Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 7
Enn um fciðalanga með bakpoka. Háttvirta blað. Ekki alls fyrir íöngu var grein í blaðinu hjá ykkur um svonefndan bakpokalýð. (Ég xnan nú ekki lengur í hvaða tölublaði það var). Talsverðar umræður hafa orðið um þetta mál og nokkrir sent ykkur bréf þar að lútandi og sýnist sitt hverjum svo sem við var að búast. Ég hef nú lítið kynnt mér þessi mál og enn minna látið til mín taka. Þó þykir mér til hlýða sem lesanda þessa blaðs að leggja hér nokkur orð í belg. Ég fæ ekki séð að þessi mál þurfi að vera neitt vandamál hjá okkur frekar en við sjálf viljum. Ef fólki finnst þessir menn uppá þrengjandi þá er sjálfsagt hjá því að losa sig við það. Við getum gert þess- um mönnum það skiljanlegt í eitt skipti fyrir öll að á meðan þeir standa hér á eigin fótum í þessu landi þá höfum við ekkert við þeirra hérvist að athuga. En um leið og þeir þurfa á stuðningi að halda svo einhverju nemur þá viljum við sem minnst með þá hafa. Að minnsta kosti ef þeir ætla að fara að vera uppá þrengjandi. Það er allt í lagi fyrir þá að koma hingað og ferðast ódýrt en við viljum engin snýkjudýr og uppáþrengjandi fólk. Þetta er mitt álit og ég veit að fleiri munu taka undir það með mér. Verið þið svo blessaðir og sælir. Lesandi. Svar: ÞaO er einmitt þetta sem viö höfum veriö aö halda fram — meö svolítiö öörum oröum. Bréf um þéringar. Kæri Fálki. í vetur eða vor sem leið urðu að mig minnir talsverðar um- ræður í Pósthólfinu hjá ykkur um þéringar almennt. Eins og við .var að búast voru skoðanir all skiptar en heldur þótti mér ofstækismennirnir úr báðum flokkum láta til sín taka. Ég minnist þess ekki að neinn verulegur botn fengist í málið. Nú er það ekki meining mín að koma með fullnaðar lausn í þessu litla bréfkorni. Langt því frá. Heldur vil ég koma með mín sjónarmið. Mér finnst það kjánalegt að leggja þéringar niður. Það er með vissum hætti algjör dóna- skapur. Mér finnst það ekki nema sjálfsögð kurteisi að fólk sem þekkist lítið þérist þar til það ákveður annað. Ef menn eru mjög andvígir því að þéra geta þeir sagt það í upphafi og er þá ekki nema sjálfsögð kurteisi að þúa þá. Ég held að þessu geti allir unað. Með beztu kveðjum. Þéringamaður. Svar: Eins og viö höfum áöur tekiö fram þá er opiö rúm hér i Póst• lwlfinu til aö ræöa þetta mál. Hvað á hún að gera? Kæri Fálki. Þar sem þú hefur hjálpaeð svo mörgum þá datt mér í hug að skrifa þér til að leita aðstoð- ar þinnar í viðkvæmu máli sem ég á við að stríða. Þannig er mál með vexti að ég er voðalega skotin í strák, sem er í sama skóla og ég. Hann er einu ári eldri en ég og er í þriðja bekk. Hann er ekki með neinni stelpu og ég held að hann hafi aldrei verið með neinni. Ég þekki vel einn strák sem er oft með honum en sjálfan hann þekki ég ekki neitt. Og nú spyr ég þig kæri Fálki, hvað ég eigi að gera til að kynnast þessum strák? Hann hefur aldrei veitt mér neina sérstaka athygli og við höfum aldrei talað saman. Ella. Svar: Ræddu viö þennan lcunningja þinn og biddu hann aö kynna þig fyrir hetjunni. Símaþjónusta. Háttvirta Pósthólf. Það er mjög áberandi hvað símaþjónusta fyrirtækja hér er almennt mjög ábótavant. Stundum þarf maður að láta hringja tímunum saman án þess að fá svar og þegar svarað er fær maður stundum ekki það sem um er beðið heldur einhverja aðra deild eða mann. Þetta er ákaflega hvimleitt og þó hlýtur það að vera mikið atriði fyrir fyrirtækin að hafa símaþjónustuna í lagi. Með kveðju. Vitift þér aft . . . TEDDY-nælongallinn með Scott FOAM BACK er heitur í kulda og svalur í hita. Efnið andar, þ.e.a.s. lokar ekki inni útgufun lík- amans. Fást í verzlunum um land allt FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 Sími 11640. Prentun á bókum blöðum tímaritum. Símanotandi. Svar: Vissulega er þaö mikiö atriöi fyrir fyrirtceki aö hafa símaþjón- ustuna í lagi en þetta sem þú ert aö skrifa um getur átt sér margar orsakir. T. d. er þaö oft þannig aö of milciö álag er á skiftiborö- unum vegna þess aö fyrirtækin hafa ekki nægan mannskap viö slmann. Og suo er þaö auövitaö líka til i dæminu aö starfskraft- arnir séu ekki nógu góöir. Alls konar eyðublaðaprentun Vandað efni ávallt fyrirliggjandi. Gúmstimplar afgreiddir með litlum fyrirvara. Leitið fyrst til okkar. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN h.f. Spítalastíg 10 — Sími 11640. Blaðið DAGUR er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7. Einangrunargler Framleitt cinungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJAM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. TRÚLOFUNAR ULRICH FALKNER gulism LÆKJARGÖTU 2 2. HÆÐ JálkiHh flýyur út FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.