Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 24
Snabbi skrifar: Sagan af iiianiiiimiii. sem da(( á ba Það hefur orðið að samkomulagi að ég skrifaði hér nokkra þætti í blaðið, eftir því sem ég sé ástæðu til. Samkomulagið er fólgið í því að ég skrifa og fæ fyrir það nokkra þóknun, sem ég að sjálfsögðu læt ekki uppi hversu mikil er. Þið eigið svo að kaupa blaðið og lesa það. Ut af fyrir sig hef ég ekkert við þetta samkomulag að athuga, ef þið standið við ykkar hluta. Ég er í kunningja hópi alltaf kallaður Snabbi, þótt ég viti ekki gjörla hvers vegna. Kannski á það þó sínar skýringar. Ég er farinn að nálgast þrítugt, er einhleypur og vinn hjá þekktu inn- flutningsfyrirtæki í borginni. Ég bý vestur í bæ og leigi kjallaraherbergi hjá fulltrúa forstjórans. Það hefur sína kosti og galla. Ég get t. d. ekki haldið partý, sem er kostur út af fyrir sig, en ég get heldur ekki sofið út á morgnana, því full- trúinn veit alltaf hvenær ég kem heim á nóttunni. Einu sinni sagði hann við mig, að hann hefði persónulega ekkert við það að athuga, þótt menn væru mikið úti að skemmta sér, bara ef þeir slægju ekki slÖku við vinnuna. Ég er honum sam- mála. Ég slæ aldrei slöku við vinnuna og það gerir hann ekki heldur. Venjulega er hann mætt- ur klukkan tíu og hamast það mikið, að hann er oftast búinn um hálf fimm leytið. Þessi kynn- ing á mér og högum mínum verður að duga í bili. Emhveru sinni heyrði ég eða las sögu af manni, sem varð fyrir þeirri óvæntu og miklu lífsreynslu að stíga ofan á hendina á sjálfum sér. Þetta olli byltingu í lífi mannsins. Hér í þessum þætti ætla ég að segja frá einum vini mínum, sem datt á bakið á sér. Nú kemur það ekki ósjaldan fyrir fólk, að það dettur á bakið á sér, með misjöfnum ár- angri þó. Sumir detta oft og hafa ekkert upp úr því, nema leiðindin og sársaukann. En sumir detta og verða, ef svo má segja, algjörlega nýir menn. Þannig varð það t. d. með þennan vin minn. Hann datt tvisvar og breyttist í bæði skiptin. Þessi vinur minn heitir Bogi, og hafi nokkur maður átt það skilið að heita Bogi, þá var það hann. Hann gekk nefnilega ákaflega boginn í baki og leit varla upp á nokkurn mann að fyrrabragði. Hann var feiminn og hlédrægur að eðlisfari, eins og segir í minningargreinum og roðnaði ef kona var í návist hans. Hann var annarra fyrirmynd í reglusemi og iðni — allt þar til hann datt á bakið á sér, en við það breyttist þetta allt. Þegar Bogi hafði aldur til, fór hann að læra bifvélavirkjun og það átti ákaflega vel við hann að bogra svona yfir gömlum og nýjum bílum, misjafnlega illa förnum. Hann kom sér vel í vinnunni fyrir það hvað hann var stundvís og duglegur og gerði allt sem honum var sagt. En svo datt hann á bakið á sér og það hafði tals- verðar breytingar í för með sér. Það bar til síðasta ár Boga í náminu. Það var að vetri til og mikil hálka á götunum. Og sem hann nú paufast þarna heim í myrkrmu, niður- lútur, og lítur ekki framan í nokkurn mann, þá lendir hann á svellbunka — og dettur á bakið á sér. Þetta olli algjörri byltingu í lífi hans. Hann réttist nefnilega í bakinu og það var eins og hann sæi lífið í nýju ljósi. Hann breytti algjörlega um lifnaðarháttu, varð útsláttarsamur, fór bæði að reykja og fá sér í staupinu. Kvenfólk gat hann ómögulega séð í friði og varð einn skæðasti Casanóvinn í borginni. Strax og hann var búinn að læra, kom hann sér upp bílasölu og græddist mikið fé. Hann lifði hátt 24 FÁI.KINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.