfram að gæða sér á súra
ávextinum með greinilegri vanþóknun. „Ég er sam-
mála,“ svaraði hann þurrlega. „En má ég benda á,
að hann hefur okkur á valdi sínu í augnablikinu?
Mér finnst ráðlegt á meðan að koma kurtéislega fram
við hann og bragða á ávöxtunum, sem hann hefur
boðið okkur. hann er kominn í einkennilega stöðu
núna.“ „J—já...“ samþykkti Panda og starði á
Plútanus, sem hékk niður úr loftinu — á hælunum.
Þegar Jollypop hafði með nokkrum erfiðismunum lok-
ið við sítrónuna, ræskti hann sig og ávarpaði Plútanus,
sem gekk fram og aftur á hinn undaregasta hátt.
„Leyfið mér, göfugi herra,“ byrjaði hann, „að spyrja
yður nokkurra spurninga vegna húsbónda míns, herra
Panda. Okkur finnst sá háttur, sem hafður var á
flutningi okkar hingað, dálítið undarlegur. Og okkur
þætti gaman að fá að vita um ástæðuna fyrir...
boði... yðar“ „Utanhellisskraf,“ sagði hinn aldraði
herramaður og gekk upp vegg hellisins. „Samt sem
áður mun ég nú gefa skýringu. Sjáið þið til, mér
er leyft einu sinni á öld, að koma með utanhellismenn
inn í „Innriheim“. Á þennan hátt fræðist ég um ytri
og innri þróun Utanheimsmanna ... Og ég verð að
segja, að ég er alltaf undrandi á hinni furðulegu
hegðun ykkar ytriheimsmanna ... „Þér eruð undrandi
á okkur? spurði Panda furðulostinn um leið og hann
horfði á herra Plútanus ganga á loftinu.
þér þá að draga okkur hing-
að? Hvers vegna komuð þér ekki til landsins okkar?“
„Táknrænt fyrir þá, sem búa fyrir utan,“ sagði herra
Plútanus. „Kannski gætum við rannsakað yður, ef
þér heimsæktuð okkur,“ hélt Panda áfram. „Góð
hugmynd," skríkti Plútanus. „Það er kominn tími til
rannsóknar. Ég fer út. Ég fylgi ykkur aftur „til
ytriheims.“
Panda langaði að komast frá hinum
og snúa aftur til hins eðlilega heims. Á hinn bóginn
hafði hann mikinn áhuga á hinum merkilega Plútan-
usi. , Sögðuð þér, að þér hefðuð látið koma með okk-
ur hingað til að rannsaka okkur?“ spurði Panda.
„Svona talið þið, sem búið fyrir utan,“ svaraði gamli
maðurinn frá loftinu. „En það er hin innri ætlun
mín.“ „Þetta er þá nokkur sjálfselska af yðar hálfu,“
kallaði Panda reiðilega. „Ef þér vilduð rannsaka okk-
FALKINN