Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 29
— Heyrðu nú, Molly. Þú
hefur ekkert leyfi til að kalla
Fred Beasey „bandóðan morð-
ingja“. Hann gæti höfðað mál
á hendur þér fyrir baktal og
slúður.
— Mér verður flökurt af
því að tala við þig, lögreglu-
stjóri. Ég get ekki skilið, hvers
vegna við völdum aðra eins
blaðurskjóðu og þig fyrir lög-
reglustjóra. Þú myndir ábyggi-
lega verða hræddur við skugg-
ann þinn. Við þörfnumst hug-
rakkra löggæzlumanna, sem
ekki eru hræddir við grálynda
morðingja. Molly var orðin svo
æst, að hún stamaði.
— Reyndu nú að róa þig
svolítið, Molly, sagði ég.
— Fred segir, að Cora hafi
skroppið í ferðalag með systur
sinni. Ég get ekki fundið neitt,
sem bendir til þess að glæpur
hafi verið framinn. Þótt ein-
hver maður grafi í garðinum
sínum er það ekki næg ástæða
til þess að kalla hann „band-
óðan glæpamann."
— Ég er nú samt þeirrar
skoðunar, að hann ætti að vera
í fangelsi, og ég ætla ekki að
hætta, fyrr en hann er kominn
þangað, sagði Molly og fór.
Þar eð ég þekkti Molly vel,
var ég viss um, að það var
engin hætta á því, að hún
hætti á meðan hún gæti hugsað
neitt upp til þess að slúðra um.
Árdegis daginn eftir dró
Molly mig aftur út úr keilu-
spilsklúbbnum. Þetta var ann-
ar dagurinn í röð, og ég var
nú satt að segja farinn að þreyt-
ast dálítið á henni. í þetta
skipti hafði hún reglulega
heimskulega leynilögreglusögu
meðferðis.
— Nú hugsa ég að þú viljir
hlusta á mig, lögreglustjóri.
Lestu þessa sögu. Það er næst-
um alveg eins og í Beasly-mál-
inu!
— I Beasley- málinu? Nei,
heyrðu nú, Molly. Það er bara
ekkert Beasly-mál. En ég skal
gjarna lesa söguna, ef það get-
ur eitthvað glatt þig.
— Lestu hana, lögreglustjóri
og handtaktu svo „bandóða
morðingjann".
„Ég skal lesa hana, Molly.
Þakka þér fyrir.
— Ég vil fá þetta vikublað
aftur. Ég bara lána þér það, svo
þú getir betur gert þér grein
fyrir skyldu þinni.
Ég lofaði Molly því, að hún
skyli áreiðanlega fá blaðið aft-
ur. Sagan, sem hún vildi að ég
læsi, var um náunga, sem dauð-
rotaði konu sína og gróf hana
í garðinum sínum. Þó var einn
Framhald á bls. 31.
KVIKMYNDA
ÞÁTTUR
ÞRJAR
STCLKIJR
í PARfS
í járnbrautarlest á leið
til Parísar kynnast tveir
ungir menn þrem stúlk-
um sem einnig eru á leið
til Parísar. Öll eiga þau
það sameiginlegt að vera
dönsk. Ferð ungu mann-
anna er raunar heitið
lengra en til Parísar því
þeir ætla alla leið suður
á Riveruna.
Þegar til Parísar kem-
ur bjóðast ungu menn-
irnir, sem reyndum ferða-
mönnum sæmir, til þess
að útvega stúlkunum hús-
næði á góðu ódýru hóteli.
Þegar því er aflokið fara
stúlkurnar með þeim á
járnbrautarstöðina aftur
til þess að kveðja þá, því
eins og fyrr segir er ferð
þeirra heitið lengra suð-
ur eftir. Þegar lestin er
farin uppgötva stúlkurn-
ar að þær muna hvorki
hvað hótelið hét sem
þeim var komið fyrir á
eða hvar það er í borg-
inni. Og þar með er ævin-
týrið hafið.
Þetta er upphafið á
nýrri dansk - franskri
gamanmynd sem nýlega
var frumsýnd ytra. Og
við getum átt von á
Framhald á bls. 31.
FÁLKINN 29