Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 4
Undanfarnar vikur hafa verið á Hótel Sögu allnýstárlegir skemmtikraft- ar, eftir því sem gerzt hefur hérlendis, þótt algengir séu ytra. Það er svonefnt „Floor-Show“, hópur dansfólks sem sýnir listir sínar, gestum til yndisauka á meðan þeir njóta veitinga staðarins. Hér er um að ræða þekktan enskan dansara, Willy Martin að nafni, sem hefur skemmt á mörgum frægum stöðum í heimalandi sínu og víðar, og nýtur þar mikils álits. Er hann sjálfur j,aðalnúmerið“ í sýningunni, en með honum eru sex stúlkur, sem dansa með honum. Eru þær meira til uppfyllingar í sýninguna en sem listdansarar, enda er sú venja með sýningar sem þessar. Er þá lagt meira upp úr því, að þær séu til einhvers augnayndis gestunum, en þær hafi náð mjög langt á listabrautinni. Og þau skilyrði uppfylla þessar stúlkur fullkomlega. Oft er skipt um búninga, meðan á sýningunni stendur, og eru þeir hinir litauðugustu, og gerir skemmtileg lýsing, sem einnig er nýstárleg hér, sitt til að lífga upp á þá. Þá hefur einnig að undanförnu skemmt á Hótel Sögu þekktur enskur dægurlagasöngvari, Dick Jordan, sem hefur verið nefndur „hinn brezki Bobby Darin“, en þann fugl kvað vera óþarft að kynna þeim, sem á annað borð hafa áhuga fyrir dægurlaga- söng. Dick Jordan mun hér einkum þekktur fyrir eitt lag, sem oft hefur heyrzt í danslagatímum útvarpsins, the Music“, en hann hefur sungið fleiri lög inn á plötur fyrir Columbia og Oreal. Runólfur ljósmyndari brá sér á Sögu eitt kvöldið og tók þá með- fylgjandi myndir. Ein þeirra er af Dick Jordan, þar sem hann syngur eitt uppáhaldslaga sinna, en hinar tvær eru af stúlkunum, sem fram koma í dansinum, en nöfn þeirra vitum við því miður ekki um.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.