Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 17
VIII Við lásum saman við bjarm- ann af eldinum. Hún fleygði oft á eldinn bréfunum, sem eiginmaður hennar skrifaði henni frá vígstöðvunum á hverjum degi. Af kvíða hans mátti bersýndega ráða, að bréf Mörtu voru orðin minna og minna elskuleg og sjaldgæfari og sjaldgæfari. Það var ekki án nokkurra óþæginda að ég horfði á bréf harís brenna. Þau orsök- uðu það, að eldur logaði skær- ar augnablik og satt að segja var ég hræddur að sjá hlutina í skærara ljósi. Marta spurði mig oft núna, hvort það væri satt, að ég hefði elskað hana frá okkar fyrstu kynnum, og hún ásakaði mig fyrir að hafa ekki sagt henni það, áður en hún gifti sig. Hún myndi ekki hafa gift sig, sagði hún, hefði hún vitað það, þótt hún hefði verið ástfangin af Jacques á vissan hátt í byrjun festa þeirra, þá hafði hinn langi aðskilnaður þeirra (sem var stríðinu að kenna) dregið ást- ina smám saman úr hjarta þeirra. Hún var ekki lengur ástfangin af Jaques, þegar hún giftist honum, hún hafði aðeins vonað, að hálfsmánaðarleyfi hans myndi breyta tilfinning- um hennar. En hann var ekki laginn við hana. Og sál sem elskar stöðugt, angrar þann, sem ekki elskar. Jaques elskaði var mín, það var ekki ég sem sagði það, heldur hún sjálf. Ég gat snert andlit hennar, kysst augu hennar og handleggi, ég gat klætt hana, óprýtt hana eftir geðþótta. í gleði minni beit ég hana í brjósið, þar sem hold hennar var bert, svo að móður hennar grunaði, að hún ætti sér elskhuga. Mér hefði fundizt gaman að merkja hana með fangamarki mínu. Hin barnalega villimenska mín sneri aftur til hinnar ævafornu þýðingar hörundsskreytingar. Marta sagði: „Já, bíttu mig, settu á mig ör. Ég vil að allir viti þetta.“ Ég vildi kyssa brjóst hennar. En ég þorði ekki að biðja hana um það, og ég hugsaði, að hún ætti að bjóða mér það eins og hún hafði boðið varir sínar. Eftir nokkra. daga, þegar ég var orðinn vanur vörum hennar, gat ég ekki hugsað mér meiri ánægju. hana meira og meira. Bréf hans voru frá manni, sem þjáðist, en sem hafði of mikið álit á Mörtu sinni til að halda, að hún myndi svíkja. Þess vegna ásakaði hann sjálfan sig einan og sárbændi hana um að segja sér, hvað hann gæti hafa gert henni. ,,Mér finnst ég svo grófur, þeg- ar ég er með þér og óttast að sérhvert orð, sem ég segi, særi þig.“ Marta svaraði því aðeins, að hann hefði á röngu að standa og að hún hefði ekki undan neinu að kvarta. Það var þá byrjun marz. Vorið kom snemma það ár. Á þeim dögum, sem hún fór ekki með mér til Parísar, beið Marta eftir því að ég kæmi úr teikni- tíma og lá fyrir framan eld- stóna, nakin undir sloppnum meðan olívuviðurinn, sem tengdaforeldrar hennar höfðu sent henni, brann á arninum. Hún hafði beðið þau um að end- urnýja birgðirnar. Ég get ekki sagt, hvaða feimni hélt aftur af mér nema það væri þögnin, sem maður finnur til andspæn- is einhverju, sem meður hefur aldrei gert áður. Ég hugsaði um Daphnis. í þessu tilfelli var það Chloe, sem farið hafði í nokkr- ar kennslustundir og Daphnis þorði ekki að biðja hana að láta vizku sína honum í té. Ég leit á Mörtu sem mey, er hafði verið afhent ókunnugum manni, sem hafði tekið hana nokkrum sinnum með ofbeldi á fyrsta mánuði hjónabands þeirra. Þegar ég var einn í rúminu um nætur, kallaði ég upphátt á Mörtu og fyrirleit sjálfan mig, mig, sem þóttist vera karl- maður, fyrir að vera ekki mað- ur til að gera hana að ástmey minni. Hvert sinn, sem ég fór heim til hennar, lofaði ég sjálf- um mér, að ég skyldi ekki koma út aftur fyrr en ég hefði átt hana. Á sextánda afmælisdegi mín- um í marzmánuði 1918, gaf Marta mér slopp, sem líktist hennar eigin slopp, sem hún vildi að ég væri í, þegar ég væri með henni og hún grátbað mig um að vera ekki reiður við sig. Mér virtist að allt, sem fram að þessu hefði haldið aft- ur af ástríðum sínum, væri ótt- inn við að verða sér til athlæg- is, tilfinningin að vera sjálf- ur klæddur, þegar hún var það ekki, í fyrstu datt mér í hug Framh. í næsta blaði. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.