Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 42

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 42
íslandi, en Faxar framtíðarinn- ar höfðu tekið við. Við báðum Hannes að skreppa með okkur austur að Núpsvötnum svo Runólfur gæti tekið þar af honum mynd. Hann var tregur til. — Ég fer orðið svo ósköp lítið, sagði hann, og vil þá helzt fara ríð- andi. En ég skal svo sem skreppa þetta með ykkur, það væsir víst ekki um mann í svona bíl. Ég ætla að skreppa inn og hafa skóskipti. Svo settist Hannes upp í Singerinn og við ókum austur með Núpnum. — Hann er þýð- ur þessi, — já, víst er hann þýð- ur, sagði Hannes, um leið og hann hagræddi sér í sætinu. — Það er líka gott, því ég er orðinn svo slæmur af gigt- inni. Annar kríkurinn er orð- inn langtum styttri en hinn, og hefur hún þó ekki látið þann í friði. Við ókum austur úr urðinni, neðan undir Lómagnúpnum. — Hefur þetta ekki hrunið úr Núpnum? — Jú, það hrundi í Eldinum. Sonur Hannesar bónda, Jón að nafni, var nýbúinn að reka sauðina út yfir, þegar þetta gerðist. Hann var þá tólf ára. Já, — það hefur víst gengið mikið á. Það hefur allt hulizt hér þoku, eftir því að dæma, begar einstök björg falla úr honum. Það hefur ekki séð handaskil hér í króknum þá. Við vorum komnir austur að vestustu kvísl Núpsvatn- anna. Hannes steig út úr bíln- um og horfði austur yfir, í átt til Öræfajökuls. Svo renndi hann augunum upp til Skeiðar- árjökulsins og vestur yfir til Súlutinda. Hann lyfti stafnum sínum og benti á skarðið. — Þarna kom ég vestur yfir, 1934. Við litum þangað, sem snar- brattur fjallshryggurinn reis upp úr sprungnum jöklinum. Og ábyggilega vildi hvorugur okkar vera þar einn á ferð, þegar jötuneflin þrumaði undir sprungnum jöklinum, en eld- glæringarnar bar við himin í norðurátt. Og sennilega hefur það verið á fárra færi nema öldungsins sem hjá okkur stóð. Til þess þarf frábæra kunnáttu á jöklum og staðháttum og fyrst og fremst fádæma sálar- ró. Svo leit hann á kvíslina, sem rann fyrir framan fætur okkar. Hann sagði lágt, um leið og hann benti á hana með stafn- um sínum: — Hún hefur stund- um verið stærri þessi. Svo steig hann upp í bilinn. mb. „Ég heiti Sigurftur44 Framhald af bls. 22. ævisögu mína? Við gætum grætt á henni tíu milljónir. Ég veit um fimmtán þúsund manns á Akranesi, sem mundu kaupa hana eins og skot. Það mundu allir verða vitlausir í hana. Við gætum gefið hana út í tuttugu bindum. Hveldurðu. Ekki nokkrar grensur á efninu. For exempel þegar þeir tóku mig fastan fyrir að ganga í gegnum stóru glerhurðina í Barcelona. Eða hús nr. 43 niður í Buenos Ayres, flottasta hús sinnar tegundar í heimin- um, allt í speglum. Eða þegar ég sat í lystigarðinum niðri í Wellington á Nýja Sjálandi og var að kela við flottustu dömu borgarinnar eins og heiðarleg- ur maður, þegar ég fékk allt í einu svo mikinn hlustarverk að þeir urðu að bora gat á haus- inn á mér, bak við eyrað, og þegar ég vaknaði var ég búinn að gleyma allri norskunni, enskunni og frönskunni, sem ég hafði lært í siglingunum, og kunni ekki dojt í neinu nema íslenzku. Hin tungu- málin öll höfðu farið út um gatið. Eða þegar leðurblök- urnar bitu í tærnar á mér úti í frumskóginum á Kúbu, eftir að ég hafði strokið af danska dallinum sem þeir höfðu tæm- tjarterað í sykurfartina. Eða hvernig hákarlarnir djöfluðust í hvölunum sem við drápum undan ströndum Mexíkó í nítján hundruð tuttugu og fimm. Þeir hökkuðu heilu sæj- arana í sig á fáeinum mínút- um, og létu sig ekki muna um að éta hver annan í leiðinni, ef okkur tókst að særa þá. Held- urðu sé ekki hægt að gera almennilega bók úr svona materíali mannandskoti? Þú getur byrjað á því að segja að ég er fæddur á Kolableikseyri við Mjóafjörð í níutíu og fjögur. Og mundu að segja að ég hafi verið yndislegt barn. Ég hljóp alltaf yfir ána til að láta Ellefsen á Asksnesi vita ef ég sá einhvern af bátunum hans koma inn með hval. Hann gaf mér alltaf túkall fyrir það. En einu sinni gleymdi hann að gefa mér túkallinn, og þá stakk ég títuprjóni í rassinn á hon- um. Þá var fullt af mannskap í kringum hann, og hann vissi aldrei hver gerði þetta. Hann varð selvfölgelig alveg salt- vondur og reif húfuna sína í tf°thir. Fínn maður Ellefsen. F'ott. Þú getur byrjað á að segja frá þessu, og gleymdu bara ekki að taka það fram að ég hafi verið yndislegasta barn sem alizt hefur upp á Kolableikseyri við Mjóafjörð. En ef þú byrjar ekki strax, þá fer ég í Hagalín. Hveldurðu. Fínn maður Hagalín. Flott. — Blessaður láttu ekki svona, sagði ég. Þú mátt aldrei vera að því að láta skrifa al- mennilega eftir þér. — Jú, eftir þennan túr. Ég þarf bara að skreppa þennan eina túr til að ná mér í aura fyrir einni lítilli skammbyssu. — Skammbyssu? Hvað ætl- ar þú að gera við hana? — Skjóta Bjarna bæjar- stjóra. — Af hverju? — Hann vill endilega drífa mig á elliheimilið. — Já, vel á minnzt. Ég frétti í vor að þú værir kominn á elliheimilið og þá hefðum við einmitt fengið það næði sem okkur hefur alltaf vantað til að ganga frá ævisögunni. En svo þegar ég kom hingað var mér sagt að búið væri að reka þig af elliheimilinu — fyrir fyllirí. — Hver sagði það? Siggi Jóns, sá djöfuls ... — Það skiptir ekki máli hver sagði mér það. — Það er heldur ekkert nema hrein og klár helvítis lygi. Ég sagði þeim bara sagti- rólega að ég væri of ungur til að vera þarna óg fór. Þeir spurðu þá hvað ég ætlaði að gera við löppina á mér, sem er orðin svört af exemi hele vejen upp í klof. Hefurðu séð hana? Sjáðu! — Nei, góði Sigurður farðu ekki að sýna mér á þér löpp- ina hérna úti á miðri götu. — Jæja. En ég sagði þeim bara versogúð, að þeir gætu tekið af mér löppina og haft hana á elliheimilinu, en sjálfur væri ég farinn út á sjó. Þeir halda að maður geti eins og ekkert sé steinhætt að vinna og farið að glápa eins og idjót út í loftið. Ég verð ekki sjötug- ur fyrr en næsta ár. Siggi Jóns verður sjötíu og fimm í sumar. Þeim væri nær að setja hann á elliheimilið í staðinn fyrir að láta hann vera að sporta sig um borð í Þorsteini og sigla tvisvar í mánuði með kola út í allan bjórinn í Englandi. En, sem sagt, við klárum okkur af þessu öllu saman, þegar ég kem aftur úr þessum túr og verð búinn að ná mér í skamm- byssuna. — Hvaða gagn heldurðu sé í skammbyssu á Bjarna Þórð- arson? — Nei, það er satt, sagði Sig- urður og hló rosalega. Fall- byssa verður það að vera. Eða hvalabyssa, lagsmaður. Ef mað- ur hefði bara haft kaptein Ol- sen til að hlunka á hann. Það var nú skytter sem kunni sína kúnst. Ég var með honum í sex ár. Þú hefðir átt að sjá til hans á jólunum í tuttugu og átta, þegar hann skaut fimmtán hvali í einum rykk, suður í Rosshafinu. Og nú verð ég að flýta mér. Farvel. — Hvað liggur á? — Províantinn, maður. Það dugar ekki annað en að hafa nóg í kjaftinn á þessum and- skotum. Og Sigurður Norðfjörð veif- aði framan í mig innkaupalista þar sem ég sá ekki betur en merkt væri við hverja ein- ustu matvælategund — nema kannski tvíbökur. Og íslenzku fántlitirnir hurfu mér inn um dyrnar á kaupfélagsbúðinni. En ég hélt upp brekkuna, að heimsækja Ragnhildi í Fann- ardal. Helgarfrí Framh. af bls. 19. þar í fjóra mánuði núna. Þar var hann reglulega heppinn. — Cavanaghs-hjónin bjuggu í Stokkhólmi áður, var það ekki? — Jú, það held ég. Þau eru annars búin að flytja svo oft, að það er erfitt að fylgjast með því. Molly segir, að tvíburarn- ir tali fjögur tungumál, og þeir eru aðeins sex ára. Ég held að ég kærði mig ekki um svoleiðis líf. — Ekki það? Bill Truslow virtist hissa. Þér lítið nú samt ekki út fyrir að dúsa alltaf heima! En ef til vill binda ein- hver leynileg bönd yður við New York? — Nei, engin leynileg bönd, svaraði Norma honum. Bara starfið, gott starf. Veðrið hélzt gott, unz þau flugu inn yfir írsku ströndina. En þau töfðust í marga klukku- tíma á Shannon, vegna þoku og regns, og það var orðið áliðið dags, þegar Norma komst loks- ins til Lundúna. Þegar tollverð- irnir höfðu afgreitt hana, fór hún strax inn í símaklefa og þá heyrði hún brátt hina undr- andi rödd Millyar, brúnhærðu, hjartagóðu Mollyar. — Norma! Ég skil þetta bara ekki! Hvers vegna í ósköpunum hefurðu ekki sagt okkur þetta? — Það var enginn tími til þess. Og svo vildi ég gjarna 42 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.